Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1966, Side 26

Fálkinn - 04.04.1966, Side 26
FRAMHAIDSSAGA ROMANTISK iWTIMASAGA FIlA IIFRRAGARÐl f DÖLUM 1 SVÍI JÓÐ hugsaði hann með hálf hæðnis- legu brosi. Ef hún yrði skilin eftir ein á sikrifstofunni, færi hana ef til vill að dreyma um Hákon. Hún hafði fengið bréf frá honum fyrir nokkrum dög- um og orðið rjóð í vöngum og sæl í augum, þegar hún hafði lesið það. Louise hafði auðvitað spurt, hvað væri að frétta af Hákoni og verið svarað annars hugar, að „hann bæði kærlega að heilsa." Án efa hafði Marianne lesið þetta bréf mörgum sinnum. Ef til vill las hún það yfir, áður en hún sofnaði á kvöldin? Brosti, þegar hún slökkti á lampanum. Lagði handleggina undir höfuð- ið og horfði út í myrkrið. Hvaða litur skyldi þá vera á hinum ein- kennilegu augum hennar... Dauði og dj...! Hún skyldi ekki fá tækifæri til að dreyma í dag. — Langar þig til að aka með mér upp til Ovanmegda? spurði hann. Sprungin stífla er ef til vill ekkert skemmtilegt fyrir- bæri, en þú getur orðið margs vísari um starf þitt. — Þakka þér fyrir, það þætti mér ákaflega gaman, sagði hún ofurlítið undrandi. Bros hennar var ljómandi. Augun græn. Kunni hún bréf Hákonar utan að? — Farðu þá í síðbuxur, því þú verður að ganga gegnum skóginn. Ég næ bílnum út á meðan. Þurfti hann að taka Louise með líka? Nei... það var svo þreytandi að ganga með henni i skóginum. Hún hafði ekkert fjaðurmagn. Og hafði andstyggð á lághæluðum skóm. Það var ekki hægt að klifra I skóginum uppi við Ovanmegda í skófatn- aði, sem ekkert var nema sólar og turnháir hælar og heil flækja af örmjóum reimum. Og þar að auki... þá vildi hann ekki hafa hana með sér! Hann tróð i píp- una og hlakkaði til þess að losna frá henni stundarkorn. Marianne hl jóp, inn i sína álmu, reif sig úr pilsinu og fór í þröngar Ijósleitar khakibuxur. Á borðinu í setustofunni lá sígarettupakki. Hún stakk fingr- inum inn í hann. Aðeins ein eftir! Hún kveikti í henni, kreisti pakkann saman og fleygði hon- um í pappírskörfuna við hliðina á skattholinu. Svo hljóp hún út aftur. Ulf hefði ekið bílnum alveg að dyrunum. Hann brosti, þegar hann sá hana. Skollans ári var hún falleg! Stuttklippt, koparrautt hárið, silkigljáandi og með skringilegan, lítinn lokk niður á ennið. Hamingjunni sé lof fyrir að Hákon skyldi vera farinn. Hefði hann getað séð langa fótleggi hennar í þessum aðskornu buxum, þá hefði hann áreiðanlega komið með einhverj- ar asnalegar athugasemdir um amerísk filmstjörnumál. Ulf teygði sig fram og opnaði hurð- ina. Marianne fór inn og settist við hlið hans. Jansson var þegar setztur í aftursætið. — Getum við keypt sígarettur nokkurs staðar? Ég átti aðeins eina eftir, sagði hún. — Sure, svaraði Ulf. Þetta var í annað skipti á stuttum tíma, sem hann stóð sig að því að sletta ensku. Það stafaði eflaust af kviða hans fyrir því, að hún myndi gera alvöru úr fyrirætlun sinni um að sigla til Ameríku. Það skyldi aldrei verða. En hvernig átti hann að koma i veg fyrir það? Vopnin höfðu verið slegin úr höndum hans. Það gat hann fyrst og fremst þakkað Louise. Og síðan hafði Hákon skorizt i leikinn. Ulf dró djúpt andann. Hann ók niður trjágöngin og út á gömlu brúna. Vatnið hafði stigið alla leið upp með mosagrónum grásteinssúlunum. Hann skildi Jansson eftir á heimili hans. Þegar þau höfðu ekið gegnum þorpið, beygði hann inn á mjóan skógarstig, þar sem birkitré uxu á báðar hendur. Kræklóttar, laufríkar greinar mynduðu ljós- grænt þak yfir stíginn. — Nú erum við í Járnbára- landi, sagði hann glaðlega við Marianne. Eftir þessum vegi fluttu menn í gamla daga kol og surtarbrand úr jarðlögum inni í skóginum. Þegar vetrar og við förum þessa leið á skíðum get- urðu enn betur gert þér grein fyrir, hvernig hér leit út forð- um. Marianne hnykkti við. Myndi hún yfirleitt nokkuð vera hér í vetur? Eða myndi hún verða einhvers staðar í Ameriku þá? Hún vissi ekki, hvors hún ætti heldur að óska sér. Ulf ók bílnum inn i rjóður í skóginum, til þess að hann yrði ekki i vegi, þegar Jannis Per kæmi á flutningabilnum. Jörðin var þakin skógarlaufi. Einhvers staðar heyrðist trumbusláttur spætu, sem bjó i trjástofn, og þrösturinn söng sumarkvæði sín. Allt angaði af greni og birki. Yfirborðið á Luxen-vatninu hafði hækkað svo mjög, að nú fossaði það yfir stiflugarðana. Spölkorn inni í skóginum stóð lág hús- lengja úr silfurgráu timbri. Stórt gat var á hrörlegu þakinu. Ulf sneri baki að húsinu. Hann skyggði hendi yfir augu og horfði út yfir sólglitrandi vatn- ið og kaffærða stífluna. — Þetta lítur illa út. Ég vona að þeir komi bráðum með sand- pokana, sagði hann. Þetta er í hæsta máta undarlegt árferði. Hiti og þurrkar og vatnsleysing- ar á sama tíma. Árferðið var sannarlega undar- legt. Hvaða illkynjuð sáðkorn voru það, sem náð höfðu að festa rætur — og hver myndi uppskeran verða, sem kæmi í hans hlut? Marianne hafði að minnsta kosti ekki andmælt, þegar hann minntist á, að þau færu hingað á skíðum! — Hvaða gamli kofi er þetta þarna inni í skóginum? spurði hún. — Þetta er gömul vatnskvörn. Ég get eins vel sýnt þér hana á meðan við bíðum. Við getum 26 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.