Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 25
UNDARLEGIR HLUTIR Maiurinn sem gekk • r s|cnum DAG einn í júní sumarið 1965 leigði miðaldra Englend- ingur sér róðrarbát hjá fiskimanni á Walchern undan ströndum Hollands og reri til hafs, að því er virtist bara út í bláinn. Hann reri þannig áfram í þrjár klukkustundir en stanzaði annað slagið til þess að líta niður í sjóinn, og við og við reyndi hann að finna botn með stöng, því að þarna var talsvert dýpi. Um síðir sneri hann við og hélt til lands. Hann var nú orðinn viss um eitt: Fyrir tuttugu árum hafði hann á þess- um stað bjargazt til lands með dularfullum hætti, hann hafði gengið nærri fjórar mílur á vatninu. Síðan þetta gerðist hafði hann oft velt fyrir sér þessari furðulegu björgun er hann særður og ósyndur fleygði sér út úr flugvél yfir Norðursjó eftir að vélin hafði verið eyðilögð í loftorrustu. Hann hafði jafnan haldið að hann hefði lent á sandrifi af einhverri tilviljun, en þegar hann skoðaði sjókort af staðnum og einnig nú eftir að hann hafði róið þarf út á sjóinn, taldi hann sannað að þar hefði ekkert sandrif getað verið. Norman Francis varð þrítugur daginn sem hann lenti í þessari svaðilför. Hann var bakskytta á Stirlingflugvél sem þennan dag var send til Þýzkalands til órása: þetta var ein af síðustu spi'engjuárásunum sem gei’ðar voru á Þýzka- land. Allt í einu var þýzk oi’rustuflugvél komin yfir þá og lét vélbyssuskothríðina dynja á þeim. Sprengjuflugvélin tók dýfu, steyptist og tók að hrapa. Rödd flugstjórans glumdi í talkerfinu. Stökkvið út strák- ar, við erum klárir. Norman Francis náði í fallhlífina og henti sér umsvifa- laust út. Loftstraumurinn frá skrúfunum þreif hann og svipti honum til. Hann fékk þungt högg á bi’jóstið af öðrum vængnum og hafði aðeins ráðrúm til að kippa i opnunai’- strenginn áður en hann missti meðvitund. En flugvélin steyptist í hafið. Hann virðist ekki hafa verið í öngviti nema nokkrar sekúndur, því að er hann raknaði við sveif hann í fallhlíf- inni í tíu þúsund feta hæð. Langt niðri sá hann sindra á hafflötinn í mánaskininu. Hann reyndi að stjórna fallhlífinni með því að taka í strengina, en það stoðaði harla lítið. Þetta var algerlega vonlaust. Hann var margar mílur undan ströndinni og ósyndur. Um leið og hann hlammaðist í sjóinn þrýsti hann á hnappinn sem krækti honum frá fallhlífinni. en strengirn- ir flæktust engu að síður um fætur hans eins og armar á kolkrabba. Honum tókst þó að vera rólegur, gat losað sig og kraflað sig upp á yfirborðið. — Ég hefði átt að vera í bjargvestinu, en ég var svo óhygginn að gera það ekki. mér þótti of þröngt um mig í skotturninum, ef ég var í vestinu. — Ég man að ég hugsaði, segir hann ennfremur: Ég kann ekki synda, hvað er ég þá eiginlega að stritast? Ég var viss um að endalokin voru komin. Hann man eftir ísköldu vatninu og næturmyrkrinu sem luktist um hann er hann barðist þarna fyrir lífi sínu eins og lítið fis á sænum. í fyrsta sinn greip hann skelfingaræði. Það sem gerðist næst á eftir er svo undarlegt að Francis veigraði sér við að segja frá því í mörg ár. — Ég geri ráð fyrir að ég hafi verið fjórar mílur frá ströndinni er flugvélin hrapaði. Ég bjóst við að það væri úti um mig. En allt í einu var ég þai’na standandi á haf- fletinum. Eða réttara sagt: ég stóð á öði'um fætinum. Og inni í höfðinu á mér var sem einhver segði. Taktu þetta í'ólega, þú sérð um þig. — Ég stóð á einhverju sem var fast undir fæti og þó mjúkt, og ég fann að ég gat gengið. Brátt náði vatnið mér ekki nema í hné, og ég tók að staulast áfram í áttina til lands. Ég missti alla tilfinningu fyrir tíma og áður en langt leið var farið að bii’ta af degi og ég sá ströndina eins og mjóa rönd í fjarska, sennilega í tveggja mílna fjarlægð. Ég hélt áfram og áfram, unz þessi mjúki feldur sem ég gekk á breyttist í þéttan sand undir fótunum á mér. Næst man ég það að ég var að klóra mig upp á milli steinanna á öldubi’jóti. Ég man að ég sá vindmyllu og nokk- ur hvít hús. Það kostaði hann eina klukkustund til viðbótar að kom- ast til manna en loks kom hann að húsdyrum og barði. Gamall maður lauk upp og þarna fékk hann mat og að- hlynningu. En svo var hann afhentur þýzku yfirvöldunum, fólkið -vildi ekki stofna sér í þá hættu sem það hafði i för með sér að hjálpa enskum flugmanni. Það sem eftir var styrjaldarinnar var Francis í þýzkum fangabúðum, og í tuttugu ár vax'ðveitti hann ævintýri þess- arar nætur sem leyndarmál. En 1965 fékk hann sér frí frá starfi sínu, en hann Viiin- ur sem vei’kstjóri í vérksmiðju, og skundaði til Hollands. Hann hafði upp á staðnum þar sem hann hafði kraflað sig í land. Allt virtist með sarna svip og fyrir tuttugu árum. Hann óð út í sjóinn, og hann óð dýpra og dýpra. Hér var ekkert sem hélt honum uppi. Og þó að hann færi út á bátn- um varð hann einskis vísari er skýrt gæti undrið, engin rif, ekkert grunn. — Ég bað þess að það ger'ðist kraftaverk, segir Francis, og það varð. Er til nokkur önnur skýring á því að ganga á sjónum? FÁLKiNN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.