Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 17
HÆTTU- j LEGUSTU RANN- SÓKN- IRNAR AÐ er hættulegt að reyna að segja fyrir um hvað eldfjöll kunni að taka sér fyrir hendur. í septembermánuði ár- ið 1965, eða fyrir tæpu ári, fórust allir vísindamennirnir, sem staðsettir voru á Taal fjalli á Filippseyjum, vegna þess að spádómar þeirra voru ekki nákvæmir. Vitni segja að í skyndilegu sprengigosi hafi fjallið gleypt í sig rannsóknar- stöðina með öllu sem í henni var, jarðskjálftamælum, öðr- um vísindatækjum og mönn- unum. Ekki minnkar það á- hættuna að vísindamennirnir verða að vera á hættusvæðinu. Árið 1929 dvaldi eldfjallafræð- ingurinn Frank Parret í Puerto Rico sér til heilsubótar eftir áð hafa fengið áfall, bæði líkamlegt og andlegt, af að anda að sér eldfjallaeitri í 27 ár samfleytt. En hvíldin varð ekki löng. Fréttirnar um að Mt. Péle væri farið að bæra á sér, komu hon- úm af stað til Martinique eyj- ár. Þegar þangað kom voru íbúarnir skelfingu lostnir og það ekki að ástæðulausu. Árið 1902 hafði fjallið gereytt bæn- ilm St. Piérre í einni svipan, því var ekki að undra, þó að skelfingin gripi um sig. íbú- arnir voru í þann veginn að loka öllu á eftir sér, láta sykur- uppskeruna lönd og leið og koma sér í burtu. — Gefið mér vikufrest, sagði Parret og gekk á fjallið vopn- aðir hljóðnema og reynslu sinni einu saman. HljóSnem- ann bar hana að fjallinu og hlustaði það eins og læknir hlustar sjúkling. Mynd vísinda nútímans af eldfjalli er eitthvað á þá leið, að niður úr gígnum sé gangur að svelg um fimm kílómetr- um neðar, en þessi svelgur stendur svo aftur í sambandi við uppsprettusvelginn, sem er á 40 kílómetra dýpi. Bráðið grjótið, sem kallast magna, bullar og sýður í undirdjúpun- um, en þegar einhver hreyfing kemst á orsakar hún mikla jarðskjálfta. En þegar massinn þrengir sér úr efri svelgnum og upp á yfirborðið orsakar það minni háttar jarðhræring- ar. Nú til dags eru slíkar hrær- ingar skráðar á þéttriðið net af jarðskjálftamælum, sem einnig vara við þegar hraun- ið fer að streyma. Parret varð hins vegar að vera á staðnum og hlusta beint. Þegar vikan var liðin kom hann aftur til byggða og gaf skýrslu. Tappinn, sem hafði stíflað gíginn var laus orðinn og það var engin hætta á slíku sprengigosi eins og árið 1902. íbúarnir fleygðu sér um háls- inn á honum og kysstu hann. Síðan fylgdu heiðursmerki og annar virðingarvottur og laun. Það lítur helzt út fyrir að Parret hefði sérstakan hæfi- leika til að koma með góðar fréttir. Fyrr á starfsferli sín- um hafði hann verið sendur til að mæla gos úr Stromboli, sem er eldfjallaeyja í námunda við Sikiley. Fimm ítölsk her- skip lágu fram undan reiðu- búin að flytja íbúana á brott, ef Parret teldi það nauðsynlegt. — Það dregur stöðugt úr gos- inu og ég ætla að halda hér kyrru fyrir um sinn. Ekki er nein ástæða til að flytja íbú- ana á brott, sagði hann í skýrslu sinni. Parret er Bandaríkjamaður og hóf starfsferil sinn sem eld- fjallaljósmyndari í rannsóknar- stöðinni á Vesúvíusi í nágrenni Napólí. Sú stöð var reist árið 1845 og stóð enn þegar herir Bandamanna sóttu fram norður Ítalíuskagann árið 1944. Þá settist deild veðurfræðinga þar að, en forstjórinn, Guiseppe Imbo fékk til umráða eitt lítið herbergi og var leystur frá öll- um mannvirðingum. Þá var það sem Vesúvíus fór að bæra á sér og Imbo fékk þegar sína fyrri stöðu. Við þetta tækifæri var hið gamalþekkta napólíska 1. apríl gabb endurvakið, en það er að kynda bál á tindi eldfjallsins. Eldfjallafræðingar nútímans eru miklu betur búnir tækj- um, en Parret var. Fyrir tveim árum báðu yfirvöldin í Costa Rica Haroun Tazieff frá há- skólanum í Brussel að koma og athuga Irazu eldfjallið, sém olli þeim þungum áhyggjum. Hann bjó sig út með gasgrímu, asbestföt og trefjaglérútbúnaði til að verja sig fyrir grjótflugi. Síðan fór hann niður í rjúk- andi gíginn. Þangað flutti hann nákvæma jarðskjálftamæla og tók gassýnishorn. Aukið upp- streymi af vetnisklórgasi er gjarna undanfari goss. Forvitnir menn á skyrtunni A Haleakala er hæsta eldfjall heims. Það er undir stöðugu eftirliti, þrátt fyrir að það sé talið útkulnað. einni saman komust næstum jafnnálægt gígnum, því að veg- ur liggur alveg fram á barm- inn. Tazieff vildi láta loka veg- inum, en ekki var tekið mark á aðvörunum hans. Skömmu síðar varð smágos og afleið- ingarnar: tveir dauðir og tíu sárir. Aðalaðvörun Tazieffs hljóðaði svo: „Varið ykkur á regninu, því að heilu þorpin gætu farið á kaf, þegar staðvindaregnið steypist ofan hlíðarnar yfir öskudyngjurnar í fjallinu." Hinn raunverulegi brautryðj- andi í eldfjallafræði. Hann kom upp rannsóknarstöðinni á Mt. Péle og áður hafði hann kom- ið á fót annarri rannsóknarstöð á Kilauea fjalli á Hawaii. Flest tæki stöðvanna eru af þeirri gerð, sem sýnir hve hátt mass- inn stendur. Þegar hann stíg- ur upp að yfirborðinu, breytir hinu staðbundna þyngdarafli, segulsviði jarðarinnar og raf- straumum í jarðskorpunni. Þrýstingurinn undir skorp.uhni eykst stöðugt og fjallið blæs út eins og blaðra. Þá slær mjög nákvæmur mælir út. Þýðingu slíkra rannsókna getum við séð af því, að með þvi að bera saman niðurstöð- ur af mörgum mælingum með mismunandi tækjum, var hægt að flytja á brott alla íbúa bæj- Framh. á bls. 3& 17 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.