Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 38

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 38
• Staidrað Framh. at bls. 11. átti bú inn á Bústöðum; þar tóku þeir allt það þar var, en vildu drepa börnin, en þó varð ekki af því. Þá Danska áKirkju- bóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð; tveir af þeim hétu Sefrín- ar: Sefrín Kock og Sefrín Ama; en strax þegar húmaði gengu báðir aptur; þeir tóku það ráð, sem þá höfðu slegið, að þeir hjuggu af þeim öllum höfuðin og stungu nefi þeirra (með leyfi að segja) til saurbæjar, en sú svivirðing gramdist kóngsvaldinu mest, að vori, þá Danskir komu út.“ • Undralyfið Framh. af bls. 13. leikar, sjálfumglaðir mjög og telji sig fulltrúa framtíðarinn- ar í nútímanum. Verið geti að langvinn notkun lyfjanna hafi áhrif á heila, taugakerfi og kirtlastarfsemi, svo að þeir verði aðrir menn — eins konar umskiptingar, að því er virðist. IFIF (ef skammstöfunin er þýdd þá er hún ef-ef) hefur haft alls konar starfsemi með höndum. M. a. hefur það gert „tilraunir með yfir-persónulegt mannlíf" það kom sér upp eins konar nýlendu í Mexíkó, en reyndist þar ekki velkomið, og til stóð fyrir nokkru (hef ekki haft ástæður til að fá af því fréttir) að koma upp nýlendu á óbyggðri eyju í Karabiska hafinu. Meðal þeirra sem voru í hópnum í Mexíkó voru kaup- sýslumenn, kennari, einkaritari rabbí, lyfjafræðingur, ritstjóri, sálfræðingur, leikkona og sál- sýkisfræðingur sem hafði stað- ið fyrir athugunum á LSD- lækningum drykkjusjúklinga. Hinn síðast nefndi segir að þetta samfélag hafi haft á sér undarlega sérstæðan blæ. Þar virtist það ótvírætt gilda að taka hvem mann eins og hann er, án tortryggni og mótþróa. Þarna virtust menn hvíldir og hreinskiptnir, sagði hann. Hann segist telja að Leary og Alpert séu að koma sér upp merki- legum aðferðum, en hann er þeim ósammála um að láta eigi hvern sem vill fá LSD. Það sé að leika sér með hættuna. Dr. Sidney Cohen segir að líkur séu til að áhrifin verði unaðsleg ef maður er vel fyrir kallaður, hugsi fagurt og sé { kyrru kapi. Én stundum eru þau ekki þannig. Stundum koma fram sams konar ein- kenni og í geðklofa. í slíkum tilfellum hafa menn stundum verið teknir á geðveikrahæli, og einn sálfræðingur segir að ef þeir séu þá meðhöndlaðir sem venjulegir geðsjúklingar þá geti svo farið að þeir verði það u>pp frá því. En ráðið til að koma í veg fyrir slíkt óþapp sé einfalt. Það eigi bara að gefa þeim róandi lyf og láta þá fara heim næsta dag. í LSD-túr er áberandi hve minni um liðna reynslu skerp- ist feiknarlega, en minni á þurrum romsum eins og tölum og bókstöfum virðist heldur sljóvgast. Maðurinn virðist í sumum tilfellum örvast til frumlegrar sköpunar, en þó getur það brugðizt með öllu. Listamenn sem tilraun var gerð með í þessu sambandi misstu áhuga á list sinni. Þeir sögðust ekki kæra sig neitt um slíkt, þeir vildu bara „horfa og finna“. LSD kemur með þá tilfinn- ingu í sumum tilfellum að menn séu að byrja að þekkja sjálfa sig. En líka það getur brugðizt eins og annað. Cary Grant sagði eftir að hann hafði verið látinn taka LSD að nú fyrst þekkti hann sjálfan sig, en áður hefði hann ekkert þekkt sjálfan sig og hvernig hefði hann þá getað þekkt annað fólk? „Nú get ég veitt konu ást“ sagði hann. En því miður reyndist þetta víst ekki nægilega haldgóð sjálfs- þekking, því að nokkru seinna sótti kona hans um skilnað. Á hinn bóginn eru mörg dæmi um það að með LSD hef- ur verið unnt að leysa upp komplexa og fólk