Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 28

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 28
ur lagt frá þér, hef ég óttazt, að eitthvað þessu líkt... eða ennþá verra ... myndi koma fyr- ir. En ég hef ekki dirfzt að segja neitt. Hún h&staði aftur. Þetta var mikið ólán ... innréttingin var frá átjándu öld. Úff, mér varð illt. t>að er svo hræðileg lykt þarna inni. Hún skjögraði áfram nokkur skref. Gaslyktin hafði auðsjáan- lega stigið henni til höfuðs. — Louise! Hvað er að þér? hrópaði Ulf, tók hana í fangið og bar hana inn í aðalbygging- una. Marianne horfði á eftir þeim. Það er Louise, sem hann elsk- ar, hugsaði hún. Hún fyllti lungun af hreinu lofti, áður en hún fór inn. Fremra herbergið var óskemmt. 1 pappírskörfunni lá tómi siga- rettupakkinn. Hvað hafði Louise sagt: „1 hvert skipti sem ég hef slökkt i sigarettu, sem þú hefur Iagt frá þér..." En þetta var ekki satt! Ef til vill voru hugs- anir Louise svo þokukenndar af slökkvigasinu, að hún vissi ekki, hvað hún sagði. Marianne steig yfir háan þröskuldinn inn í svefnherberg- ið. Þar stóð hún kyrr, án þess að geta hreyft sig. Rúmið og náttborðið voru koibrunnin. Veggurinn allur sviðinn. Af gluggatjöldunum var ekkert eft- ir nema svartar tœtlur. Lqftið var sótsvart. Gólfmotturnar gegnbleyttar í sóti og vatni. Ein- hver kom inn. Það var Jannis Anna. —Hvílíkt skelfilegt viðundur! hrópaði huntipp yfir sig; . — Ég er ekkert viðundur, svar- aði Marianne gráti næst. Það hlýtur að hafa orðið skamm- hlaup i rafmagninu. Sjáðu • hérna! Hún dró Önnu með sér fram 1 stofuna og sýndi henni samanbögglaðan sígarettupakk- ann i pappirskörfunni, sagði henni, að það hefði aðeins verið ein sígaretta eftir og í henni hefði hún kveikt á leið út og — sjáðu hérna! — útbrunnin eld- spýtan lá þarna í öskubakkan- um á borðinu. Ég hef aldrei reykt í svefnherberginu, sagði hún. Anna kinkaði kolli hugsandi á svip. Síðan kallaði hún gegn- um opinn gluggann til Janssons, sem enn sat í skrifstofunni. Hvers vegna var hann þarna svona seint? hugsaði Marianne undrandi. Hann kom yfir til þeirra. Anna bað hana að endur- taka sögu sína um sigarettuna og sýndi honum bæði tóma sígarettupakkann og útbrunna eldspýtuna. Ég skal fara og búa um hana í einhverju gestaherbergjanna, sagði Anna. Hér getur hún ekki búið lengur. — Jú, gætum við ekki flutt rúmið hingað inn í stofuna? spurði Marianne. Ég vil ekki búa inni í aðalhúsinu. Jansson og Jannis Anna skipt- ust á augnatillitum. — Farðu heim til keliu minn- ar, sagði hann. Þú getur búið hjá okkur, ef þú vilt. — Þakka þér fyrir, góði Jans- son. Það þykir mér afar vænt um. Hún hefði heldur lagzt til svefns í skóginum en að fara inn til Ulfs og Louise. Frú Jans- son bjö um hana i rúmi á efri hæðinni. Áður en hún sofnaði, fannst henni hún heyra rödd Tolvmans Olofs niðri í eldhúsinu. Sennilega mun hafa kviknað í út frá rafmagni... las Mari- anne í Falun póstinum. Hún tók biaðið með sér og gekk inn til Uifs. ¦— Ég þykist vita, að þú hafir gefið þessar upplýsingar, sagði hún. En trúirðu þeim sjálfur, eða heldurðu innst inni, að þetta hafi verið mér að kenna? Henni var mikilvægt að fá að vita sannleikann. Hún grátbað hann með augunum. — Ég trúi því, að þetta hafi verið skammhlaup, svaraði Ulf. Þú ætlar þó varla að bera það á mig, að ég gefi bæði lögreglu, blöðum og vátryggingafélagi rangar upplýsingar? Hún grandskoðaði andlit hans kvíðafull. Ef hann trúði henni í raun og veru, þurfti hann varla að setja upp þennan sakleysis- svip. Efinn bjó í svipbrigðaleysi hans: Ég hef gerzt meðsekur þér. Hvers geturðu frekar óskað þér? Hún opnaði munninn til að segja eitthvað, en hætti