Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 10
ENGAR HRAÐBRAUTIR AÐ MARKINU Samtal við Maríu IVIarkan söngkennara Textá: Steinunn S. Briem ÞaS var i París sumarið 1841. Hún stóð frammi fyrir nafnkunn- asta söngkennara heimsins og beið' dóms hans. Ung stúlka um tvítugt. en ekki óreyndur byrj- andi, heldur dáð söngstjarna sem heillað hafði hlustendur ár- um saman með einstœðri radd- fegurð sinni og túlkunarhœfi- leikum. „Ungfrú," sagði Manuel Garcia vafn- ingalaust „rödd yðar er glötuð." Þetta var erfiðasta stund ævi hennar, sagði Jenny Lind síðar. En hún lét ekki hugfallast. Hún sárbændi Garcia að hjálpa sér, og loks féllst hann á að reyna — með því skilyrði, að hún hvíldi röddina algerlega í sex vikur, syngi ekki einn tón og talaði aðeins í hvísli. Eftir^það hófst þjálfunin. Hver árangur hennar varð þarf ekki að fjölyrða um. „Sænski næturgalinn" skipar veglegan sess í tónlistarsögunni og söng sig inn í hjörtu áheyrenda sinna víða um heim. A ÐFERÐIN sem bjargaði rödd Jenny ¦^* Lind, hinn gö'fugi ítalski bel canto skóli, dó til allrar hamingju ekki með Garcia. Faðir hans sem einnig hét Man- uel Garcia var Spánverji, einn frægasti tenor sinna tíma og söng m. a. fyrstur manna hlutverk Almaviva í Rakarinn í Sevilla sem Rossini hafði skrifað sér- staklega fyrir rödd hans. Börnum sín- um þrem kenndi hann söngaðferðina, og þau urðu öll heimskunn, Mánuel sem söngkennari og vísindamaður (hann var sæmdur doktorsnafnbót fyrir upp- finningu sína á barkaspegli), Maria Malibran og Pauline Viardot-Garcia sem söngkonur. Maria lézt ung að árum, en Pauline söng og stundaði söngkennslu fram til hárrar elli. TTVAÐ kemur þetta nú Maríu Mark- Jtl an við? Jú, meðal nemenda Paul- ine Viardot-Garcia var Ella Schmiicker sem síðar varð einn af þekktustu söng- kennurum Þýzkalands. Og hjá Ellu Schmúcker lærði okkar frægasta príma- donna að syngja. Ævisaga Maríu Markan er komin á bókamarkaðinn fyrir skömmu, svo að hennar hádramatíska feril þarf ekki að rekja hér. Það er ekki söngkonan María Markan sem nú er til umræðu, heldur söngkennarinn Maria Markan sem þjálfar nemendur sína samkvæmt reglum hinnar fornfrægu Garcia-aðferð- ar. Nýliðar fá ekki nóg tœkifœri „Æ, elskan mín, heldurðu, að ég sé ekki alveg búin að tæma mig með ævi- sögunni?" segir María með hljómmiklu röddinni sinni sem fyllir stofuna jafnvel þegar hún talar lágt. „Ætli ég hafi þar nokkru við að bæta?" En þegar minnzt er á Söngskólann hennar lyftist hún í sætinu. „Já, þú trúír bara ekki hvað mér finnst gaman að kenna — ég hefði aldrei haldið, að ég ætti eftir að fá svona mikinn áhuga á söngkennslu. Stundum gleymi ég mér svo gersamlega, að tíminn flýgur án þess að ég taki eftir því. Þegar ég finn, að það eru góðir hæfileikar . . ." Og hún telur upp nokkur nöfn, sum þegar landsþekkt, önnur sem enn hefur lítið heyrzt um. „Vandinn er að koma þeim á framfæri, nýliðar fá ekki nærri nóg tækifæri til að koma fram opinber- lega og afla sér reynslu. Ég bind miklar vonir við sjónvarpið þegar það tekur til starfa, en mér finnst útvarpið ekki hafa verið hjálplegt að kynna nýja söngvara. Maður heyrir alltaf sömu raddirnar upp aftur og aftúr, það vant- ar meiri tilbreytni, ferskan blæ." Atvinnuhorfurnar ekki glœsilegar „Kennirðu aðallega kvenfólki