Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 33
ið í þrjátíu klukkustundir. Hann
átti erfitt með að einbeita augun-
um og varð að hrista höfuðið
duglega til þess að sjá 'greini-
lega. Og hugsanir hans höfðu
hvarflað í draumkenndri ósam-
kvæmni burt frá vandamálum
þeim sem fyrir hendi voru, til
árásarinnar á Eben-Emael, til
stúlku, sem hann hafði þekkt í
^annover —r og til þess leiðinda-
ciugnabliks í Saloniki fyrir tveim
qiögum, þegar hann kvaddi Kyru
hún hafði grátið.
Konutár komu ávallt illa við
hann. Það var ekki vegna þess
að hann væri svo viðkvæmur
gagnvart konum. Það var blátt
óíram af því, að gráthljóðið virt-
ist boða hans eigin ófarir. Það
var til dæmis þarna í Belgíu
þegar gamla konan hafði grátið,
vegna þess að hann hafði drepið
kúna hennar. Tveim dögum síðar
saérðist hann. Eða á Krít, þegar
aginn hafði krafizt þess að þeir
roðuðu nokkrum kvæntu mönn-
unum upp við múr og skytu þá
niður. Mánuði síðar hafði hann
fengið taugaveiki í Benghazi. Á
Italíu höfðu nokkrir ungir her-
menn klófest unga ítalska stúlku.
Hún grét eins og hún væri barin.
I Tveim dögum síðar varð slysið
í fallhlífarstökkinu ... Hann vildi
auðvitað ekki viðurkenna svo
órökræna og barnalega hjátrú.
Eh ef hann kvæntist einhvern
tíma, þá myndi hann velja
stúlku, sem ekki gréti, jafnvel
þótt hann refsaði henni duglega.
Hún mátti öskra eins og hana
lysti, hún mátti reyna að drepa
hann ef hana langaði til og
þyrði það — en grát vildi hann
ekki hafa. Hann boöaði ógæfu.
-Það var hægra framhjólið, sem
rakst á sprengjuna. Liðþjálfinn
fann bílinn lyftast upp broti úr
sekúndu, áður en hann skall
naeð höfuðið upp undir þakið.
Svo var eitthvað vott á andliti
háns og hann heyrði gjallandi
hljóð fyrir eyrunum. Hann lá
með andlitið niðri við jörðina og
allt var svart fyrir augum hans
að undanteknum deplandi ljós-
geisla. Eitthvað stakkst harka-
lega í síðu hans, en hann var
of máttfarinn til að kveinka sér.
Hann heyrði karlmannsraddir og
skildi að töluð var gríska. Síðan
hurfu raddirnar og hann tók að
íalla...
..Þegar hann komst aftur til
naeðvitundar, var ekki lengur
neitt vott á andliti hans, en það
strikkaði svo undarlega á húð-
inni. Ljósgeisiinn var þarna enn,
en hann deplaði ekki lengur.
Hann varð var við handleggi
sína sem voru uppteygðir eins
og hann ætiaði að fara að stinga
sér til sunds. Hann fann hjartað
slá — kvalirnar streymdu úr öll-
um líkamanum upp til höfuðs-
ins með hverju slagi. Hann
hreyfði fingurna og fann hvern-
ig þeir grófust í sand og möl.
Hann var nú méð fullri með-
vitund. Það var eitthvað að
augnalokum hans, og hann gat
ekki séð eðlilega, en hann hélt
áfram að stara á ljósgeislann og
hreyfði höfuðið örlitið til. Alit í
einu varð honum ljóst, að hann
stafaði frá litlum, hvítum steini,
sem lá í sólargeislanum. Loks
mundi hann, að hann vgr í Grikk-
landi og að jarðsprengja hafði
sprengt flutningabílinn í loft
upp. Með þvi að neyta allrar
orku, gat hann velt sér á hliðina.
Sprengingin hafði velt bílnum
og mölbrotið pallinn á honum en
stýrishúsið var óskemmt. Ekkert
hljóð heyrðist nema tístið í skor-
dýrunum og látlaust dropahljóð
frá bílnum. Hann hreyfði varlega
annan fótinn og fann mikinn
sársauka í mjöðminni, en það
hafði hann fundið alltaf síðan
slysið varð, ef hann var þreytt-
ur. Sýnilega var ekkert alvarlegt
að. Hann hleypti í sig kjarki og
reyndi að setjast upp. Nú upp-
götvaði hann að útbúnaður hans
var allur horfinn. Hann minntist
grisku raddanna og höggsins, og
honum fór að verða ljóst, hvað
gerzt hafði.
Hann hafði ofboðslegar þraut-
ir í höfðinu, en honum tókst að
komast á kné. Litlu siðar seldi
hann upp. Áreynslan gerði hann
magnþrota, og hann varð að
leggjast aftur til að safna kröft-
um. Hann vissi, að hann var
særður á höfðinu og sárið væri
ef til vill hættulegt. Það var
greinilegt að honum blæddi mik-
ið, en hann hafði oft séð foss-
blæða þannig úr yfirborðssárum
á höfuðleðrinu. innvortis blæð-
ing var öllu varhugaverðari. En
hann myndi nógu fljótt komast
að því. og við því gat hann hvort
sem er ekkert gert. Fyrsta verk-
efni hans hlaut að vera að kom-
ast að því hvað orðið hefði um
hina mennina og koma reglu á
hlutina ef mögulegt væri. Hann
reyndi enn að komast á fætur
og tókst það loksins.
Hann litaðist um. Armbands-
úr hans var horfið, en staða sól-
arinnar sagði honum, að enn
væri ekki liðin klukkustund frá
því að sprengingin varð. Bíl-
ræksnið lá þvert yfir veginn og
lokaði honum gjörsamlega. Lík
bílstjórans var hvergi að sjá.
