Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 18

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 18
KONAN á að vera eðli- leg,“ segir Annick Robic. „Fyrst og fremst eðli- leg. Hún á ekki að klessa á sig fegrunarlyfjum svo að andlitið verði eins og gríma, það er ljótt og ósmekklegt. Og ekkert verður eins fljótt gamaldags og öfgarnar, hvort sem það er í klæða- burði eða snyrtingu. Nei, regla numer eitt er: Vertu eðlileg." Sjálf er hún lítið máluð að sjá, en það getur nú ver- ið blekking. Afskaplega eðli- leg nema helzt langar rauð- lakkaðar neglurnar — þann- ig koma þær ekki frá nátt- úrunnar hendi. Hún er hér stödd á vegum snyrtistof- unnar VALHÖLL og vinnur kappsamlega að því frá morgni til kvölds að leið- beina íslenzku kvenfólki um notkun fegrunarlyfja frá CORYSE SALOMÉ. „Hún gengur alveg upp í starfinu," segir frú Þórdís Árnadóttir sem er eigandi snyrtistofunnar. „Ég hef aldrei þekkt neina mann- eskju sem lifir sig svona al- gerlega inn í þetta, áhuginn er ódrepandi. Og minnið sem hún hefur! Hún gleym- ir aldrei andliti sem hún er búin að skoða.“ Annick brosir breitt, rétt eins og hún hefði skilið hvert orð. „Mér finnst svo gaman að vera komin til íslands," segir hún kurteis- lega. „Ég kann vel við svalt loftslag. Og húsin eru svo hlý og þægileg, að maður finnur aldrei til kulda. Ég hef gaman af að sjá, að hér klæðir fólk sig ekki eftir árstíðum, heldur bara eins og alltaf væri vor og sumar. Það er það líka innanhúss, konurnar geta gengið í létt- um kjólum inni jafnvel um hávetur." Og hún hrósar fegurð - SEGIR ANNICK ROBIC, SNYRTIFRÆÐINGUR FRÁ PARÍS 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.