Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Page 41

Fálkinn - 30.05.1966, Page 41
ALMENNAR TRYGGINGARg PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 EINN GÓÐAN VEÐURÐAG KOMST HANN AÐ RAUN UM, AÐ HANN ELSKAÐI HANA. Hann var oftsinnis vitni að köstum þeim sem hún fékk. Það var eins og hún gæti ekki náð andanum, og hún fékk margar slíkar andþrengslahvið- ur með stuttu millibili. Hann sá hvernig hún þjáðist af margs konar óþægindum: stöð- ugum kláða eða ertingu í húð- inni; gigtarverkjum um allan líkamann; langvarandi svefn- leysi og hitaköstum þess á millL Honum fannst það orðið sjálf- sagt, að hann væri samvistum við Seiju, leit á það sem mann- lega skyldu sína. Hann fylgdist með því að hún tæki meðulin, sem læknarnir fyrirskipuðu. Og hann fylgdi henni reglu- lega til sjúkrahússins, þar sem hún fékk geislameðferð. Að öðru leyti var ekkert á milli þeirra. Honum féll æ betur við hana eftir því sem hann kynntist henni betur. Þolgæði hennar í hinum erfiða sjúkdómi vakji aðdáun hans. Hann heyrði hana aldrei mæla æðruorð. Hann horfði á hana búa til te og naut þess að horfa á róleg- ar hreyfingar hennar. Honum geðjaðist að rödd hennar, aug- um hennar, löngum fótleggjum hennar. Og dag nokkurn rann það upp fyrir honum, að hann elsk- aði hana. Hann las íbúðaauglýsingar í blöðunum, fór og skoðaði ibúð- ir og tók á leigu snotra tveggja herbergja íbúð. Síðan fór hann til hennar. Hún lá í rúminu með hita. Hann sagði: — Ég er búinn að taka á leigu tveggja herbergja íbúð með baði á mjög skemmtilegum stað. — Jæja, einmitt það. — Já, íbúðin mín er ekki nógu stór. — Stór fyrir hvað? — Æ já, það er satt, ég gleymdi að segja þér það. Ég ætla að giftast þér. — Þú ert brjálaðuf. — Viltu það? spurði hann. — Ég er ekkert ómyndarlegur maður, á sínum tíma var ég meðal annars drengjameistari í kringlukasti, og ég kann þrjá jólasálma utanbókar. — Farðu, sagði hún. — Fyrst verðum við að ákveða brúðkaupsdaginn. Hún dró sængina upp fyrir höfuð. Hann stóð og beið eftir svari hennar. Hún hreyfði sig ekki, og hann var að hugsa um að fara, þegar hann heyrði rödd hennar undan sænginni. — Ég á orðið þó nokkuð af handklæðum og dúkum og þess háttar. En, sagði hún, — ég á engin húsgögn. — Þú vilt það þá? — Já. En þú verður að lofa mér því að þú elskir mig. Hann lofaði alls engu. Gunnar Mattsson, rithöfund- urinn ungi, hafði verið að leita sér að lífsförunaut, hraustri myndarlegri stúlku sem væri hrifin af ævintýrum, gufusánu og gömlum hlutum, einkum þó og sér í lagi Gunnari Mattssyni. Stúlku, sem gæti átt með hon- um hóp af hraustum börnum og búið með honum á drauma- eyjunni hans. Og hvað gerði hann? Hann kvæntist fársjúkri manneskju, sem samkvæmt heilbrigðisskýrslum var dauða- dæmd. „ÞÚ VEIZT ÓSKÖP VEL, AÐ HÚN ER AÐ DAUÐA KOMIN.“ Þegar Pirjo heyrði um þessi giftingaráform, kom hún til hans. Hún var alltaf að elta ólar við hann. — Ertu genginn af vitinu? sagði hún. — Þú veizt ósköp vel, að hún er að dauða komin. — Hvað kemur það þér við? — Og ef hún verður ófrísk, fær hún ekki að ganga með barnið. — Hvers vegna? — Af því að þá verður að hætta að geisla hana. Ég segi það alveg satt, Gunnar, ég held að þú hljótir að vera genginn af vitinu. Hann rak Pirjo út. Og hann hugsaði með sér, að það skyldi aldrei koma fyrir að Seija yrði barnshafandi. Hugmyndin um hrausta unga konu, sem æli honum hóp af börnum, hvarflaði ekki lengur að hon- um. Hans hlutverk var, að því er honum fannst, að reyna með öllu móti að lengja líf Seiju, þó það væri ekki nema um fá- eina mánuði. Hann sá um að hún færi alltaf reglulega f geislun og tæki töflurnar sín- ar á þeim tímum sem lækn- arnir höfðu fyrirskipað. Hann þekkti sjúkrasögu hennar út í æsar, vissi að sjúkdómurinn var kominn á það stig, að hann hafði ráðizt á lungun. Útlitið virtist vonlaust. En hann hugs- aði sem svo, að létt lund, lífs- gleði og ást gæti gert sitt til að treina lífslogann nokkru lengur, og hann gaf henni eins mikið og honum var unnt af öllu þessu. „ÉG ÞRAUKA ÞAR TIL BARNIÐ ER FÆTT.“ Dag nokkurn sagði hún: — í dag fer ég ekki í geislun. — Hvers vegna ekki? — Ég á von á barni. Hann varð skelfingu lostinn. — Þú veizt, að það er ekki hægt að sleppa geislameðferð- inni. — Mér er alveg sama. Það er barnið sem skiptir máli, og það á að fæðast hraust og heil- brigt. — En þú fæðir það bara alls ekki í heiminn, ef ... Hún sagði að hún mundi fæða barnið, honum væri óhætt að reiða sig á það. Þegar hún sagði þetta, trúði hann henni, svo ljómandi var hún af öryggi og sigurvissu. En þegar frá leið fór hann að hugsa um lungnamyndirnar og hvaða áhrif það hefði, að hætta geislameðferðinni, og hann fór til læknisins þeirra, án þess að hún vissi. Á leiðinni taldi harin kjark í sjálfan sig með því að hugsa um óbifanlega fullvissu Seiju, en trúin fölnaði skjótt fyrir staðreyndum læknisfræðinnar. Barn? Kom ekki til mála. Mælt með aðgerð sem fyrst, og slíkt mátti ekki koma fyrir aftur. Þess vegna yrði að gera hana ófrjóa. Og þó ekki væri annað, hvað var hún komin langt á leið? Á þriðja mánuð? Sem sagt meira en sex mánuðir eftir. Læknir- inn horfði á Gunnar. Var hann að hugsa um heilbrigðisskýrsl- umar, sem bentu til þess, að það væru ekki einu sinni sex mánuðir, sem Seija ætti eftir ólifaða? Gunnar fór heim, ákveðinn í að fá hana tii að samþykkja tiliögur læknisins, sem voru augljóslega það skynsamlegasta sem hægt var að gera. Hann fékk hana ekki til eins eða neins. Hún lét hann tala brosti, hristi höfuðið. Henni varð ekki haggað. Og hún neit- aði að fara á sjúkrahús. Óþægindi meðgöngutímans bættust nú við vanlíðan henn- ar af sjúkdómnum. En Seija lét sem ekkert væri. Þegar köstin nálguðust, fór hún inn í baðherbergið og lokaði að sér. Og þegar þau voru liðin hjá, kom hún brosandi fram. Hún SUPER Til hreingerninga og í upphvottinn Heitdsölubirgðir Krístfán Ó. Skagfjörð Stmi 24120 FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.