Hann skjögraði út á miðjan veg-
inn og leit niður eftir hliðinni.
Annar bíllinn hafði numið stað-
ar á vegarbrúninni hundrað
metrum neðar. Þrir þýzkir her-
menn iágu á veginum við hliðina
á honum. Bak við sá hann glitta
í sóltjaldið á aftasta bílnum.
Hann lagði hægt af stað niður
veginn en varð að stanza hvað
eftir ahnað til að safna kröft-
um. Sólarhitinn var steikjandi og
flugurnar suðuðu um höfuð
hans. Honum fannst vegalengd-
in að öðrum bílnum ótrúlega
löng. Flökurleikinn yfirbugaði
hann aftur, og hann lagðist fyr
ir í skugganum af runna til þess
að jafna sig. Að stundarkorni
liðnu hélt hann áfram.
Hermennirnir á veginum voru
allir dauðir. öll vopn og annar
útbúnaður var horfinn, en inni-
haldi tveggja bakpokanna hafði
verið fleygt á jörðina.
Nú gat hann séð þriðja bílinn
án þess að neitt bæri á milli —
og í honum fleiri dauða menn.
Einn þeirra hékk út úr hliðinni.
Hann var skorinn á háls. Það
leit svo út sem þeir hefðu allir
farizt. Hernaðarlega séð var
flokkurinn úr sögunni. Hann gat
því með góðri samvizku snúið
sér að því að tryggja eigin ör-
yggi-
Hann hallaði sér upp að flutn-
ingabilnum til þess að hvíla sig
aftur — og kom auga á spegil-
mynd sína í afturspeglinum.
Blóðið var storkið í hári hans
og ennfremur í öllu andlitinu.
Höfuðið var jafnómennskt að sjá
og það hefði verið flatt í klessu.
Það var auðskilið, hvers vegna
hinir grisku andartes höfðu álit-
ið hann dauðan.
Snöggur ótti gagntók hann.
Óvinirnir voru horfnir í bili, en
það var ekkert líldegra en að
þeir myndu koma aftur innan
skamms með bílstjóra í hina tvo
nothæfu bíla. Það var jafnvei
hugsanlegt að þeir hefðu skilið
eftir vörð og að hann væri ein-
mitt á þessu augnabliki að miða
riffli sínum á hann. En á samri
stundu sagði skynsemin honum,
að enda þótt svo væri, myndi
maðurinn þegar hafa haft kapp-
nógan tíma til að skjóta hann.
Engu að síður var staðurinn
of hættulegur. Ef þorpararnir
kæmu ekki aftur, myndi ekki
iíða á löngu áður en íbúar hér-
aðsins kæmu á vettvang til að
ræna. Það var af nógu að taka:
stigvélin, benzinbrúsarnir, hjól-
barðarnir, verkfærakassarnir.
Hann yrði að hafa sig á brott
sem skjótast.
Hann hugsaði snöggvast um
hvort honurn myndi takasl að
ganga til benzinstöðvarinnar. en
gaf það strax á bátinn. Jafnvel
þótt hann hefði krafta ti) þess
voru ekki miklar líkur fil þess
að hann gæti komizt hangað
óséður um hábjartan dag Og á
þessum slóðum gat særður, ó-
vopnaður þýzkur hermaður eins
og á stóð prísað sig sælan, ef
hann yrði ekki pyndaður, áður
en hann væri grýttur í he) af
konunum. Enn hættulegri virt-
ist honum leiðin til Vodena. Hann
yrði þvi að biða myrkursins. Þá
ynnist honum líka tími ti) að
endurheimta krafta sína. Það
stóð honum skýrt fyrir hugskots-
sjónum: hann yrði að finna vatn,
mat og fylgsni. Seinna gæti hann
svo tekið ákvörðun um næsta
skref — ef hann héldi lífi.
Öllum hermannapelunum hafði
verið rænt. Hann dró tóman
benzínbrúsa út úr bílnum og lét
kælivatnið renna í hann. Þegar
hann var hálfur, varð honum
Ijóst, að hann myndi ekki hafa
krafta til að bera meira. Það
var enn mikið eftir í kælidunk-
inum og það var ekki of heitt
til að drekka það. Þegar hann
hafði svalað þorstanum, vætti
hann vasaklút í vatninu og þvoði
blóðið af andliti sínu og augum.
Sjálft höfuðið lét hann eiga sig
til þess að blæðingin byrjaði
ekki aftur.
Næst var það maturinn. Grikk-
irnir höfðu tekið matvælapok-
ann, en hann þekkti sína menn
og leitaði í verkfærakassanum.
Þar voru tveir nestispakkar,
nokkrar súkkulaðiplötur og úlpa
bilstjórans. Hann stakk matvæl-
unum i vasann á úlpunni og
lagði hana yfir herðarnar. Svo
tók hann vatnsbrúsann og bökti
seinlega upp veginn.
Hann hafði þegar valið sér
fyigsni. Hann mundi hve sak-
leysisleg fjallshlíðin fyrir ofan
hafði sýnzt, þegar þeir komu
akandi, og hversu vel hún hafði
leynt árásarmönnunum. Hún
myndi veita honum samsvar-
andi skjól. Hánn gekk út af veg-
inum og byrjaði að klifra.
Það tók hann hálfa klukku-
stund að klifra hundrað metra.
Einu sinni varð hann að liggja
kyrr í tíu minútur allt of magn-
þrota tii þess að halda hinni
kvalafuilu uppgöngu áfram.
Hann varð að draga þungan
FÁLK.INN 33