Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Síða 27

Fálkinn - 30.05.1966, Síða 27
flit !NS OG JARÐAR IJTAIM VIÐ TLNCARÐIMIM Hve langt mundi þá vera til næsta bæjar — næstu sólar í vetrarbraut? Eins og áður var getið er Alfa Centauris, í rúm- lega 4 ljósára fjarlægð, en það mundi vera um 40 km á þeim mælikvarða, sem við beíttum á sólkerfið, þ. e. a. s. ef sól- kerfið væri hugsað í Reykjavík, væri litla kornið, Alfa Cen- tauris, austur í Hveragerði, og má þá með sanni segja, að fjörð- ur sé milli frænda, en þetta má þó teljast venjuleg vegalengd milli sólna þessarar stærðar í vetrarbraut, og þar sem þær nú skipta mörgum þúsundum milljóna gefur það auga nokkra leið um það, hvílíkt óhemju rúmtak sjálft vetrarbrautarkerfið hefur. Og um leið skilst manni að árekstur milli tveggja stjarna væri því sem næst óhugsandi tilviljun. Sé reiknað með meðalhraða stjarna, væri litla kornið um fimmtíu þúsund ár að komast vegalengdina Reykjavík — Gullfoss — 70 km leið. Viljum við nú reyna að búa okkur mynd af öllu vetrarbraut- arkerfinu og nota sama mælikvarða mundi sú mynd ekki koma að haldi, því að þótt vetrarbraut sé minnkuð niður í einn billj- ónasta mundi hún ná mörgum sinnum út fyrir umferðarbraut tunglsins. Við herðum því ólina betur og minnkum kerfið niður í einn trilljónasta. Trilljón er 1 með átján núllum á eftir, tala sem gefur ekki heldur neina meiningu í sjálfu sér, en með þeim mælikvarða mundi sólkerfið okkar verða einn fertugasti af millimetra og er þá hægt að fá viðráðanlegt yfir- lit yfir allt vetrarbrautarkerfið. REYKMÖKKURINN Við hugsum okkur reykmökk, 1 km á breida og 150 metrar á þykkt. Hann er sem vetrarbrautarkerfið. Hvert reykkorn svar- ar til stjörnu á borð við okkar sól. Fjöldi þeirra er um tvö hundruð þúsund miiljónir, og þær eru orðnar svo smáar að þær sjást ekki í smásjá, en þar sem þær hafa mörg þúsund stiga yfirborðshita, lýsa þær svo að við getum greint þær sem næstar eru. Við erum nefnilega sjálf inni í þessu stóra, kílómetrabreiða reykskýi, en utan frá lítur þessi mökkur út sem ljós þokuhnoðri. Sólin okkar, ein af reykögnum þessa mikla reykskýs, er í engu *sérlega frábrugðin hinum reykögnunum, og Ijósstyrkur hennar er jafnvel fyrir neðan meðallag. En við erum svo heppin, að hún liggur í útjaðri kerfisins, svo að við fáum notið góðs útsýnis út í geiminn fyrir utan stjörnukerfið, og með hinum öflugu firðsjám, sem við nú ráðum yfir, sjáum við, að vor eigin volduga vetrarbraut er ekki hið eina stjörnu- safn heimsins, því að geimrúmið er svo morandi af öðrum áþekkum stjörnukerfum, að tala þeirra virðist skipta þúsund- um milljóna. Eitt hið nálægasta er Andrómedukerfið. Þótt við segjum að Ijós þess sé næstum tvær milljónir ára að ná til okkar, gefur það litla hugmynd um fjarlægðina, en ef við höldum okkur við reykskýsmyndina, verður Andrómeda annað álíka reykský í 15 km fjarlægð. Það gefur Ijósari hugmynd, og þannig skulum við halda áfram. Við skulum hugsa okkur kúlu á stærð við jörðina, þakta slíkum reykhnoðrum, með Framh. á bls. 44. TIZKA UNGA FOLKSINS Beint úr CARNABY-street LONDON Fæst í KARNABÆ, týsgötu i, REYKJAVÍK Á drengí nýtt í hverrí viku: JAKKAR, BUXUR, PEYSUR. BINDI, VESTI, BELTI. SKYRTUR o. fl. Á stúikur: BUXUR, SKYRTUR, PILS, KjOLAR, BELTI. BINDI. PEYSUR o. fl. STEFMA OKKAR ER: — ALLT Á UNGA FÓLKr — — NYTT 1 HVERRI VIKU — KARNABÆR FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.