Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Page 31

Fálkinn - 30.05.1966, Page 31
HÉSAVÍK Þar eru þaö HAUKAR, sem sjá um fjörið Þættinum hafa borizt allmörg bréf með myndum af hljómsveitum úti á landsbyggðinni og birtum við nokkrar þeirra hér á síðunni. Myndin, sem fylgir þessum texta er af hljómsveitinni HAUKAR og þeir sjá um að unga fólkið sofi ekki á dansleikj- unum á Húsavík. Piltarnir hafa leikið víða um Norðurland við mjög góðar Undirtektir. Þeir heita, talið frá vinstri: Jóhann Helgason, trommur; Grétar Berg, gítar; Steingrímur Hallgrímsson, söngvari, en á orgelið leikur Árni G. Sigurjónsson. Þátturinn þakkar sendendum mynd- anna og nú er um að gera að þið hin, sem eigið slíkar myndir, sendið þær þættinum ásamt greinargóðum upplýs- ingum. Utanáskriftin er: Fálkinn „f sviðsljósinu" Box 1411. Fyrir alla muni gleymið ekki að minnast á það, hvernig ykkur líkar það efni, sem þátturinn hefur birt undanfarið. AKUREYRI GEISLAR eru vinsælir fyrir norðan Frá Húsavík förum við norður á Akureyri. Þar er vinsæl „beat“-hljóm- sveit, sem nefnir sig GEISLA. Hljóm- sveitin er stofnuð í nóvember 1965, en piltarnir komu fyrst fram á hljómleik- um í Nýja Bíói á Akureyri og enn komu þeir fram á hljómleikum þar i febrú- ar sl. og „slógu í gegn“. Norðlenzk æska hyllti fimmmenningana óspart og það fór ekki milli mála, þeir áttu að- dáun hennar óskerta. Piltarnir heita, talið frá vinstri: Hermann Sveinbjörns- son orgel, en hann sér um sönginn ásamt Erlingi Óskarssyni bassaleikara. Þá er það Friðrik Bjarnason, rythma- gítar; Sigurður J. Þorgeirsson, sóló- gítar og trommari er Sigurður Árnason. Hljómsveitin hefur komið víða fram, m. a. í klúbb unga fólksins í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri. REYÐARFJÖRÐUR Það heyrist til ÓMA yfir Austfirðina Ein vinsælasta hljómsveitin á Aust- fjörðum eru ÓMAR frá Reyðarfirði. Hún er stofnuð fyrir tveim árum. Síðan hafa orðið nokkrar breytingar á skipan hljómsveitarinnar. Eins og sjá má á myndinni eru piltarnir mjög snyrtilegir, en bítlahárið virðist eiga þverrandi vinsældum að fagna. Piltarn- ir spila aðeins yfir sumarmánuðina, vegna skólagöngu tveggja í hópnum Þá er að kynna þá, en þeir heita. talið frá vinstri: Sigurður Ármannsson sóló- gítar; Páll Jónsson, rythmagítar; Ellert Þorvaldsson, bassi, en hann er aðal- söngvarinn og trommuieikarinn er Þór- ir Steingrímsson. AKRANES KJARNAR eru fyrrverandi skólahljómsveit Nafnið vekur strax athygli, en þessir fimmmenningar nefna sig Kjarna. Hljómsveitin er stofnuð sem skólahljóm- sveit við gagnfræðaskólann á Akranesi sl. vetur. Piltarnir heita. talið frá v.: Þórður Hilmarsson, saxófónn; Kristinn Guðmundsson, rythmagítar; Sigurður Árnason, trommur og syngur jafnframt; Björn Hallsson, bassi, og Guðjón Guð- mundsson, sólógítar. Bréfritari segir, að þessi hljómsveit sé ein sú vinsælasta á meðal unga fólks- ins á Skaganum, að Sónum og Dúmbó- sextett ekki undanskildum Það gæti verið nógu gaman að halda hljómleika hér í Reykjavík. eingöngu með hljóm- sveitum utan af landi. SRGLUFJÖRÐUR Þeir gera stormandi lukku á böllunum í síldarbænum „Öllu má nú nafn gefa,“ varð úthts- teiknaranum að orði, þegar hann sá nafnið á þessari hljómsveit. Mér finnst nafnið óneitanlega dálítið frumlegt, en piltarnir nefna hljómsveitina STORM AR. Nafnið bendir til að meðlimirnir taki verkefni sín föstum tökum, en þeir heita Guðbrandur Gústafsson, trommur, Árni Jörgensen, rythmagítar; Grétai Guðnason, sóiógítar; Theodór Júlíus- son, söngvari; Ómar Hauksson, bassi Piltarnir hafa það á stefnuskrá sinni að bragða ekki áfengi. enda hefur þeim farn vpl FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.