Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 40

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 40
SVKFNSÓFASKTT Ný gerð af settum. Sófanum má breyta i svefn- sófa með einu handtaki. Þægileg húsgögn í ein- staklingsherbergi og litiar íbúðir. Póstsendum. svmn s «.f. iirM.\4.\\\i:i(/jr\ Hverfisgötu 50 — Sími 18830. var glæsilegri framtíð og við- utan ung stúlka, sem átti að- eins nokkra mánuði eftir ólif- aða. En sjúkdómur hennar var honum sífellt í huga, — eða var það hún sjálf? Eða var það tilfinningin um það, hve hún var hjálparþurfi í einmana- leika sínum? Hann fór út að skemmta sér, hann hitti aðrar stúlkur og skemmti sér með þeim, — en allt í einu var hann farinn að hugsa um hana aftur og hringdi til hennar. — Hvernig líður yður? — Illa. — Á ég að heimsækja yður? Hann hafði sagt þetta út 1 blá- inn og vonaði að hún segði nei. En hún sagði ekki nei. Hún sagði aldrei nei, þegar hann hringdi í hana, og það fór svo, að eftir nokkurn tíma heim- sótti hann hana næstum hvern dag eða hitti hana einhvers staðar úti. Hann nefndi hana aldrei Seiju, heldur prinsessu, til minningar um þessa fárán- legu hugdettu, sem hann hafði fengið kvöldið sem hann kynnt- ist henni. Það hafði góð áhrif á hana. Kæri Astro'. Mig langar óskaplega mikið til að skrifa þér og biðja Þig að segja mér eitthvað um framtíðina og þá helzt sem mest. Ég er fædd 1947 og er í skóla núna. Heldur þú, að ég ætti að halda áfram að læra eða hætta og fá mér einhverja vinnu, og hvað mundi þá vera bezt fyrir mig að gera? Mig langar til að vita, hvernig ég og maður, sem er fæddur 1940, eigum saman. Hvenær ætli ég giftist, og verð ég hamingjusöm? Hvernig eru fjármálin? Eins og er, þá er ég mjög eyðslusöm og kann ekki með peninga að fara, ætli það hreytist nokkuð? Ég vonast til að sjá svarið sem fyrst. Með þakklæti. S. H. L. Svar til S. H. L.: Ég held að þér gefist tæp- lega tækifæri til að læra meira í bráð en að Ijúka því, sem þú ert í núna og þá meina ég skólasetu, því auðvitað á mað- ur alltaf að vera að læra eitt- hvað. Það er mikill misskilning- ur, að stúlkur þurfi endilega að leggja allan lærdóm á hill- una þó að þær gifti sig, þær ættu að reyna að halda við því, sem þær hafa þegar lært og bæta við sig eftir aðstæð- um. Þ‘ú ættir endilega að gæta þess að staðna ekki hvað þetta snertir, því að það munu ekki líða svo ýkja mörg ár, þangað til þú hefur fullan hug á að bæta við þig lærdómi, og það verður því léttara fyrir þig því betur sem þú hefur haldið við því, sem þú hefur þegar numið. Ég býst fastlega við, að þú munir stofna heimili á árinu 1967. Þú og maðurinn, sem þú talar um eigið nokkuð vel saman, en þú verður að gera þér grein fyrir, að hann er töluvert öðruvísi gerður en þú. Hann er mjög félagslyndur, en það held ég að varla verði sagt um þig. Ef þú getur samlagað þig þessu félagslyndi hans eða að minnsta kosti reynir ekki að aftra honum, þá gæti farið mjög vel á með ykkur. Að sama skapi yrði hann að taka það með í reikninginn, að þú ert mjög húsleg í þér og vilt hafa allt í röð og reglu en þolir ekki vel, að þér sé sagt fyrir verk- um. Það væri mjög ánægjulegt fyrir þig, ef þú gætir farið í utanlandsferð nú í sumar. Næstu árin verða án efa það annasöm, að þú færð ekki tæki- færi til að ferðast til útlanda aftur á næstunni. Eitt af því, sem þú verður að læra, er að fara með peninga, því ef þú gerir það ekki, verður hjóna- band þitt mikið erfiðara við- fangs. Þú ert ekki mjög eyðslu- söm i eðlinu, og ég held, að ef þú leggur þig fram gæti þér tekizt að vera hagsýn. Þú ættir endilega að halda reiknings- skap yfir það, sem þú eyðir. Á því lærirðu bezt, hvernig fjár- munum verður bezt varið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.