Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 6
20. tbl. — 39. árg. — 30. maí 1966. EFNI SVARTHÖFÐI SEGIR ........................... 6—7 ALLT OG SUMT ............................... 8—9 STALDRAÐ VIÐ AÐ STRAUMI, myndir frá Straumi ásamt grein um staðinn og sögu hans 10—11 UNDRALYFIÐ LSD, grein um þá hreyfingu sem upp er komin í sambandi við ofsjónalyfið LSD 12—13 LÍF OG HEILSA, eftir Ófeig J. Ófeigsson lækni 13 HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA í SUMAR? leiðbein- ingar um vinnumöguleika fyrir unglinga. 14—15 KYNLAUST KYN ................................ 16 HÆTTULEGUSTU RANNSÓKNIRNAR .................. 17 KONAN Á AÐ VERA EÐLILEG, viðtal við fransk- an snyrtifræðing ...................... 18—19 ÚT í HÖTT ................................... 19 KRAFTAVERK ERU SJALDGÆF................... 20—21 BRENNIMERKT framhaldssaga eftir Erik Nor- lander ................................ 22—24 UNDARLEGIR HLUTIR, Maðurinn sem gekk á sjónum .................................. 25 FURÐUR HIMINS OG JARÐAR, eftir Hjört Hall- dórsson ............................... 26—27 LEIRULÆKJAR-FÚSI, siðari hluti af grein eftir Þorstein frá Hamri..................... 28—29 f SVIÐSLJÓSINU ........................... 30—31 ARFUR ÁN ERFINGJA, framhaldssaga eftir Eric Ambler ................................ 32—34 STJÖRNUSPÁ .................................. 35 ÓFRESKJAN, grein um tónskáldið Wagner .... 36—37 BARNASAGA ................................ 46—47 FORSÍÐUMYND: Stúlkuandlit. Ljósmynd: R. G. ViS höfum nýlega komiS í tvö kvik- myndahús í hléinu á niusýningunni og spurt kvikmyndagesti um álit þeirra á kvikmyndum. Þau viðtöl ásamt myndum koma í nœsta blaði. í sama blaöi er grein eftir Svein Sœmundsson i þœttinum: „LeiS- in til fjár og frama" og aS þessu sinni verSur Ottó Michelsen sá sem um er fjall- aS. Þá verSa viStöl úr frönskum nœtur- klúbbi tekin af þýzkum blaSamanni; grein um konuna sem Picasso hafar, en þaS er fyrrverandi lagskona hans sem ritaS hefur um sig og þennan frœgasta málara sem nú er uppi. Ekki skulum viS heldur gleyma hinum skemmtilegu „sendibréfum úr for- tíSinni", sem Jón Helgason ritar. í þœttin- um „Undarlegir hlutir" verSur frásögn um verkfrœSing i Chicago sem dreymdi fyrir járnbrautarslysi, en sá draumur bjargaSi lífi hans því hann hafSi átt pantaSan far- miSa og maSurinn sem sat í sœti hans fórst, en eftir þaS fannst verkfrœðingnum hann vera sekur um a3 vera valdur a3 dauða þess manns. Og svo eru auðvitað þœttirnir: Furður himins og jarðar, Lif og heilsa, Svarthöfði segir, Út í hött, Allt og sumt og í sviðsljósinu. Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). BlaSamenn: Steinunn S. Briem, Gretar Oddsson. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Framkvcemdastjóri: Hrafn Þórisson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrímsson. Vtgefandi: Vikublaðið Fáikinn h.f. AOsetur: Ritstjórn, afgreiðsla og auglýs- ingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð i lausasölu 30,00 kr. Áskrift kostar 90,00 á mánuði, á ári 1080.00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Mynda- mót h.f. Og síðan hafa aliir haldið ræður EITT af því hvimleiða, sem fylgir