fengið alveg nýjan skilning á sjálfu sér og lífinu. En merkilegastur finnst mörg- um hinn trúarlegi og myst- íski blær sem oft er yfir LSD- áhrifum, einkum þegar um er að ræða gegna menn. Þau verða þá oft ekki neinu öðru lík en því sem kallað er Nirv- ana eða guðsríki, þar sem allir múrar milli manna hrynja, og lífið skynjast sem eining. Amerískur sálfræðingur að nafni William James athugaði áhrif ofskynjunarlyfja seint á síðustu öld. Um árþúsundir hafa menn í ýmsum löndum neytt þessara efna til þess að komast nær guðum sínum eða veruleika tilverunnar. Slík lyf voru þekkt í Indlandi og Persíu, og slík lyf voru líka þekkt í Mexíkó og víðar. En áhugi nútímamanna vaknaði varla fyrr en fyrir 10—20 ár- um. Og nú eru þessi lyf eitt af því sem ógnar viðurtekinni röð og reglu hlutanna. Við vit- um ekki lengur hvað er hin rétta mannlega vitund. Erum við eins og fólk á að vera eða er betra að hafa okkur einhvern veginn öðruvísi? Og hver á að segja hvað er rétt og hvað ekki rétt, gott og hvað ekki gott? Flestir munu þó sammála að bezt sé að fara sér hægt. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við hreppum, ekki satt? Yogar og mystíker hafa löng- verið á því að vitund mannsins sé unnt að breyta, en það sé bezt að hver og einn vinni fyrir þeirri breytingu með sjálfsrækt og viðleitni. Nirvana verði varla dælt inn í menn með sprautum, ef ekk- ert komi til annað en það sem er í sprautunni. — S. H. • Kynlaust kyn Framhald af bls. 16. stórri ljósrauðri peysu, en það sem við sjáum er reglulegt augnayndi, allt í bláum og björtum litum eins og mynd eftir Renoir. En pilturinn and- spænis henni dansar að því er virðist aðeins fyrir sjálfan sig, eins og blá augu og kvenlegur þokki sé ekki til. Það er engin leið að sjá, hver tvistar á móti hverjum, enda skiptir það ekki máli, slíkt heyrir fortíðinni til. Hér er tvistað vegna tvistsins — Samtvist, Samkyn, — ekkert lengur sem heitir danspör. All- ir dansa við alla og þar af leið- andi enginn við neinn. Hér er mannveran alein í fjeldanum. Og það var þessi einmana- leiki, þessi kaldi vonlausi ein- stæðingsskapur, sem mér fannst höfuðeinkenni þessarar nýju kynlausu kynslóðar, sem ég heimsótti í kjöllurum París- ar. • Ramtsókit Framh. af bls. 17. arins Kapaho mörgum klukku- stundum áður en gosið varð, en það kom út um fjallshlíð- ina, en ekki upp um tindinn. T. A. Jagger, sem í mörg ár veitti rannsóknarstöðinni á Hawaii forstöðu, sagði fyrir um gos í Mauna Loa árið 1935. Eftir stöðugt gos í heilan mán- uð var hraunveggurinn farinn að nálgast hafnarbæinn Hiló'j með hálfs annars kílómetra hraða á klukkustund. Jagger hafði samband við hernaðaryfirvöldin. Skurn hafði| myndazt á tindi og hlíðum- fjallsins, sem orsakaði það að hitinn hélzt undir henni. Jagger vildi láta sprengja skurnina og| fjórum dögum síðar fóru tíu sprengjuflugvélar til árása. Þá voru sprengjurnar ekki eins; stórar og nú. Hver flugvél. flutti aðeins tvær 250 kílóa sprengjur, en þær hittu hins vegar vel í mark í hraun- strauminn uppi í fjallshlíðinni. Sprengjurnar stífluðu streym- ið og opnuðu gíginn, þannig; að hraunmassinn storknaði alveg niður í svelginn. Sama kvöld stöðvaðist hraunveggur- inn, sem ógnaði hafnarbænum. Sums staðar eru stórvirkar' jarðýtur látnar hauga upp jarð- vegi, til að beina hraun- straumnum frá þéttbýli og ræktuðu landi. Þorpsbúar á Jövu hafa fyrir löngu tileink- að sér slíka aðferð"til að verj- ast hraunstraumi. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.