Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 29
Láti hann þessi ljóðin mín loða í eyrum sinum, góði Fúsi, gefðu vín guðsbörnunum þínum. Forláttu af frómieik þín íljótlega vísur skráðar, eh kærleiksfulla kveðju mín keyrðu í mæðgur báðar. Þótt þannig megi finna góð- íátlega bietti meðal þess sem þeim Fúsa og Sigurði fór á milli, eru þjóðsögur á einu máli um að þeir hafi haturs- menn verið. í júnímánuði 1688 varð sá atburður í góðu veðri að Sig- urður drukknaði á sjó á ferð undan Jökli. Leingi hefur loðað við það sviplega slys sú trú að þar hafi Fúsi verið að verki, og fer um drukknun þessa mörgum sögum; skal hér ein þeirra tilfærð, enda sameinar hún flest það sem munnmæli þessi telja kjarna málsins: „Einu sinni fór Sigurður skreiðarferð á skipi innan úr Dölum út undir Jökul. Segir ekki frá ferðum hans fyrri en hann var á leið kominn til baka Var þá byr góður og skip- ið skreið undir segli og sat Sigurður undir stýri fyrir aftan stakk. Sáu menn þá stórfisk koma upp ekki alllangt frá skipinu og svam hann óðfluga að skutnum svo ekki var undanfæri og að Sigurði og kippti honum útbyrðis, en gleypti þó ekki. Sigurður svam lengi eftir skipinu og léituðu hásetar á aiiar lundir við að ná honum, en gátu með engu móti, og lauk svo að þeir sáu hann loks sökkva. Sama dag réri Leirulækjar- Fúsi við þriðja mann á báti fyrir Mýrar. Þegar þeir voru 1 sátri, vissi ekki fyrri til en Fúsa var í svip kippt útbyrðis af bitanum. Náði Fúsi sund- tökum og svamlaði lengi og gekk þó mjög erfitt að halda sér á floti, framar því sem venja var unz hann gat náð í borðstokkinn. Vildu þá menn hans draga hann inn, en gátu með eng'u móti; svo þungt finnst þeim neðan í toga. Fúsi bað þá losa aðra hönd sína og gjörðu þeir svo. Fúsi fer inn í barm sinn og tekur þaðan bókina er hann forðum hafði stolið frá Sigurði, kastaði henni af hendi í sjóinn og sagði: „Taktu nú við bölvaður; þú hefur lengi eftir henni sótt,“ Losnaði þá Fúsi og drógu há- setar hann inn og gekk greitt Þá mælti hann: „Fast var á tekið að ofan, en fastara þó að neðan. Nú er Siggi dauður, en sá er munurinn okkar að Fúsi flaut, en Siggi sökk.“ Þá kvað Fúsi vísu þessa: Sigurður dauður datt í sjó dysjaður verður aldri, í iilu skapi út af dó og í ramma galdri.“ Sú varð og raunin, að lík Sig- urðar fannst aldrei, og leingi virðist ættmönnum hans hafa verið brugðið um þennan dauð- daga hans, sem væri hann af völdum gernínga. Kom það alloft niður á Jóni syni hans, þegar hann var á legg kominn. 7. Þegar hér er komið sögu er Fúsi á góðum aldri, um fertugt, en eftir þetta verður fáu tjald- að til sögu hans nema sundur- lausum sögnum; en munnmæli um kynlegt framferði og kvið- línga hans eru mýmörg og flest á eina bók lærð. Mikið fer þar fyrir brúðkaupsvísum hans, en hann virðist hafa set- ið um að komast í brúðkaups- veizlur og mæla í Ijóði fyrir minni brúðhjóna á sína vísu. Fæst af því er prúður skáld- skapur, og endirinn þó sízt, því það er áberandi einkenni á mörgum vísum Fúsa að þar eru einhverjar hrellíngar í síð- ustu orðunum þótt hitt séu jafnvel himneskar óskir. Þetta kvað hann í einu brúðkaupi: Ykkur vil ég óska góðs, ekki er mér það bannað; eftir staupa fylli flóðs farið þið- hvort á annað. Þessa visu gerði hann einnij; við hjónaskál: Brúðhj ónunum óska ég að þau éti vel smér, fiskinn með feiknum rífi, flotinu ekki hlífi, ketið með kappi snæði kvikindishjónin bæði. Varðveitt er eftir Fúsa lángt kvæði, sem kallað er Festaröls- vísur; á hann að hafa sent þær til brúðkaups nokkurs, þar sem óvildarmenn hans áttu í hlut, og er kvæðið níðfeingið mjög. ....... En kunnast brúðkaupsljóða Fúsa er þessi vísa, sem súngin hefur verið undir tvísaungs- lagi: Brúðhjónanna bolli berst að höndum mér, í tízkunni ég tolli og tala svo sem ber: Ávaxtist sem önd í mó eða grásleppa í sjó. Hér á enda hnoða ég ró og haldið þið piltar við. Aðrar sagnir af Fúsa við ýms tækifæri skulu hér nokkr- ar saman færðar, og er þó mörgum sleppt. Eitt sinn kom Fúsi á bæ einn og bað húsfreyju að gefa sér að drekka; hún bað hann að vagga barni sínu meðan hún sækti drykkinn. Hann gerði svo; en þegar konan kom með drykkinn var Fúsi að raula við barnið: Varastu þegár vits fær gætt til vonds að brúka hendur. Það er gjörvöll þjófa ætt það sem að þér stendur. Faðir og móðir furðu hvinn, frændur margir bófar, ömmur báðar og afi þinn, allt voru þetta þjófar. Eitt sinn missti kona nokkur mann sinn, og var hún leingi óttaslegin útaf óvissunni um sálarheill hans hinum megin. Hún rakti raunir sínar fyrir Fúsa, en hann lét illa yfir og kvað vísu þessa: ; Fjandinn hefur sótt hans sál, sem þeim flestum lógar; hann er kominn í heljar bál og hefur þar píslir nógar. Konan reiddist, en sýndi aldrei framar áhyggjur af þessu máli. Eitt sinn hitti Fúsi séra Hall- grím Pétursson; var prestur að rista torf í mýri, og vissi Fúsi ekki hver hann var. Fúsi kvað: Skálkurinn hefur skammarorf í skitinni loppu sinni; mannhundurinn mer upp torf úr mýrarháðúnginni. Séra Hallgrímur á að hafa svarað: Ef þú svona aldur þinn elur lífs úm tíðir, held ég einhver höggstaðinn hitti á þér um síðir. Þóttist Fúsi þá vita hver hann.var og fýsti ekki að eiga meira við hann. Annars er til lýsíng á séra Hallgrími eftir Fúsa, sem á kerskilegan máta styður það álit að passíusálma- skáldið hafi stamað og verið stirðmæltur: Ester múti anzar brátt orða stamur í sátri, prestur í skeggið gaular grátt: Glor-or-oria pátri. Eitt sinn mætti Fúsi konu í þraungum gaungum og kvað til hennar: Ég sting mér niður og steypi af dás; stattu ei nærri, kona Mér er ekki markaður bás meir en svona og svona. Sýndist konunni Fúsi steypa sér í jörð niður þóttist síðan heyra til hans að baki sér. „Einu sinni kemur maður nokkur til Fúsa með mikinn verk í augum, og biður hann að lækna sig. Fúsi bregzt vel við og segist skulu gera það. Krotar hann á blað og segir manninum að binda seðilinn fyrir augun, en hann megi með engu móti taka hann frá augun- Framh. á bls 43. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI t<5k saman ... Teikning HARALDUR GUDBERGSSON FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.