Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Page 47

Fálkinn - 30.05.1966, Page 47
og það er mitt síðasta orð,“ anz- aði smahnn. Nú var kóngmum nóg boðið. „Takið hann og kastið honum í bjarnargryfjuna,“ skipaði hann. Smahnn var nú dregmn út úr höllmni. Kóngsdóttinn varð mjög hrygg, því hún vissi, að úr bjarn- argryfjunni hafði engmn komizt hfandi. Morgunmn eftir fór svo kóng- unnn að bjarnargryfjunni og átti ekki von á að sjá þrálynda smal- ann lifandi. En hann varð heldur en ekki hissa, því þarna sat smal- mn á tunnubotni og björninn hjá honum. Smalinn var alveg ómeidd- ur. Bangsi hafði ekki klórað hann, hvað þá meira. Kóngurinn skipaði honum nú að koma upp úr gryfj- unni. „Þú hefur nú fengið að kenna á reiði minni. Ef þú segir nú: Megi kónginum farnast vel, þá máttu fara aftur heim til þín. „Sama er mér,“ sagði smalinn, „gefir þú mér ekki dóttur þína, þá segi ég það ekki.“ „Þú verður að viðurkenna pabbi,“ sagði kóngsdóttinn, „að þetta er sannarlega hugrakkur smali.“ „Hugrakkur,“ öskraði kóngur- inn. „Kastið honum til úlfanna.“ Augu kóngsdóttunnnar fylltust af tárum. Björninn hafði verið einn, en hvernig gæti nokkur mað- ur sloppið lifandi frá heilli úlfa- hjörð? Varðmennirnir leiddu nú smal- ann á brott og hrintu honum í úlfagryfjuna. Daginn eftir fór svo öll hirðin til gryfjunnar, til að kanna afdrif smalans. Hann stóð þá í úlfagryfjunni sprell-lifandi og lék á hljóðpípuna sína, en úlfarn- ír dönsuðu í takt við hljóðfalhð allt í knngum hann. Þegar smalrnn sá kónginn, hætti hann að leika og hneigði sig fyrir honum. „Ætlarðu nú að segja það,“ mælti kóngunnn þreytulega. „Ég segi það því aðeins að ég fái kóngsdótturina,“ kallaði smal- inn, „sjáðu úlfarnir hafa ekki gert mér neitt.“ „Þetta getur ekki gengið svona,“ öskraði kóngunnn. „Kast- ið honum í hnífabrunninn.“ Hermenmrmr fóru nú meðsmal- ann að hnífabrunninum. Það var hræðilegt að líta ofan í brunninn, því út úr stóðu alls staðar hár- beittir hnífar í þéttum röðum. „Þeir, sem hér er kastað nið- ur, koma víst áreiðanlega ekki lif- andi aftur,“ mælti smalinn lágt. „Viljið þið líta undan litla stund, meðan ég bið mína síðustu bæn,“ sagði hann við varðmennina. Um leið og þeir sneru sér við, tók smalinn hljóðlega af sér húf- una sína, smalakápu og malinn smn og fleygði því ofan í brunn- mn. Þegar varðmenmrnir sneru sér við, sáu þeir fatnað smalans hanga í hnífsoddunum og héldu þá, að smalinn hefði sjálfur stokk- ið í brunninn og væri sokkinn til botns. Þeir fóru því til kóngsins til að segja honum dauða smal- ans. „Ha,“ sagði kóngurinn, „ég hef aldrei vitað af neinum, sem Framh. á bls. 50.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.