Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 32
„Já, það gæti orðið anzi óþægi-
legt.“ Hún lyfti glasinu til að
dreypa á því aftur, en hætti við.
Fótatak heyrðist á leið niður
stigann.
Hurðinni var lokið upp.
Maðurinn, sem kom inn i stof-
una, var ljóshærður og þreklega
vaxinn. Aldur hans gat verið
hvar sem var frá þrítugu til
fertugs. Andlitið var svipmikið,
munnsvipurinn ákveðinn, augun
köld og á varðbergi. Hann var
mjög beinn í baki og skyrtan
var strengd um brjóstkassann.
Með marghleypubeltið um sig
miðjan virtist hann allt að því
einkennisklæddur.
Hann horfði i skyndi frá einu
til annars, meðan Arthur lokaði
dyrunum og flýtti sér til þeirra.
„Fyrirgefið að ég þurfti að láta
ykkur bíða,“ sagði hann. „Herra
Carey, þetta er yfirmaður minn.
Hann talar dálitið í ensku — ég
hef kennt honum það, en forðizt
löngu orðin. Hann veit, hver þið
eruð.“
Hinn nýkomni skellti saman
hælunum og hneigði sig lítillega.
„Schirmer," sagði hann kurt-
eislega. „Franz Schirmer. Þér
vilduð vist tala við mig?“
LEIÖ SCHIRMERS TIL ELAS.
Hvað snerti Schirmer liðþjálfa,
var styrjöldin á enda daginn
þann á Italíu, þegar hann hlýddi
skipuninni frá óreyndum liðs-
foringja um að stökkva út í fall-
hlíf yfir skóglendi. Samheldnin
og félagsskapurinn i úrvalssveit-
unum hafði skipt miklu máli
fyrir suma fallhlífarhermennina.
Schirmer liðþjálfa hafði þetta
verið það, sem hann hafði alltaf
skort í uppvextinum — trúin á
sjálfan sig sem karlmann. Fjög-
urra mánaða sjúkrahúsdvöl eftir
slysið, herrétturinn, endurþjálf-
unarstöðin, læknisrannsóknirnar
og flutningurinn til Grikklands
hafði verið honum eins konar
eftirmáli að eina tímabilinu í lífi
hans, sem hann hafði verið ham-
ingjusamur. Oftsinnis hafði hann
óskað þess, að greinin, sem
mjaðmarbraut hann, hefði held-
ur stungizt á kaf i brjóst hans
og orðið honum að bana ...
Hefði 94. setuliðssveit í Saloniki
verið herdeild af þeirri tegund,
sem hann hefði getað verið ofur-
lítið hreykinn af, hefði margt
getað orðið öðruvísi. En þvi var
ekki að heilsa. Liðsforingjarnir
voru, — að örfáum undanskild-
urn, eins og t. d. Leubner liðsfor-
ingja — verstu hengilmænur
hersins, liðsforingjar af þeirri
gerð, sem yfirmennirnir reyndu
að losna við eins fljótt og tæki-
færi gafst og sem eyða megninu
af herþjónustutíma sínum í að
bíða flutnings. Undirforingjarnir
voru óhæfir og spiiltir. Afgang-
urinn var ömurlegt samsafn
gamalla hermanna, lífstíðarör-
yrkja. heimskingja og þrjóta.
Eitt hið fyrsta, sem liðþjálfan-
um var skipað eftir komu sína
þangað, var að fjarlægja fall-
hlífardeildarmerki sin. Þetta var
kynning hans við herdeildina, og
með timanum lærði hann að
sækja huggun í fyrirlitningu
sína á öllu fyrirtækinu.
Undanhald Þjóðverja frá
Þrakiu var skömm og svivirð-
ing. Það fór allt í handaskolum
frá byrjun. Þannig voru það
fremur umferðarhnútar en
snjallar aðgerðir Phengaros, sem
leiddu til launsátursárásarinnar
á flokk Schirmers liðþjálfa.
Hann var einn hinna síðustu
frá herdeildinni, sem yfirgáfú
héraðið kringum Saloniki. Að
visu hafði hann aðeins fyrirlitn-
ingu á henni, en það aftraði
honum ekki frá að gera sitt ýtr-
asta til þess að flokkur hans
framkvæmdi gefnar skipanir af
stakri nákvæmni. Sem vopnaum-
sjónarmaður hafði hann engin
deildarverkefni og var undir
stjórn verkfræðiforingja, sem
leiddi sérstaka baksveit. Þessi
liðsforingi var Leubner, og hann
hafði fengið skipanir um að
framkvæma nokkrar mikilvægar
sprengingar á undanhaldinu.
Liðþjálfanum féll vel við
Leubner liðsforingja, sem hafði
misst aðra höndina á Ítalíu.
Hann fann, að liðsforinginn
skildi hann. Þeir skiptu baksveit-
inni á milli sín og liðþjálfanum
var falin stjórn annars flokks-
ins.
Hann keyrði menn sína og
sjálfan sig áfram miskunnar-
laust og þeim heppnaðist að
gegna sínum störfum í tíma og
í samræmi við gefnar áætlanir.
Aðfaranótt 23. október hlóðu
þeir flutningabila sína og óku
út úr Saloniki á fyrirfram
ákveðnum tima.
Skipun hans var á þá leið, að
aka til Vodena, sprengja upp
benzínstöðina við Apsalosveg-
inn og hitta síðan Leubner liðs-
íoringja á brúnni við Vodena.
Árla morguns var Schirmer
liðþjálfi kominn til Yiannitsa,
rúmlega hálfa leið til Vodena
og þar reyndi hann í örvænt-
ingu að komast fram hjá
skriðdrekadeild. Þetta lið hefði
átt að vera komið 75 kílómetr-
um lengra, en hafði tafizt af röð
hestvagna, sem lagt hafði tólf
klukkustundum of seint af stað.
Liðþjálfinn var tveim timum á
eftir áætlun, þegar hann ók
gegnum Vodena. Hefði hann ver-
ið stundvís, myndu menn Phen-
garos hafa orðið klukkustund of
seinir.
Það hafði rignt um nóttina, og
er líða tók á morguninn varð
óþolandi svækjuhlti. Þar að
auki hafði Iiðþjálfinn ekki sof-
32
FALKINN