Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 26
FUR
II111
HJDRTUR HALLDDRSSDN
FJARLÆGÐIR OG HLUTFÖLL í
Þótt stundum sé sagt, að • stjörnur himinsins séu óteljandi,
eru það þó ekki nema ein 3—4 þúsund þeirra, sem séð verða
með berum augum um heiðríka nótt. Er þetta ekki nema ör-
gjlítill hluti hins mikla stjörnukerfis okkar, sem við köllum
Ivetrarbraut og hefur um 100 þúsund milljón stjörnum á að
skipa. Nokkur hluti þeirra verður ekki greindur í sterkustu
firðsjám, vegna þess að miklir þokuflókar af lofttegundum
og fínu geimryki byrgja sýn, einkum í miðju kerfisins, sem er
kringlulaga, og þó miklu þykkast í miðju. Þvermál þessarar
kringlu er gífurlegt — um 100 þúsund ljósár, þ. e. a. s. að
ljósið er 100 þúsund ár að berast milli gagnstæðra jaðra. Til
samanburðar má nefna að ljósið er um 8 mínútur að berast
frá sólu til jarðar — um 150 milljón km leið.
Sólin okkar er ein af þessum 100,000 milljón stjörnum vetr-
arbrautar. Hún er nokkuð undir meðalstærð — staðsett í út-
jaðri vetrarbrautarkringlunnar. Kringum hana snúast 9 kaldir
fylgihnettir, en nöfn þeirra í röð frá sólu eru þessi: Merkúríus,
Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og
jPlútó. Stjörnur þær (eða sólir), sem næstar eru okkar sól,
eru furðu fjarlægar. Hin nálægasta, Alfa í Kentársmerki (Alfa
Centauris) er í 4 Ijósára fjarlægð.
EFIXII
STJARIMANIMA
Stjörnurnar eru loftkenndir hnettir með yfirborðshita, sem
er frá 2000 stigum allt upp í 40,000 stig (Yfirborðshiti okkar
sólar er um 7000 stig). Efni stjarnanna er aðallega vetni, sem
fyrir kjarnorkuviðbrögð breytist smám saman í helíum, en
sú framvinda leysir geysilega Ijós- og hitageislan. Hjá sumum
stjörnum getur þessi útgeislan staðið í þúsundir áramilljóna,
en í öðrum tilvikum varir hún miklu skemmri tima. Orku-
framleiðsla kjarnaviðbragðanna er óhemju mikil.
Efnið í stjörnunum er því að verulegu leyti frábrugðið efni
plánetanna. Jörðin, t. d., er að langmestu samsett af þungum
efnúm en þar er mjög lítið af vetni, sem og mestmegnis er
bundið í vatni. Aftur hafa stjörnurnar mjög mikið af vetni en
lítið af þungum efnum.
ÖIMIMIJR
STJÖRIMIJKERFI
En alheimurinn takmarkast þó ekki við vetrarbrautarkerfið
okkar. Úti í geimnum finnast þúsundir milljóna annarra
stjörnukerfa, en vegna hinna miklu fjarlægða verður ljós
þeirra svo dauft, að þau verða einungis greind sem dauft
lýsandi þokuhnoðrar, jafnvel í hinum sterkustu firðsjám.
Hinn mesti af nágrönnum Vetrarbrautar er stjörnukerfið
ndromeda, sem verður rétt greind með berum augum sem
daufur Ijósblettur á himninum, helmingi meiri að þvermáli
en tunglkringlan að sjá. Þessi nágranni okkar er í 2 milljón
Ijósára fjarlægð. f mjög sterkum firðsjám leysist Andromedu-
þokan upp í aragrúa af stjörnum.
FJARLÆCÐ ARHIJCT ÖK
I ALHEIMI
Þegar leikmaður í fyrstu tekur til að reyna að gera sér
grein fyrir fjarlægðum í himingeimnum, verður honum ráða-
fátt. Ástæðan til þess, að svo er erfitt er að gera sér grein fyrir
stærðum og fjarlægðum himinhnatta er sú, að þær eru svo
yfirtaks miklar og mismunandi. Við þekkjum metramál og
kunnum fullkomlega skil á einum eða tveim kilómetrum, en
þegar okkur er sagt, að fjarlægðin til sólar sé 150 milljónir
km, veitir það enga glögga hugmynd um vegalengdina til
sólar.
Stjarnfræðingar nota ýmsar mælingar, sem þeir eru orðnir
vanir og þeim því auðveld í meðförum, svo sem „stjarnfræði-
leg eining“ — fjarlægðin milli sólar og jarðar, „ljósár“ og |
„parsec“ — 3,26 ljósár. En ljósárið er hin venjulegasta mæli-
eining og höldum okkur því að henni. Þar sem við nú vitum
að ljóshraðinn er 300,000 km á sekúndu, er ekki erfitt að
reikna út að eitt ljósár er 60X60X24X365X300,000 =
9,460,800,000,000 km — níu billjónir fjögur hundruð og sextiu
þúsund og átta hundruð milljónir km. Slíkar tölur eru að
sjálfsögðu hrein endileysa. Við styttum okkur því leið og
segjum 1 Ijósár.
Enda þótt stjarnfræðingar séu hæstánægðir með talnaroms-
ur með hvers konar veldisvísum, þá viljum við hin heldur
sjá eins konar landabréf svo að allsherjar yfirlit fáist strax.
Við byrjum þá á að kortleggja sólkerfið með mælikvarðanum
einn á móti billjón. Billjón þýðir milljón milljónir á okkar
máli, og táknast venjulega með. tölunni 1012. Með þessari
minnkun dregst kerfið svo mjög saman, að sólin verður á
stærð við lítið hagl, hálfur annar millimetri í þvermál. Jörðin
liggur í 15 cm fjarlægð frá þessu hagli, verður sjálf á stærð
við blóðkorn og sést því ekki nema í smásjá. Næst þar fyrir
utan kemur þá plánetan Mars í 22 cm fjarlægð, þá hin
tröllaukna pláneta Júpíter í 75 cm fjarlægð, síðan koma þeir
Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem eru í metra fjarlægð
frá litla haglinu sem táknar sólina. En yzta plánetan Plútó
er í því nær 6 m fjarlægð.
Þetta er nokkuð gott yfirlitskort, en stofugólfið hefði þó
orðið að vera 12 m á hvern veg, ef gólfið hefði átt að rúma
einnig sjálfar hringbrautir þessara pláneta um sólmóðurina.
Og vissulega veldur það okkur furðu, að þetta sólarkorn skuli
megna að halda öllum þessum plánetuörum sínum á reglu-
legum umferðarbrautum í allt að 6 metra fjarlægð. En þó er
það svo, að áhrifa- eða aðdráttarsvið sólar nær langt út fyrir
þessa 6 metra.
26 , FÁLKINN