Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 04.04.1966, Blaðsíða 22
íg þekki leyndardém hinna fijúgandi diska Eftlr Major Donald E. Keyhoe ÓTT eina í febrúar sl. varð áhöfnin á flugvél frá Flying Tiger flug- félaginu, fyrir mjög ó- væntum aðförum í loft- inu yfir norðanverðu Kyrrahafi. Það sem hún sá, er lykillinn að fjarstæðukenndri, tækni legri ráðgátu. Lausn hennar felur í sér svo gífurlegan ávinning, að sex stjórn- skipaðar deildir starfa á þessari stundu að leitinni. Svarið er ef til vill ekki langt undan. Það sem leitað er að, er beizlun aðdráttaraflsins. Um miðnætti þann 15. febrúar var Flying Tiger flugvélin stödd um fjög- urra klukkustunda flug frá Anchorage, á leið frá Bandaríkjunum til Japan með herflokk. Skyndilega birtust þrír hraðfleygir hlutir á ratsjárskerminum í stjórnklefanum. Flugstjórinn og áhöfn hans litu út til hliðar við klefann og sáu þrjú geysistór, sporbaugslöguð loft- för, sem lýstu með rauðleitum bjarma í næturmyrkrinu. Flugherskapteinn, sem var farþegi í flugvélinni, var kallaður fram í stjórn- klefann til að staðfesta sýnina. Undir- ritaða skýrslu hans er að finna í skjala- safni Rannsóknardeildar ríkisins sem fjallar um furðuleg fyrirbæri í lofti. Samkvæmt skýrslu kapteinsins, drógu hinar óþekktu vélar úr ferðinni til sam- ræmis við hraða flugvélarinnar og flugu í þéttri fylkingu. Þær héldu sig í fimm mílna fjarlægð, eftir ratsjár- mælingum, og eltu flugvélina. Flug- herskapteinninn reiknaði út lengd þeirra, sem reyndist vera miklu meira en 700 fet. Það var augljóst, að þær notuðu ekki neina þekkta tegund hreyfi- afls. Ekkert þrýstiloft eða útblástur var sjáanlegt. í 30 mínútur héldu þær áfram að elta flugvélina og flugu enn í fylkingu. Þá juku þær snögglega hraðann upp í 1200 mílur og hækkuðu flugið úr augsýn á örfáum sekúndum. Þessi óvænta og snögga hraðaaukn- ing er list, sem ekkert farartæki, sem nú er smíðað á jörðinni, gæti ieikið eftir. Hvað er það. sem gerir hinum óþekktu flugtækjum það mögulegt? Að áliti margra vísindamanna og verk- fræðinga, kemur aðeins eitt svar til mála. Svarið er gagnverkandi þyngdar- 22 afl tilbúin þyngdarsvið og beizlun að- dráttaraflsins. Öldum saman hefur mennina dreymt um að ráða yfir aðdráttaraflinu. Nú virðist svo sem við stöndum á þröskuld- inum að leyndarmálinu. Gildi þess fyrir það land, sem fyrst öðlast það, er ó- mælanlegt. í von um tæknilegt happ- drætti hefur ríkisstjórn okkar á prjón- unum 46 rannsóknaráætlanir varðandi ýmis sjónarmið um afnám þyngdarlög- málsins. Flugherinn hefur með höndum 33 þessara áætlana, hinar skiptast milli fimm annarra aðila. Meðal hinna 46 áætlana stjórnarinn- ar eru rannsóknir og tilraunir fram- kvæmdar af tveimur tilraunastöðvum flughersins (Flight Dynamics og Gen- eral Physics Research), Radio Corpor- ation of America, Massachusetts Insti- tute of Technology og nokkrum öðrum tæknilegum verkfræðimiðstöðvum. Auk þessa, er verið að framkvæma stjórn- skipaðar rannsóknaráætlanir að Bark- ley and Dexter Laboratories, Fitchburg, Massachusetts; Israel Institute of Tec- honology, Haifa; Stevens Institute of Technology; háskólunum