Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 20
Hann nefndi hana „prinsessu“, og hann vissi að hún var helsjúk. Þrátt fyrir það kvæntist hann henni. Og það sem síðan gerðist er ekki hægt að skýra frá læknisfræði? legu sjónarmiði. Ást hans bjargaði lífi Seiju, stúlkunnar, sem lét ekki bugast. Hann kynntist henni á dansleik, ljóshærðri leggjalangri stúiku, alveg eins og hann vildi helzt hafa stúlkurnar. Hann var einmitt að líta í kringum sig eftir lögulegri hnátu, ung- ur maður fullur sjálfsöryggis og í ágætu skapi. Hann hafði líka fulla ástæðu til þess. Hann var aðeins 26 ára að aldri, en var þegar í allmiklu áliti sem rithöfundur. Gunnar Mattsson hét hann og hafði nýverið sent frá sér þriðju bók sína. Hún hafði fengið svo góðar viðtökur, að hálft Finnland kannaðist nú við þennan unga höfund. Hann gekk í hægðum sínum í áttina til ljóshærðu stúlk- unnar. „Hafið þér hitt prinsinn yðar í kvöld? spurði hann. Hún brosti ekki einu sinni. — Nei, sagði hún. Hún fylgdi honum í dansinum, en það vantaði alla fjör- sveiflu í valsinn. og honum fannst eins og hún héldi í við sig. Honum líkaði þetta ekki og var ákveðinn í að bjóða henni ekki upp aftur. En hún skyldi þó alltént fá að vita af hverju hún missti. Hann horfði í augu henni og hóf upp raust sína: — Það var einu sinni prinsessa sem gat ekki komizt á dans- leik . . Hún hlustaði ekki, það var auðséð, og skyndilega heyktist hún saman, muldraði einhverja afsökun og hljóp til dyra. Hann stjakaði sér milli dansfólksins og fór á eftir henni. Hún stóð fyrir utan dyrnar og kastaði upp. Nú, nú. naumast var það. hún var ef til vill drukkin. Ekki hafði það samt verið að sjá á henni. Hún rétti úr sér. — Ég bið yður afsökunar. — Það er ekki beint hægt að segja að Þér séuð rómantísk. Aimennileg prinsessa sem yfirgefur dansleikinn missir skóinn sinri í stiganum, en þér aftur á móti . . Hún reyndi að brosa, en það varð aðeins gretta. — Komið, ég skal fylgja yður heim. Það var ekki langt heim til hennar. Hún hét Seija og var hjúkrunarkona Meira fékk hann ekki upp úr henni. Drukkin var hún ekki. Sennilega magaveik. Einkennileg stúlka. Ekkert í áttina við þá kvengerð, sem hann hafði verið á höttunum eftir. Hann varp öndinni léttar. þegar hann var laus við hana. Hann hafði enga löngun til að fara strax heim í háttinn og fór aftur á dansleikinn. Og þar fann hann það sem hann hafði ieitað að: Pirjo, ljómandi snotra hnátu, iðandi af fjöri og lífsgleði Hún var líka hjúkrunarkona. , Pirjo sagði: — Voruð þér ekki að dansa við Seiju áðan? — Jú, en hún varð lasin. Hefur kannski borðað yfir sig. — Nei, sagði Pirjo. — Hún er veik. — Hvað er að henni, spurði hann. — Hodgkinssýkin. Vitið þér hvað það er? Hann vissi það ekki. — Sogeitlakrabbi. sagði Pirjo. — Engin von. — Hræðilegt. Og samt fer hún á dansleik. Pirjo var ekki veik. Þvert á móti mátti ef til vill segja, og hann dansaði við hana allt kvöldið. Á eftir spurði hann hana hvort hann mætti ekki bjóða henni upp á tesopa. — Jú, þakka þér fyrir, sagði hún, og kom með honum heim. En þegar þau voru setzt með tebollana heima í herberginu hans, fann hann að hugsanir hans leituðu stöðugt til stúlkunn- ar með sjúkdóminn ólæknandi, og hann spurði Pirjo, hvað hún vissi um þetta mál. Pirjo þekkti Seiju úr hjúkrunarskólanum. Hún var þó nokk- uð fróð um þennan sjúkdóm, vissi meðal annars latneska heitið á honum: lymphogranulomatose. ^ — Er þá ekkert hægt að gera við þessu? Það var þegar orðið of seint að reyna uppskurð, sagði Pirjo, þegar þetta uppgötvaðist. Það var fyrir fjórum árum, , skömmu eftir að hún útskrifaðist sem hjúkrunarkona. Heil- brigðisskýrslur sýna, sagði Pirjo, að 70% af þeim sem fá sogeitlakrabbamein deyja innan fimm ára. Þau horfðu hvort á annað, þau voru bæði ung og lífið blasti við þeim. Við henni blasti ekkert nema endalokin, senni- lega innan árs, og þó var hún ung eins og þau. — Hræðilegur dauðdagi, sagði Pirjo. — Það er eins og fólk brenni upp. Ég þekki það úr starfi mínu á sjúkrahúsinu. Pirjo var ekki næturgestur Gunnars þessa nótt. Hann vissi að hún var hissa á honum. en sjúka stúlkan fór honum ekki úr huga, og hann fylgdi Pirjo til dyra, þegar þau höfðu lokið við að drekka teið. HÚN VAR DAUÐVONA EN ÁTTI ÞÁ ÓSK HEITASTA AÐ EIGNAST BARN. Hugur hans leitaði oft til Seiju næstu daga með einkenni- lega blönduðum tilfinningum af hálfnauðugri meðaumkun. Nokkrum vikum síðar hitti hann hana á baðströndinni. Hún lá í sandinum og lét sólina baka sig. Hún var falleg þarna sem hún lá í sólinni, löng og fagurlimuð með sítt ljóst hár. Hann trúði því varla, að hún ætti að deyja næsta vor. Hún hafði ekkert á móti því að hann settist hjá henni, en ekki hafði henni farið fram með skrafhreifnina siðan síðast. Hann sagði henni að hann hefði snúið aftur til dansleiksins og hefði þá dansað við Pirjo. — Talaði hún um mig? — Já. Framh. á bls. 39. i FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.