við, fór aftur fram og settist í sæti sitt. — Jansson, sagði hún eftir stundankorn. Get ég fengið leigt þetta herbergi hjá þér? Eða held- ur þú kannski líka, að ég valdi eldsvoðum? — Nei, vist getur hún fengið herbergið leigt. — Þú heldur þá, að rafmagn- ið hafi kveikt í? Marianne lifn- aði við. — Ne-e, svaraði hann og renndi gleraugunum niður á nefið. Ég held, að huldukerlingin hafi kveikt í. — Fáðráðlingur! — Jansson, hrrm. Hann hneigði sig með yfirdrifinni hæ- versku. Marianne sneri við hon- um baki og tók aftur til við vinnu sina. Um kvöldið lét hún niður föt sín og smádót sem hún átti í íbúðinni, en hún treysti sér ekki til að bera töskurnar ein alla leið niður I þorpið. Þess vegna gekk hún inn i aðalbygginguna. Ulf og Louise sátu enn yfir kaffmu I innri salnum. Ulf las Donnr gefur vinsælustu plötuna frá Hljóðfæraverziun Sigríðar Helgádóttur Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einbvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi nýja plötu, sem hann velur sér eftir listanum hér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Heíga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttum lau'snum. Vinsælar plötur í dag: 1. Look through Any Window — Hollies 2. Snowflake — Jim Rieves 3. II Sileneio — Nini Rossó; 4. Can You, Please, Crawl out of Your Window? - Dylan 5. How Long Has It Been — Jim Riéves. l'lalau er á blaðsíðu Nafn: Heimili: ..............,.,..........., Ég vel mér nr. ........ Til vara nr. Vinning 21. marz hlaut: Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Álfheimum 28, Rvík. VINNINGS MA VITJA A SKRIFSTOFU FALKANS. í blaði, en leit uþp, þegar Mari- anne kom upp tröppurnar. — Væri nokkur leið, að ég gæti fengið smávegis aðstoð við að flytja farangurinn minn niðureftir til Janssons? spurði hún. Ég hef tekið herbergið á Ieigu, sem ég hef sofið I undan- farnar nætur. Ulf braut blaðið saman á hné sér og horfði á hana forviða. — En Marianne! sagði Louise ásakandi. Ég er búin að útbúa svo skemmtilegt herbergi handa þér hérna. Hvers vegna ertu ekki ánægð með það? — Þakka þér fyrir, það efast ég ekki um, svaraði Marianne. En það mun aðeins valda þér áhyggjum um, að ég kunni að brenna Malingsfors til grunna. — Þú getur varla láð mér það. Á hinn bóginn er ekkert betra, að það kvikni í hjá Jans- son. Ef þú býrð hér, þá get ég fylgzt með þvi, hvort þú leggur frá þér sigarettur hingað og þangað. — Ég er hætt að reykja, svar- aði Marianne stutt í spuna. — Það var skynsamlegt af þér. Þá er varla neitt þvi til fyrir- stöðu, að þú búir hérna... — Þetta er ákveðið með her- bergið hjá Jansson. Hann getur éf til yíH tekið töskurnar fyrir mig á reiðhjóiinu, ságði Mari- anné 6g sneri sér við til 'að fara. — Ég skal flytja þær niður- eftir fyrir þig, sagði Ulf og reis á fætur. Mér þykir fyrir þessu, Marianne. Það var alls ekki ætl- un mín, að þú flyttir burt. Get- urðu ekki séð þig um hönd? — Nei. Að búa undir sama þaki og Louise yrði eins og að láta rann- saka sig undir smásjá bæði dag og nótt. Ulf var þungt um hjartaræt- ur, þegar harin bar töskur Mari- anne út ' ú'r álmunni. Honum fannst hann vera að missa hana. En ef til vill gæti hann aftur vanizt Louise, ef hann sæi Mari- arine sjaldnar. Einhyern veginn yrði hann að finria lausn — eða að minnsta kosti breytingu — á þessu ástandi. Louise stóð við gluggann og horfði á Ulf og Marianne bera töskur og ferðakistur út úr álm- unni. Hún brosti ánægð. Hingað til hafði allt farið að óskum. En hún hataði þessa álmu. Ef Jans- son hefði ekki komið svo fljótt aftur, hefði hún brunnið til ösku. Framh. í næsta blaði. 28 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.