Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 8
sumt IIEIMSMET Það var haldin heimsmeistara- keppni í „bítli“ í Finnlandi fyrir skemmstu. Þar sem um keppni í gæðum getur auðvitað ekki verið að ræða, var tekið það ráð að keppa í hver hljóm- sveitin gæti spilað lengst án þess að taktur félli niður. Pilt- arnir þrí- hér á myndinni, en þeir kalla sig „The Key Stones“ og eru heimamenn, sigruðu með glæsibrag og bítl-. uðu stanzlaust í 50 klukku- siundir. Næstir urðu einhverjir Þjóðvérjar með tveim klukku- Sturidum lakari tíma. Ekki vérðuir annað sagt, en að nokk- uð hafi verið á sig lagt, því að fingur og handleggir voru blæð- andi und eftir átökin. En guð hjálpi þeirri þjóð, sem tæki að sér að halda reglulega ólym- píuleika í bítli! Erfíður sértrúarflokkur Þeir nefna sig frelsisleitendur og til að sýna fram á fyrirlitningu sína á þessa heims gæðum, leggja þeir eld í eigur sínar, sprengja þær í Ioft upp og svipta menn lífi. Þessir ágætu menn eru sértrúarflokkur í British Colombía í Bandaríkjunum og nú hefur ríkisstjórnin séð sig neydda til að setja 60 þeirra á bak við Iás og slá í sérstökum fangabúðum, þar sem allir hlutir eru úr eldföstu efni. Konur þeirra ganga upp á nærliggj- andi hæð, þaðan sem sér yfir fanga- búðirnar og veifa til manna sinna, þegar þeim bregður fyrir. Fyrir fjór- um árum voru nokkrir úr þessum flokki fangelsaðir, vegna þess að þeir sprengdu heimili sín í loft upp. Þeir sem utan veggja eru bíða þess með óþreyju að félagar þeirra losni úr prísundinni svo hægt sé að byrja bombarderíið af fullum krafti þar sem frá var horfið! A Astin hefur hýrar brá, en hendur sundurleitar Þótt okkur venjulegum mönnum þyki það undarlegt, hefur maðurinn hennar Ursulu Andress tekið fram hjá henni og heldur nú við glugghross nokkru yngra en eiginkonuna. Hún heitir Linda Evans og er 22ja ára gömuJ og þar var heldur en ekki köttur í bóli birnu, þegar hún kom heim úr „erfiðu kvikmynda- ferðalagi“ til bús og bónda, John Dereks. Þarna fór í verra mætti svo sem segja, en allt getur gerzt í Hollywood. EKKI DAUÐ ÚR ÖLLUIU ÆDUItl Þokkadísin, seiðmærin Zsa Zsa Gabor er ekki alveg af baki dottin. Hún er búin að krækja sér í eigin- mann númer fimm, olíumilljónarann Josus Cosden, en yfirleitt lítur hún ekki við nema milljónurum. Cosden þessi er á sextugsaldri og hitti Gabor af til- viljun fyrir nokkrum vikum, en þá var hún einmitt að skilja við fjórða manninn. Tillag hennar til hjóna- bandsins er telpukornið Franceska, sem henni áskotn- aðist í hjónabandi númer tvö, með hótelkónginum Conrad Hilton. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.