félagsmálastarfsemi eru ræðuhöldin. Og með hverju árinu sem líður verða þeir fleiri og fleiri sem standa í einhverjum púltum, með misjafn- lega syfjaðar manneskjur fyrir framan sig, og orðaflaumur- inn vellur út úr þeim, vegna þess að menn álíta að ekl^ert lag sé á félagsmálastarfseminni, nema einhver standi þar og tali. Þessi talgleði er einn ávöxturinn af starfi ungmenna- félagshreyfingarinnar. Síðan hafa stjórnmálaflokkarnir betr- umbætt ræðuformið, og jafnvel gefið út leiðbeiningarpésa — væntanlega vegna þarfarinnar — þar sem skýrt er tekið fram, að ræða þurfi að hafa upphaf, miðju og endi. Þetta eru skynsamlegar upplýsingar, a. m. k. er verðandi ræðumönnum nauðsynlegt að vita, þó ekki væri nema það, að ræða verður að hafa endi. Sannleikurinn er sá, að ekki er nema fáum gefið að halda ræður, og þeir munu teljandi á fingrum ann- arrar handar, sem geta skammlaust flutt ræður hér á landi. Þetta þýðir ekki að hinir mörgu orðglöðu ræðumenn geri sér þau sannindi ljós, að þeim er fæstum gefið að tala. Þegar menn fóru að stofna hin ýmsu félög bér á landi upp úr aldamótunum, jókst þörfin fyrir ræðuhöldin stórlega. Menn áttu að standa upp og tala, þótt þeir hefðu ekkert að segja, og síðan hafa allir haldið ræður, þótt ræðumennskan hafi týnzt niður að mestu, og nýleg dæmi úr endurteknum útvarps- umræðum sýna, að flestir kjósa að tala, eins og þeir séu með allan hugann við að klóra sér á bakinu á meðan. Ræðumennsk- an hefur m. a. náð þeirri háþróun í Þyngeyjarsýslum, mesta félagsmálasvæði landsins, að þar eru það aðeins aumingjar, sem ekki geta þanið hugsjónabelginn blaðalaust í þrjá tíma. íðnaðisr eða list SAGA ræðumennskunnar er dæmið um þá allsherjar útþynn- ingu á öllum mannlegum sérgáfum, sem þykir svo fín á íslandi í dag. Hafi einhvern tíma fundizt sérgáfa — eða öllu heldur náðargáfa, þá er hún tekin og gerð að eins konar almenningseign. Allt skal vera almennt, og vitanlega eiga list- ir lika að vera almennar. Þetta kemur fram í öllum greinum lista — jafnvel sönglistinni, sem þolir þó föndurmennin verst. í ritlist og ljóðlist hefur hvert föndurmennið vaðið fram á Að lafa í ,,stælnum” Herra ritstjóri! Ægilegir stælar eru þetta alltaf út I okkur bítlana í póst- hólfinu. Ég held að þessum kerlingum væri nær að raka af sér yfirskeggið, heldur en að vera með þetta múður. Ég held nefnilega að það komi engum við nema okkur sjálfum hvern- ig við klæðum okkur og hvort við látum klippa okkur eða ekki. Er hárskurður kannski lögskipaður á Islandi? Og eru til einhverjar reglur um klæða- burð? Geta ekki allir verið ánægðir ef maður klæðir af sér nektina? En sannleikurinn er nefnilega sá, að maður verð- ur að lafa í stælnum ef maður á að fá breik. Bítill. Svar: Aðcins ein spurning: A hvaOa tungu er fietta bréf skrifaöf IVieð plaköt á sálinni Kæri Fálki! Núna í miðri kosningabarátt- unni get ég ekki að mér gert að skrifa þér nöldur mitt. Ég er bókstaflega hreint að gefast upp á að horfa á „borgina okkar“ eins og hún lítur út eftir upphengingameistara allra flokka. Mér finnst að Það ætti ekki að líða þennan plaggata- faraldur á öllum götuhornum, á hverjum ljósastaur og ösku- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.