Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 30

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 30
°ENEDIKT VIGGOSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ Hann féll í skugga Presleys á gullárum rokksins ITETURINN 1964 var lagið Oh pretty woman feikilega vin- * sælt hérlendis, sungið af Roy Orbison. Það er varla til það land, þar sem þetta lag komst ekki á vinsældalistann, allt frá Japan til fslands. Flestir söngvarar eiga sér einhver persónueinkenni. Vöru- merki Rolling Stones eru hinar stórkostlegu varir á Mick Tagger. Haukur Morthens með sitt sjarmerandi yfirvaraskegg og Louis gamli Armstrong er sífellt með vasaklút, er hann blæs í trompettinn sinn. Aftur á móti er Roy auðþekktur á lökkum sólgleraugunum, sem hann ber jafnan, þegar hann syngur. Hr. Orbison er fæddur í Vermon í Texas 23. apríl 1936 er bví rúmlega þrítugur. Aðeins 8 ára gamall söng hann í út- varpið í fæðingarbæ sínum. 1952 byrjaði hann að vinna sér inn aukapening með þvi að syngja á skemmtistöðum, en um bessar mundir voru þeir Fats Domino og Lloyd Price mjög vinsælir í Bandaríkjunum og auðvitað söng hann mörg þeirra laga, er þeir höfðu gert vinsæl. Síðar meir fór Roy að flytja nokkur af sínum eigin lögum og var vel ágengt. 1955 urðu þau óvæntu tíðindi, að honum var boðið að syngja inn á hljómplötu, c-n titillagið var Ooby Dooby og seldist Dlatan rnjög vel, en einmitt um svipað leyti kom út fyrsta nlatan með Elvis Presley, Heartbreak Hotel. Fyrir utan þessa skemmtilegu tilviljun eiga þeir það sameiginlegt, að báðir nota þeir sín réttu skírnarnöfn, en það er mjög sjaldgæft í .POP“-heiminum. Annar heitir fullu nafni Roy Kelton Orbison og hinn Elvis Aron PreUey og báðir felldu þeir niður mið- nafnið. Skömmu eftir að platan kom út, ferðaðist Roy um Banda- ríkin, þver og endilöng, ásamt fleiri söngvurum og meðal beirra var einmitt Elvis Presley. Þá tókst með þeim félögum inniieg vinátta, sem varir enn í dag. Nú skemmta þeir í hverri borginni á fætur annarri. Roy tók Elvis til fyrirmyndar og skók sig allan og hristi, þegar hann flutti rock-lögin. Hins vegar leyfði Roy honum að vera einn um bartana. Nú skilj- ast leiðir þeirra. en báðir syngja þeir inn á mikið af hljóm- nlötum, en andstætt við Presley nær Roy sára litlum vin- sældum á þessum gullárum rocksins, 1955—’59. Aðeins eitt 'ag í viðbót komst á vinsældalistann, Uptown. Það var stað- 'eynd. Roy Orbison var ekki góður né vinsæll rokkari. 1959 gengur hann í hjónaband og skömmu seinna semur bann eitt af sínum fallegustu lögum, sem hann tileinkar eigin- konu sinni, en lagið ber nafn hennar, Claudett. Það er eins Roy hafi misst trúna á sjálfan sig sem einsöngvara, því hann selur Ev-erly Brotbers lagið en um þessar mundir áttu beir miklum vinsældum að fagna og það er ekki að orðlengja bað, „Claudett11 komst í hið eftirsótta efsta sæti á vinsælda- 'istanum Óneitanlega dálítið kaldhæðnislegt fyrir höfund lags- 'ns. Til þessa hafði Roy lifað sómasamlegu líli af söngnum, en nú neyddist hann til að fá sér aukavinnu til að geta séð fyrir sér og fjölskyldu sinni. En 15. marz 1960 syngur hann inn á nýja nlötu Eins og oft áður voru lögin eftir hann og titillagið var Only the lonely, Honum til nokkurrar undrunar og síðar innilegrar eleði Vo"'-* •=. *-í jy c; a ttvv, nóg með það, nokkru seinna er honum afhent fyrsta gullplatan, en hún er veitt fyrir hverja þá plötu, sem selst í milljón eintökum. Roy Orbison endurheimtir sjálfstraustið, enda var hann nú orðinn eftirsóttur söngvari og tilboðunum rigndi yfir hann úr öllum áttum, hvert öðru glæsilegra. Enn á ný söng hann inn á hljómplötur. Lögin Blue Angel samið af honum og To days teardrops samið af þá óþekktum manni, að nafni Gene Pitney, sem síðar átti eftir að vera einn af vinsælustu söngvurum Bretlands. Þessi lög náðu miklum vinsældum í U. S. A. Eftir þetta er Roy fastagestur á vin- sældalistanum í U. S. A. og Bretlandi. Hvert lagið rekur Framh. á bls. 44. 30 FÁLKINN o

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.