Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 24
BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT manst að það voru teknar rönt- genmyndir aí mér. — Ég man það, sagði Sten- íeldt. Ég skrifaði sjálfur tilvís- unina. Þetta er töluvert and- kannalegt fyrir mig. Þegar þú komst í annað skipti sagði ég þér að ek-kert grunsamiegt hefði fundizt á myndunum. En það voru orð Hoffmanns sem ég hélt fram. Sjálfur fékk ég aldrei tækifæri til að gera neinar at- huganir. Ég veit ekki hvort ég gerði þér þetta ljóst. — Jú, þú færðir mér skiia- boðin sem kveðju frá doktor Hoffmann. — Hvað sagði hann svo? — Hann taidi mig á að koma til sjúkrahússins, og þangað fór ég klukkan átta í morgun. Hún dreypti á teinu áður en hún hélt áfram: Hann hafði hengt mynd- irnar upp á skápinn með ljósa- pípunum í. Síðan talaði hann heilmikið sem ég man varla eftir, vegna þess að þá var ég farin að verða hrædd um að eitt- hvað alvarlegt hlyti að vera að mér. „Þaö eru einhverjir sam- gróningar hérna, sem mér lízt ekki á," sagði hann. Hann hélt ekki að það væri aivariegt, en hann viidi ekki eiga neitt á hættu heldur. Það voru hans óbreyttu orð. Hann ráðlagði ná- kvæma rannsókn og uppskurð. — Hverju svaraðir þú? — Ég tók enga ákvörðun, sagði hún. Ég varð skeifingu lostin. Hún stóð upp og gekk út að glugganum. Þar stóð hún lengi og horfði niður á götuna. Allt í einu sagði hún: — Lars, getur verið að ég sé með krabbamein? Lars Stenfeldt kveikti sér í sígarettu áður en hann svaraði: — Það held ég ekki. En sem læknir verð ég að hafa vaðið fyrir neðan mig og segja að ekkert sé útilokað en mögulegt að ráða bót á flestu. Hún hætti að standa við glugg- ann og settist hjá honum á legu- bekkinn. — Ég ætti kannski að fá mér sigarettu, sagði hún við sjálfa sig. Hann setti sigarettu milli vara hennar og kveikti í íyrir hana. Hún virtist óvön að reykja. — Hvað á ég að gera? sagði hún. Svar hans kom henni til að hverfa enn lengra inn í ullar- sloppinn. — Þú átt að segja mér í hvaða erindum þú komst til okkar á sjúkrahúsið í fyrsta skiptið, sagði hann. Hoffmann hefur ekk- ert sagt mér, og sjálf hefurðu þagað vandlega um það. Grete Rosenberg lét aftur aug- un. Hann virtist svo byrstur — það var háskólamaðurinn — læknirinn, sem talaði við hana. Ef hún segði honum nú allt af létta. Segði honum, ekki að- eins um þrautirnar, heldur einn- ig hvenær köstin ættu sér venju- lega stað: nokkrum klukku- stundum eftir að hún yrði ást- hrifin af karlmanni. Setjum nú svo að hann segði henni að fyrsta skrefið til úrbóta fyrir haná væri að fá sér elskhuga? Myndi hún þá geta sagt honum, að sérhver slík tilrauri væri fyrir- fram dauðadæmd vegna þess að einhver meinloka hjá henni gerði það að verkum að hún yrði utan við sig af skelfingu óðara og karlmaður snerti við henni? Nei, hún gæti ekki leitt hann i allan sannleikann. Hann var henni of mikils virði. Lars Sten- feldt. Hún vildi ekki að hann yrði henni doktor Stenfeldt. Hún viðurkenndi fyrir sjálíri sér að ef til vill væri þetta barna- skapur. En þetta var nú einu sinni svona. — Fæ ég ekkert að vita? sagði hann í umkvörtunartón. — Þú getur spurt mig, þá veitist mér það ekki eins erfitt. — Hefurðu verki í kviðarhol- inu? spurði hann, og rödd hans varð myndug. — Já. — Eru það stöðugir verkir eða koma þeir aðeins við og við? — Yfirleitt finn ég ekkert til. En stundum fæ ég mikil verkja- köst. Kuldalegt viðmót læknisins féll allt í einu af honum og hann andvarpaði. — Nei, Grete, það er ekki til neins. Þú vilt ekki segja frá, og ég vil ekki neyða þig til neins. — Ég hef ör eftir uppskurð á maganum, sagði hún. — Botnlangaskurður? sagði hann og stóð upp. -— Ég veit ekki hvað það var. Ég hef haft það síðan ég var á sjúkrahúsinu í fangabúðunum. Hann gekk að glugganum og leit út. — Þú ert orðin tuttugu og sex ára. Þú losnaðir úr fanga- búðunum snemma veturs 1945. Að réttu lagi ættirðu að geta munað eftir dvöl þinni á sjúkra- húsinu. En þú hefur bælt það timabil mjög rækilega niður I undirvitund þína. Hefurðu enga hugmynd um hvers vegna þú og móðir þín voruð sendar til sjúkrahússins? — Nei, sagði hún úrræðalaus. Þú spurðir þess sama í Kaup- mannahöfn. Ég veit það ekki. Ég veit aðeins að mamma virt- ist ekki veik þegar við fórum þangað — ef hægt er að segja að manneskja sé heilbrigð, sem er svo tærð af hungri að hún getur varla gengið upprétt. Eftir því sem ég man bezt var ég heldur ekkert veik. En ég man