Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 34
brúsann með sér og var hvað eftir annað kominn á fremsta hlunn með að skilja hann eftir og sækja hann síðar, en ein- hvern pata hafði hann af því, að vatn myndi verða honum nauðsynlegra nú en matur, og hann þorði ekki að eiga á hættu að missa hann. Hann hélt áfram að klifra þar til hann að lokum gat ekki meir og lá kyrr, hjáiparvana aí þreytu. Flugurnar skriðu um andlit hans, án þess að hann gæti rekið þær burt. Eftir nokkra hríð ollu þær honum svo mikl- um óþægindum að hann opnaði augun til þess að geta séð, hvar hann var staddur. Nokkra metra frá honum uxu fáeinir þyrni- runnar með tamarisk í miðjunni. Með ofurmannlegri áreynslu dró hann vatnsbrúsann inn í skugg- ann og skreið inn undir runn- ana með úlpuna ... Það var dimmt þegar hann vaknaði. Hann verkjaði i höfuð- ið, og enda þótt nóttin væri hlý, hríðskalf hann. Honum var ijóst, að hann yrði nú að berjast við mýrarköldukast, sem enn yrði tii þess að veikja mótstöðuafl hans gegn hugsanlegri sýkingu í höfuðsárinu. Ef til vill mundi hann deyja, en viðurkenning þeirrar staðreyndar olli honum engum áhyggjum. Hann myndi berjast fyrir lífi sínu eins lengi og hann gæti. Ef hann yrði undir í viðureigninni þá skipti það ekki svo miklu máli; hann hefði gert sitt bezta. Hann lá þarna milli þyrni- runnanna í fjóra sólarhringa. mestallan tímann lá hann í móki og varð aðeins óljóst var skipta dags og nætur, en einskis annars. öðru hverju grunaði hann, að hann talaði í óráði við fólk, sem var hvergi nærri. Þess á milli kvaldist hann af hryllilegri mar- tröð, þar sem hann hrapaði niður í skógarþykknið ... Þriðja daginn vaknaði hann af djúpum svefni og fann að kval- irnar í höfðinu höfðu rénað nokk- uð, að hann gat hugsað skýrt og að hann var svangur. Hann borðaði dálítið úr öðrum nestis- pakkanum og hugaði að vatns- birgðunum. Brúsinn var nærri tómur en myndi duga þann dag. 1 fyrsta skipti síðan hann skreið þarna upp, stóð hann á fætur. Hann var óhugnanlega máttfar- inn, en hann þvingaði sig til að ganga fram á brúnina og líta niður á veginn. Hinir tveir nothæfu flutninga- bílar voru horfnir og sá skemmdi var brenndur til ösku. Hann hvarf aftur til fylgsnis síns og lagðist til svefns. Morguninn eftir höfðu honum aukizt kraftar, og hann var fær um að hefja leit að vatni. Hann forðaðist veginn, og eftir kíló- metra göngu niður fjallshiíðina fann hann læk, þar sem hann fyllti brúsann og þvoði sér. Til þess að komast að lækn- um hafði hann gengið yfir vín- ekrur sem lágu í hjöllum, og á uppleiðinni hafði hann nærri gengið fram á mann og konu, sem voru þar að vinna. Hann kom samt auga á þau í jima, gekk aftur að læknum og áfram kringum vinekruna. Á þeirri leið fór hann nærri veginum og fann nýteknu grafirnar sjö með stál- hjálm og steinvörðu á hverri. Staur hafði verið rekinn niður í jörðina með nöfnum og númer- um hinna látnu og áskorun um að láta grafirnar í friði. Þetta var undirskrifað af Leubner liðs- foringja. Blaðið var þegar orðið nokkuð þvælt og hafði sennilega verið þarna meira en tvo daga. Það var sárgrætilegt að hugsa til þess, að vinir hans hefðu verið honum svo nálægir á meðan hann lá uppi i hlíðinni og barð- ist við hitasóttina. 1 fyrsta skipti síðan sprengingin varð, fann hann örvæntinguna lykjast um sig. Reiðilega stökkti hann þessum döpru hugsunum á flótta. Yfir hverju þurfti hann að æðrast? Var það svo sorglegt, að hann gæti ekki náð til 94. herdeildar, sem var á heimleið til das Vater- land með rófuna milli fótanna? Hann leit aftur niður á grafirn- ar. Hann hafði hvorki hjálm né einkennishúfu og gat ekki heils- að að hermannasið. Hann rétti úr sér og skellti saman hælun- um. Svo tók hann brúsann og lagði af stað upp í fylgsni sitt. Þegar hann hafði borðað af- ganginn úr fyrri nestisbögglin- um, lagðist hann fyrir og tók að íhuga málið. Ferðin eftir vatninu hafði fært honum heim sanninn um það, að hann væri enn veikburða. Enn yrði að liða sólarhringur áður en hann gæti lagt af stað. Hann hafði matvæli þangað til, en síðan yrði hann að útvega sér meira. Og hvað svo? Þýzki herinn hafði að líkind- um yfirgefið Vodena fyrir tveim dögum eða meira. Það var til einskis að reyna að ná þeim nú, þar sem þeir höfðu mörg hundr- uð kílómetra forskot og hann var umkringdur á óvinasvæði. Ef hann yrði tekinn til íanga eða gæfi sig fram, átti hann dauðann vísan og það eina, sem hann virtist geta gert var að vera kyrr á sama stað og ná sér í matföng af ökrunum... Hann var tiltölulega bjargarlaus. Hann hafði engin borgaraleg föt, enga peninga, engin skilriki og hann þjáðist enn af afleiðingum sprengingarinnar og mýrarköld- unnar. Hann yrði að fá tima til að ná sér að fullu og umfram allt yrði hann að fá einhvern til að hjálpa sér að komast yfir persónuskilriki. Fötum og pen- ingum gæti hann stolið, en að stela skilríkjum, prentuðum á máli, sem hann ekki skildi, væri óðs manns æði. Framh. á bls. 45. FERÐAST MEÐ skipum, hraðlestum, bifreiðum og flugvélum. DVALIÐ á góðum hótelum og í tveggja manna svefnklefum á fyrsta farrými í hraðlestinni. STANZAÐ VIÐ KÖNIGSSEE, eitt fegursta vatn Alpafjallanna, VlN, borg tónlistarinnar, FEN- EYJAR, hina sérstæðu suðrænu borg með vatna- leiðum sínum, og KAUPMANNAHÖFN sem ætíð heillar Islendinga. FERÐAÁÆTLUN hggur frammi. LðlMD & LEIÐIR Aðalstræti 8, símar 20800 — 20760. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.