eða hefui-ðu konur og karlmenn jöfnum höndum?" „Ég hef fleiri konur — þeir hafa eng- an tíma, þessir karlmenn, þeir fáu sem hafa verið hjá mér eru allir meira eða minna uppteknir vegna vinnu, og þá næst náttúrlega ekki sami árangur. Það er svo sem ekki nema eðlilegt, því að atvinnuhorfurnar eru ekki glæsileg- ar: fyrir kannski 2% er það eitthvað að vissu marki, fyrir hina lítið sem ekkert, ja, syngja í kórum og stöku sinnum ein- söng á skemmtunum eða við jarðarfar- ir, ekkert sérstaklega lokkandi." „Hvað telur þú vera algengustu radd- ir hér á landi?" „Um það er ómögulegt að segja, því að það er ekki hægt að dæma eftir 6- skólaðri náttúrurödd. Meðan fólk ekki kann að syngja fer það að eins og því þykir þægilegast og gerir sér litla grein fyrir möguleikum raddarinnar. Sviðið er venjulega ekki vítt fyrr en farið er að þjálfa það, og þá getur komið allt annað í ljós en ætla heíði mátt í byrj- un." Engar hraðbrautir að markinu „Hvað er það fyrsta sem þú kennir nýjum nemendum?" „Númer eitt er að leggja millilagið rétt. Þótt fólk geti sungið er náttúru- röddin ekki alltaf á réttum stað, og fyrsta stigið er að kippa þeim þætti í lag, a. m. k. veit ég ekki um neinn skyn- saman kennara sem byrjar öðruvísi. Annað stigið er að fikra sig smám sam- an upp í hæðina, og þegar ég finn, að nemandinn er að ná valdi yfir hæsta sviðinu fer ég að fikra mig niður á við. Einkum á þetta við um kvenraddir, en ég hef líka góða reynslu af að nota þessa aðferð við karlmenn. Þriðja stigið og ef til. vill það vandasamasta er að brúa bilið milli brjósttóns, millitóns og höfuðtóns þannig að úr verði ein sam- felld heild og hvergi ójöfnur á. Þá loks er það er fengið getur nemandinn orðið fyrsta flokks atvinnusöngvari." „Tekur það ekki oft mjög langan tíma?" „Ja, söngnám tekur alltaf langan tíma eins og annað listnám, það eru ekki til neinar hraðbrautir að mark- inu. Enginn reiknar með, að byrjandi í hljóðfæraleik geti strax farið að spila vírtúósastykki, en söngvarar eiga að geta troðið upp með óperuaríur og er- fiðustu lieder eftir nokkurra mánaða nám. Þetta er auðvitað eins og hver önnur fjarstæða. Fátt er eins varhuga- vert og að ofreyna röddina; það getur hæglega farið svo, að söngvarinn bíði þess aldrei bætur ef hann beitir rödd- inni skakkt eða leggur of mikið á hana í byrjun." Alhliða menntun hefur mikla þýðingu „En langar ekki flesta til að glíma við örðugustu viðfangsefnin einmitt þá?" „Jú, það er óneitanlega freistandi, og því minni bakgrunn sem þeir hafa í músík og söng þeim mun meiri hætta er á þessum misskilningi. Það hefur óendanlega mikið að segja fyrir söngv- ara að hafa sem mest alhliða þekkingu á tónlist og yfirleitt sem víðtækasta menntun, enda gengur þá sjálft söng- námið betur. Stundum verð ég fyrir því, að nemendur vilja undir eins fara að syngja lög sem eru þeim ofviða. Ég leyfi þeim að reyna, en þegar þeir kom- ast að raun um, að það gengur ekki nógu vel tek ég þau af þeim og segi: ,Nei, þetta er enn ekki tímabært.' Þeir verða kannski fyrir vonbrigðum í bili, en seinna skilja þeir það og sjá, að það borgar sig betur að ná tökum á léttari verkefnum fyrst og láta hitt bíða þang- að tiÞmeiri kunnátta er fengin." Framh. á bls. 43. 10 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.