Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 39
hvenær sem bér farið rygging feröa ALMENNAR TRYGGINGAR f PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 Síðasta vopnið í baráttunni gégn eldfjöllunum er infrarauð ljósmyndun. Heit svæði koma fram sem ljós á slíkum film- um og það voru þannig Ijós- blettir, sem komu upp um gos- ið í Kilauea sex mánuðum áður en það brauzt út. Og ein aðvörun enn, sem menn ættu að taka til greina. Hiti í hverasvæðum í námunda við eldfjöllin eykst. Þetta gerð- ist áður en Taal harmleikurinn átti sér stað, en hinir innfæddu í nágrenninu fengu samt enga aðvörun. Þeir héldu einmitt hátíð þennan dag og í stað hinna 1000 föstu íbúa svæðis- ins voru nú um 6000 manns staddir þar aðfaranótt 28. sept- ember. Klukkan tvö um nótt- ina sá filippínskur flugmaður tíu þúsund feta eldsúlu standa upp úr fjallinu. Björgunarsveit- irnar komu á vettvang næsta dag, en fundu engan með lífs- marki og enginn veit hve marg- ir liggja undir hraundyngjun- um. FÁLKINN FLÝGUR ÚT • Kraftaverk Framh. af bls. 20. — Þá vitið þér hvernig í öllu liggur. — Já. Síðan stóð hún upp og klædd- ist. Hún yrði að fara í geislun á sjúkrahúsinu. Hann kom með henni. Þau gengu eftir sól- björtum götunum. Hann nam staðar við ísbúð og keypti tvo ísa. En hún afþakkaði. — Vegna sjúkdómsins? Hún kink- aði þegjandi kolli. Hann varð að borða báða ísana sjálfur. Þegar þau stóðu fyrir framan sjúkrahúsið, sagði hann: — Ég bíð, ef þér viljið. Aftur kinkaði hún kolli. Hann vissi ekki sjálfur, hvers vegna hann beið eftir henni. Hvaða vit var í þessu? En fyrst hann hafði á annað borð sagt þetta, varð hann að doka við. Hún kom 'eftur að örfáum mínútum liðnum. Hann sagði: — Ég hélt að þér hefðuð átt að fá geislameðmerð? — Já. En það var ekki hægt í dag. Ég hef of mikinn hita. Hann fylgdi henni heim. Hvort hann vildi þiggja te- bolla, spurði hún. Hann kom með henni inn, eiginlega aðeins vegna þess að hann vorkenndi henni. Þau drukku te, og hann sagði henni frá sjálfum sér. Hún hlustaði á hann án þess að mæla orð frá vörum. Hún sneri sér undan til hálfs og það var dimmt yfir fallegu andliti hennar. Einhver við- utan sljóleiki í augunum. Aðeins einu sinni lifnaði yfir henni. Hann sagði, að sig langaði til að eignast litla eyju, þar sem væru klettar, sand- fjara, nokkur tré og lítill hús- kofi. Einhvern tíma skyldi hann kaupa sér svona eyju. Þá sagði hún, að hún ætti sér aðeins eina ósk, hún ósk- aði sér barns. Henni fannst það mikilvægast af öllu að fá að ganga með barn og fæða það í heiminn. Hann hugsaði: Þó að þú yrðir barnshafandi, hefðir þú ekki tíma til að fæða barn þitt í heiminn. Þegar hann fór, spurði hann sjálfan sig, hvers vegna hann væri eiginlega að gefa sig að henni. Ungur maður sem spáð JDRTA-smjörlíkí er heilsusamlegt og þrungið fjörefmtm JDRT A-smjörlíki er bragögott JDRTA-smjörlíki er frábært í bakstur JURTA-smjörlíki fæst í þrem tegundum umbúÖa JliRTA-smjörlíki er édýrt FÁLKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.