í California, Denver, Harvard, Indiana, Manchester (Englandi) Maryland, Michigan, Minne- sota, Ohio. Purdue, Stockholm (Sví- þjóð), Syracuse, Texas og tveim New York skólum — Queens College og Yeshiva Graduate School of Science. Og að sjálfsögðu eru áætlanir sumra stjórnardeilda svo leynilegar, að þær eru ekki skráðar opinberlega og verða ekki látnar uppi án leyfis. Einkaiðnaðurinn er einnig farinn að velta spurningunni um afnám þyngdar- lögmálsins fyrir sér með nýrri alvöru. Fjöldi risafyrirtækja, m. a. Bell Aero- space, General Electric, Hughes Air- craft, Boeing, Douglas og mörg fleiri, hafa gert framkvæmdaáætlanir þar að lútandi. Séu taldar saman þær kunnar áætl- anir um rannsóknir á aðdráttaraflinu sem ríkisstjórnin og einkafyrirtæki hafa með höndum, verður tala þeirra milli 65 og 70. Af þessu má ráða, hve mikl- um vísindalegum og verkfræðilegum starfskröftum er nú beint að þessu vandamáli. Einn mikilsmetinn vísindamaður, sem er sannfærður um að geimskipin noti þyngdarafl (gravity control),er dr. Her- mann Oberth. Dr. Oberth, sem er viður- kenndur sérfræðingur á þessu sviði, átti þátt í smíði V-2 eldflaugarinnar og varð seinna sérlegur ráðgjafi Bandaríkja- stjórnar að Huntsville, Alabama, þar sem mikilvægar rannsóknir á gagnverk- andi aðdráttarafli (antigravity) fara fram um þessar mundir. „Með venjulegu hreyfiafli,“ sagði dr. Oberth mér árið 1961, „myndi svo ofboðsleg hraðaaukning vera hættuleg flugtækinu. Einnig myndi þrýstingur- inn kremja lífverur um borð við botn eða veggi vélarinnar. En með til- | búnu Þyngdarsviði (artificial gravity : field) myndi þrýstingurinn verka sam- tímis á geimskipið og farþega þess. Jafnvel við örsnöggar breytingar á stefnu og hraða, myndi ekki reyna á geimskipið og farþegarnir vei’ða einskis varir.“ í dag er dr. Oberth fús til enn frek- ari staðhæfinga. Hann er nú á þeirri skoðun „að orka, tregða og þyngdar- svið, séu aðeins hliðar á einu og sama máli,“ og að ómögulegt muni reynast að aðskilja þær. Það sem hann hefur í huga, segir hann, „eru enn óþekkt orkusvið,“ sem hægt verði að nota sem hreyfiafl fyrir efnislega hluti á líkan hátt og aðdráttarafl jaiðar. Annar valinkunnur heimildarmaður, sem er sammála því að hinir fljúgandi diskar noti tilbúin þyngdarsvið, er auð- kýfingurinn, flugmaðurinn og þotufram- leiðandinn William P. Lear. Sr. Lear, sem eitt sinn sá til fljúgandi disks úr flugvél sinni, spáir því, að í framtið- inni muni bandarísk farartæki einnig nota tilbúið þyngdarafl. „Farþegarnir mundu að líkindum ekki verða varir annarra áhrifa,“ segir Lear, „en þeir verða fyrir af hinum gífurlega hraða jarðarinnar, er hún snýst um öxul sinn á braut sinni um sólina.“ Fyrir nokkrum árum spáði G. S. Trimble, varaforseti tæknideildar Glenn Martin, því, að árið 1985 myndu svo að segja allar langleiðaflugvélar nota tilbúið þyngdarafl, og fljúga með nærri ótrúlegum hraða. Um svipað leyti áætl- aði dr. Walter Dornberger, sem þá var aðaleldflaugasérfræðingur Bell Air- craft, en er nú forseti Bell Aerospace, að flughraði langleiðavéla myndi í FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.