Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 8
7 sumt STUTT GAMAN Jenny Mills var kál og hamingjusöm á brúðkaupsdaginn sinn. Brúðarkjóliinn var „alveg. draumur“ og henni var ekið til kirkjunnar í Rolls Royce — og hún hafði Jsrjár brúðarmeyjar. Hins vegar var hún sú eina í öllum hópnum, sem vissi ekki að hún átti aðeins fjóra daga ólifaða. Tíu dögum fyrir brúðkaupið höfðu læknarnir sagt foreldrum hennar og unnusta að hún ætti í hæsta lagi 14 daga eftir. En fjöl- skylda stúlkunnar og unnusti hennar ákváðu að láta brúðkaupið fara fram allt að einu. Viku eftir brúðkaupið, komu gest- irnir saman aftur til að vera við jarðar- för brúðarinnar. Spá læknanna hafði stað- izt upp á dag. Eins og Robinson Crusoe Suwarrow eyja er ekki annað en smá hólmi í Cooks eyjaklasanum, en hún er himnaríki á jörðu fyrir 26 ára gamlan stúdent frá Englandi, en hann hefur látið sig hafa það, að segja bless við siðmenninguna og setjast að á hólma þessum eins og hver annar Robinson Crusoe. í heilt ár hefur hann ekki haft samband við nokkra manneskju, ef undan er tekinn seglskútu- kappi nokkur sem leitaði vars við eyna og varð heldur en ekki hlessa, þegar hann hitti Michael Swift þar fyrir er hann gekk á land upp og ætlaði að afla sér einhverrar næringar. Swift lifir á hákarli, kókóshnetum og kröbb- um, sem hann veiðir með sérstökum heimatilbúnaði. Hann hefur gert sér skýli, sem hann sefur í á rekadrumbi. Hann vinnur ötullega allan daginn að fæðuöfluninni og verður að berjast við hákarlana, sem synda alveg upp að hvítri sandströndinni. Hann leggur sig í skjóli pálmanna og er aldeilis hættur að fylgjast með tímanum. Þó á hann þá ósk að eignast útvarpstæki. Ekki samt til að fylgjast með heimsviðburðunum, heldur til að geta notið hljómlistar. 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.