Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 10
STALDRAÐ VIDISTRAI ÍSLAND á óhcmju mikla náttúru á öllum sviðum og á sumum sviðum svo skrítna, að hún hefur komizt í alfræði- bækur og sandala-Þjóðverjar koma ár- lega til að sjóða sér kartöflur í Geysi. Við eigum samt enga fossa, sem renna upp í móti, en því meira af þeim sem falla niður og það er ennþá betra. Og það er ekki nema kiukkutíma gangur að sumum þeirra. Kaldá hefur lengi verið mönnum ráð- gáta. Hún kemur upp í Kaidárbotn- um fyrir ofan Hafnarfjörð, rennur smá- spöl uppi á yfirborði jarðar, en sting- ur sér undir hraunið, svo snögglega að líkast er að hendi sé veifað og síðan veit enginn neitt með neinni vissu. Auð- vitað fer ekki hjá því að afbrigðiiegt háttalag Kaldár, hafi vakið margfalda athygli kynslóða síðan sögur hófust,. Þar»ig á Kaldá t. d. að vera ábyrg fyr- ir Reykjaröstinni og aðrir setja hana í eitthvert óljóst samband við Kleifar- vatn og enn aðrir eru á þeirri skoðun að hún velli fram undan hrauninu í Straumsvík skammt fyrir sunnan Hafn- arfjörð. Svo mikið er þó ailavega víst, að í Straumsvík kemur ferskt vatn undan hrauninu og myndar þar straumiður 10 margar og stendur uppi í mörgum boll- um. Einnig hefur þar gróið upp meira en annars staðar, nema þá að hraunið hafi aldrei runnið þar yfir, sem er alveg eins sennilegt. Straumsvík er ein af örfáum vinjum í bleksvart hrjóstrið þar syðra. Frá því Straumi sleppir og þangað til komið er í Kúagerði sést ekki stingandi strá við hvíta og ópersónulega steinbraut- ina, aðeins heliuhraun og apalhraun, sem riðlast hvort á öðru og apalhraun- ið þó heldur ofan á. Þar er til að mynda Hvassahraun, sem talið er að hafi runn- ið eftir landnám, enda er þess nokkr- um sinnum getið í annálum að Reykja- nesskagi hafi brunnið. Þetta hraun hefur strax orðið illur farartálmi, enda er talið að yfir það hafi verið gerður vegur og þá væntan- lega númer tvö í röðinni hérlendis af manna höndum. Hinn er Berserkjagata á Snæfeilsnesi. sem berserkir Víga-Styrs unnu að án þess að fá iaunaumslagið sitt að verki loknu. Heldur voru þeir kæfðir í baðstofu, enda var þá engin verðbólga til að kæfa menn í að verks- lokum. Fróðir menn telja (þetta er orðalag, sem menn nota þegar þeir hafa ekki heimildir fyrir skrifum sínum, eða veigra sér við að nefna þær), að vermenn hafi unnið að vegagerðinni yfir Hvassahraun og hefðu þeir trauðla komizt í verið suður með sjó að öðrum kosti, a. m. k. ekki á iandi. Það eitt að missa ekki af vertíðinni í Kirkju- vogi eða Grindavík, hefur orðið þessum mönnum sumum hverjum, á við feitt launaumslag, en aðrir hafa með vega- gerðinni trúlega brúað mjótt bilið milli sjálfra sín og sjódauðans síðar á vertíð- inni. Hvernig sem á því stendur, er ekki vitað til að íslendingar hafi gert vegi þaðan í frá og allar götur fram á síð- ustu öld, heldur látið sauðkindina troða götur að sumrinu og slátrað henni svo að haustinu. Vegabætur allar eru sár- lega vanþakkaðar allt fram á okkar dag. Þar sem Straumur er ekki ein af land- námsjörðunum, er með öllu ómögulegt að beita Ara fróða fyrir sig og segja til um upphaf byggðar þar. Trúlega hefur einhver staðfesta orðið þar all- snemma, því að þarna er þó hægt að ná sér í vatn, sem verður því sjaldgæf- ara, sem utar dregur á skagann, sem er hriplekur af umbrotum undirdjúpanna. Að því slepptu er trúlegt að þar hafi verið áningarstaður lestamanna fram FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.