eftir nokkrum orðum, sem mamma sagði einu sinni. Eitt- hvað um að, það gerir ekkert til þótt ég sé veik ef aðeins þú færð að lifa, Grete! — Og þú fékkst þetta ör þar á sjúkrahúsinu? spurði hann til- finningalaust og snöggt eins og hann vildi hindra hana í að láta endurminningarnar ná tökum á sér. — Já. Mamma dó og ég varð kyrr á sjúkrahúsinu. Einn dag- inn sagði einhver — ég veit ekki hvort það var læknir eða hjúkr- unarkona — að ég væri líka veik. Ég var látin inn í her- bergi. Eftir það veit ég ekkert hvað gerðist. Ég býst við að ég hafi verið svæfð, en bæði það sem gerðist fyrir svæfinguna og löngu eftir það, er algerlega þurrkað burt úr minni mínu. Þegar ég var send aftur til búð- anna, var ég með langt, rautt ör á maganum. Það var allt og sumt. — Það er allnokkuð, sagði Lars Stenfeldt stundarhátt. Hann lokaði augunum, dró andann djúpt og reyndi að hugsa ekki um hið versta. Svo sneri hann sér að henni: — Grete, láttu Hoffmann bíða eftir svari. Ef hann gerir vart við sig aftur þá afsakaðu þig með hverju sem er. Segðu að þú hafir ekki leng- ur neina verki. Segðu hvað sem er, en reyndu um fram allt að forðast hann. — Hvers vegna? — Ekki af neinu sérstöku. Ég skal sjálfur líta á röntgenmynd- irnar. Hún fylgdi honum til dyra og nú óskaði hún þess að hann brosti við henni, kyssti hana ef til vill áður en hann færi. En hann virtist eins fjarhuga og hann væri i öðrum heimi. — Nú skalt þú ekki ganga á glóðum af sifelldri hræðslu, sagði hann uppörvandi. Lars Stenfeldt ók rakleitt til sjúkrahússins og hélt til deildar sinnar. Gangarnir voru hljóðir og kyrrlátir á þessum tíma kvölds. Vökukonan var nýbúin að fara stofugang. Næturþjón- ustan var að búa til kaffi í búr- inu. Hann gekk inn á lækninga- stofuna og opnaði skúffuna með sjúklingaspjaldskránni. O — P — Q — R... Þarna var Rádberg og Rudolfson og Rudberg og öll möguleg nöfn, sem byrjuðu á R. En ekkert spjald fannst með nafni Grete Rosenberg. Það hafði verið til. Hann sem hafði skrifað það sjálfur og sett það í spjaldskrána daginn sem hann sá Grete I fyrsta skipti þegar leið yfir hana inni hjá Hoffmann og hann hafði hliðr- að sér hjá að hafa nein frekari afskipti af henni. En hvar var það núna? Og hvar voru rönt- genmyndirnar? Hann gekk niður í röntgen- deildina og tókst eftir nokkra stund að finna lækni þann sem var á vakt og gat hleypt hon- um inn í filmusafnið. Eiginlega vakti það alís ekki undrun hans, að nafnspjald hennar var hvergi að finna í listanum. En hann mundi greinilega dagsetninguna sem myndirnar voru teknar og leitaði í þeirri viku. Filmurnar voru ekki til í safninu. Hoffmann hafði auðvitað tek- ið þær er hann hóf rannsóknir sínar að nýju. Ekkert var eðli- legra. En það var ekki eðlilegt að nafnspjaldið skyldi hverfa um leið og það var heldur ekki eðli- legt að sjúklingur væri tekinri út úr spjaldskránni úppi á lækn- ingastofunni fyrr en ár væri lið- ið. Vika leið. Stenfeldt hafði ekki aftur samband við Grete. Hann vildi ekki vekja henni óróa með því að segja henni að bæði mynd- irnar og spjaldskrárkortin væru algerlega horfin. Slíkar upplýs- ingar yrðu óumflýjanlega • til þess að hún færi að brjóta heii- ann um Hoffmann og allt sem honum viðkom og þar sem henni var það greinilega þvert um geð, afréð Stenfeldt að segja ekkert fyrst um sinn. 1 næstu viku gerðust tveir einkennilegir atburðir. Fyrst kom bréf frá Fraenkel ljósmynd- ara í Garmisch. Hann kvað sér þykja mjög leitt að geta ekki afgreitt umbeðna ljósmynd. En fáum dögum áður en hann fékk pöntun Stenfeldts, hefði hann fengið heimsókn af ættfræðingi, sem keypt hefði mikinn hluta af filmusafni Fraenkels fyrir álit- lega fjárhæð. En kaupin gátu því aðeins átt sér stað að ætt- fræðingurinn fengi sjálfar film- urnar, og enda þótt það bryti i bága við reglur Fraenkels hafði hann sagt við sjálfan sig að reiðufé væri betra en tuttugu og fimm ára gamlar filmur, sem sennilega kæmu aldrei að notum. Stenfeldt lagði bréfið neðst 1 skrifborðsskúffuna og andvarp- aði. Hefði hann verið fæddur spoi-hundur myndi hann nú hafa ráðizt að Fraenkel og komizt að því hver þessi ættfræðingur var. En hann fann ekki hina réttu hrifningarglóð yfir þessu sjálf- skipaða leynilögreglustarfi sinu. Honum hraus hálfgert hugur við að róta i þráðum, sem allir voru rammflæktir og ekki var unrit að fá heildarsýn yfir. Og innst inni var hann hræddur við þær 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.