Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 12
f HRIF þess eru margvísleg -í*- og furðuleg. Sami maður getur orðið fyrir mismunandi reynslu og mismunandi persón- um reynast þau ærið sundur- leit. Undarlegir litir flögra fyrir sjónum manna, hljómar hafa lit, litir hafa hljóm. Dauð- ir hlutir öðlast líf, maður get- ur skynjað sjálfan sig í tré eða blómi, eða þá að honum finnst hann svifa fyrir utan sjálfan sig, og komizt hefur verið svo ■að orði að þessu fylgi stund- um eins konar „snertur af dauða“. Tilveran breytist með manninum sem skynjar hana: Takmörk rúms og tíma riðlast, stundum kemur yfirskilvitlegur friður og trúarlegt innsæi inn í eðli mannlífsins, en stundum er eins og manni sé sökkt niður í víti þjáninga og eyðingar. Miklu fleiri hafa þó fagra og ljúfa sögu að segja. Og menn sem venjulega eru ekki taldir neitt trúhneigðir nefna guð oft í lýsingum sínum. Þetta eru sundurlaus dæmi um það hvernig það orkar á menp að neyta undralyfsins LSD, og svipuð áhrif eru af hinum tveimur öðrum undra- lyfjategundum sem mest er um taiað;- psilocybin og mescalin. Þéssí lyf éru venjulega köll- uð ofskyrijanalýf. Þau eru ekki venjúleg eituríyf, ósambærileg við heróín eðá ópium og annað þess háttar. Neyzla þeirra get- ur erðið að ávana, en þau eru ekki eiturlyf í þeim skilningi að menn hljóti að verða að ánauð- ugum þrælum þeirra ef þeirra er neytt Þar við bætist að menn verða ónæmir fyrir a. m. k. LSD ef ekki líður viss tími á milli. En nú er líka farið að nefna þau öðru nafni: hug-opn- andi lyf,. psychedelic (hug-opn- andi eða hug-birtandi) sökum þess að þau opni vitund manns- ins, leiði í ljós hvað inni fyrir býr. Um eðli og verkanir þess- ara lyfja er fátt eit't vitað með fullri vissu, en þau eru þó — einkum LSD sem er langsterkast — þegar orðin heimssensasjón, eitthvað sem virðist benda fólki á nýja til- veru í framtíðinni. Og alveg nýlega hafa blöð í Ameríku verið full af fréttum af alls konar furðulegum fyrirburðum og óhöppum í sambandi við LSD inntökur. Enda þótt hér sé um að ræða lyf, en hvorki mat eða sælgæti, hefur verið tiltölulega auðvelt að verða sér úti um það í Ameríku og víðar, sennilega meðfram af því að það er naum- ast talið hættulegt og reglur óskýrar um notkun þess. Fyrir því hafa margir prófað það af forvitni og af löngun til að gera gráan hversdagsleikann svolítið litskrúðugri, og vísinda- mönnum sem trúað var til að gera tilraunir með lyfin hefur verið borið það á brýn að þeir hafi notað aðstöðu sína gálaus- lega, jafnvel farið að verða hrifnari af áhrifum lyfjanna en hinum vísindalegu niðurstöð- um. Hér er einkum um að ræða tvo prófessora frá Harvardhá- skóla, Timothy Leary og Ric- hard Alpert, sem báðum hefur verið vikið frá starfi. Utan um þessa tvo menn hefur nú mynd- azt eins konar hreyfing áhuga- manna um hugopnandi tilraun- ir, en þeir telja að ofskynjana- lyf megi ekki einasta nota til lækninga á venjulegan hátt - það séu bara smámunir hjá hinu - þau megi líka nota til að bæta rnannlífið, þau opni vit- und mannsins og breyti henni, og með þetta fyrir augum eigi að haga rannsóknum á þeim. Og staðhæft er að þau hafi a. m. k. í sumum tilfellum svipuð áhrif og lýst er í yoga og myst- ískri reynslu, þau veki djúpa trúarlega innsýn, brjóti niður múra milli manna og skapi kærleika til mannkynsins. En þó að þeir félagar hafi eitthvað til síns máls er betra að fara að öllu með gát. Það er staðreynd að ofskynjanalyf eða hugopnunarlyf gefa ótví- rætt til kynna nýja möguleika í vitundarlífi manna. En óhöpp með LSD-ætur eru þegar farin að gerast harla tíð: Fimm ára gömul stúlka í New York át sykurmola sem í hafði verið dreypt LSD. Hún varð alveg óð, og þurfti að hafa hana á sjúkrahúsi í viku tíma undir strangri gæzlu eins og erfiðasta geðsjúkling. Þrítugur maður er stundað hafði nám í læknisfræði en ekki lokið því gerði sér lítið fyrir og rak tengdamóður sina í gegn með hnífi undir LSD áhrifum. Hann sagði lögregl- unni að hann hefði í þrjá daga verið á LSD-túr. Það hefur borið oftar við, að menn hafi orðið mannsbani undir þessum áhrifum. Þá er það heldur ekki dæma- laust að LSD-ætur hafi gert sjálfsmorðstilraun undir áhrif- um. Kona í Englandi reyndi að hengja sig og tveir menn, þar líka, vildu ólmir drekkja sér 1 fljóti. En læknar voru í bæði skiptin viðstaddir og gátu hindrað slys. Dr. Sidney Cohen, sálfræð- ingur í Los Angeles sem ritað hefur einkar fróðlega bók um LSD, telur það skipta miklu í hvaða sálarástandi maður er sem tekur LSD, hvort hann er æstur eða rór o. s. frv. Og þá er ekki nema eðlilegt að það hafi slík mismunandi áhrif á menn eftir upplagi (eins og komizt er að orði), auk þess sem ærið margt býr vafalaust í hverjum manni. Gálaus meðferð hugopnunar- Iyfja er því næsta háskaleg. Til skamms tíma hefur ver- ið auðvelt að fá LSD hjá til- raunamönnum, með lyfseðlum frá læknum eða jafnvel með því að ganga beint inn í lyfja- búðir og kaupa það líkt og aspirín eða kvefmixtúru. Þar að auki er unnt að fá það á svörtum markaði, gjarnan dreypt í sykurmola, eða verða sér útí um jurtir þær sem það eða önnur hugopnunarlyf eru unnin úr. Við þetta allt saman bætist svo að sumar tegundir af blómafræi virðast hafa svip- uð áhrif og ofskynjanalyfin. LSD er ærið viðsjált í notk- un. Það er lyktarlaust, bragð- laust og litarlaust, en það er svo sterkt að það sem loðað get- ur á nálaroddi nægir til að framkalla áhrif, og ef einhver yrði svo hrekkjóttur að setja 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.