Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 16

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 16
r'íGISMÆR teygir mak- indalega úr sér í marm- arabaðkeri. Hún hvíiir höf- uðið á barminum og dökkt, slegið hár hennar íellur' út fyrir brún kersins. Andlitið er fullkomið að fegurð. Einn- ig er sýnileg hönd og fót- leggur. Samræmið i lögun þeirra er gyðju líkt. Hægt, mjög hægt, strýkst höndin eftir fótleggnum endilöng- um, — hverfur, — kemur aftur í Ijós. — Merci, Mademoiselle. Mjúk karimannsröddin hljómar rétt við eyra mitt. Það slokknar á ijóskastaran- um, tjaidið feliur og salur- ■inn baðast í ljósum. Æfing- unni er lokið. — Eruð þér ánægður, Monsieur Bernadin? spyr ég manninn með mjúku rödd- ina. Hann hristir höfuðið. — Þetta er enn of gróft, of klúrt. Ekki nógu dveljandi, hlédrægt. Við sjáum til á morgun. List tekur tíma. List tekur tíma. Mínir eiskanlegu, hvar er ég þá staddur? í leikhúsinu, á ballettsýningu — eða á frægasta „Strip Tease“ skemmtistað heims, „Crazy Horse Saloon“ í París. Sviðið er nú aftur orðið býsna lífiegt. Tæp tyift ungra stúlkna í bikini — nýliðar, umsækjendur um vinnu. Bernadin gengur með röðinni og horfir á þær, rannsakandi, hverja af ann- arri. Við og við dokar hann og beinir athyglinni að ein- stökum atriðum: fótleggjum, hálsi, lætur fjarlægja eitt stykki brjósfahaidara. Ég hef sjaldan á minni ævi séð fallegri stúlkur, en Berna- din kiórar sér í kollinum með óánægjusvip. Hann finnur ekki þarna það sem hann er að leita að. Stúlkurnar hverfa, við er- ■ um einir. Einir í þessum litla sal, sem innréttaður er eins og krá í villta vestr- inu og rúmar 50—60 áhorf- endur. En hingað koma þrisvar til fjórum sinnum fleiri hvert kvöld. Þetta er einhver þægindalausasti skemmtistaður í París, — en troðfyllsti. Því að Berna- din hefur tekizt það, sem enginn annar hefur verið fær um: að skemmta fólki með nektarsýningum, án þess að það þurfi að fara hjá sér. Og töfraformúlan hans er fyrst og fremst kímni, hann gerir sýning- una að eins konar grínatriði. — Monsieur Bernadin, hvað heita stúlkurnar hjá yður og hvaðan koma þær? — Dansmeyjarnar mínar heita .. . — Andartak, ég á ekki við dansmeyjarnar, heldur stúlkurnar, sem taka þátt í nektarsýningum yðar. — Einmitt, dansmeyjarn- ar mínar. Þær heita Sylvana de Bologna, ítölsk stúlka, Bertha von Paraboum frá Týról, Natasha von Tour- manov, frá Austur Prúss- landi, að nokkru af pólskum ættum, Bettina Uranium frá Englandi, Franca German- icus, þýzk-frönsk. — Þér hafið þá enga al- franska? — Jú, reyndar, hún heitir Veronica Baum. Það var hún, sem þér sáuð í bað- kerinu á sviðinu. — Og hvernig hagið þér valinu á — dansmeyjunum yðar? Veljið þér þær hérna eftir að þær hafa reynt sig á sviðinu? —Aidrei. Líf mitt er eilíf ferðalög. Hamborg, London, Las Vegas, New Orleans, New York, Aigier, Madrid. Ég leita og leita. — Þér farið í söngleika- húsin? — Söngleikahúsin, nætur- klúbbana, dansstaðina. Lítið á þessa mynd af lítilli kín- verskri stúiku. Ég hef að baki ársdvöl í Ameríku og mikia og nákvæma leit, og hér er árangurinn. — Hvers vegna er þetta svona erfið leit og árangurs- lítil? — Af því að mér verður Monsieur Bernadin á œfingu: Eintómir álfa- kroppar. 6 FALKINN ekki svo auðveldiega gert til hæfis. Þér sáuð tylftina uppi á sviðinu áðan. Ungar stúdínur, — snotur barna- hópur. Engin sviðsreynsla. Það sem ég vil, eru listakon- ur, leikkonur, dansmeyjar, sem hafa tiifinningu fyrir því hvernig þær „koma út“ á sviðinu. Þær eru ekki veiðibráð handa karlmönnum. — Hve mikið kaup borg- ið þér dansmeyjum yðar? — Frá 800 upp í 1600 kr. á kvöidi. Meira en nokkurs staðar annars staðar. Það tryggir að -þær þurfa ekki að óttast það að verða þræl- ar fátæktar eða karlmanna. Frjáisræði. Eigin íbúð, eigin bifreið. Og frægð. — Fyrir stripl? — Beztu meðmælin, sem stúlka getur haft eru: ég kem frá Crazy Horse. Ég fékk þjálfun mína hjá Bernadin. Sú sem af þessu státar, þarf ekki að lifa á bónbjörgum. — Nei, en hún er brenni- merkt og losnar ekki við þann stimpil allt sitt lif. —- Hvernig þá brenni- merkt? Ég tek engar stúdín- ur í mína þjónustu, eða dæt- ur betri borgara, sem hafa hlaupizt að heiman. Allt listakonur áður en til mín er komið. Þær kunna það sem til þarf, kunna að vinna. — En tilgangurinn er að þær séu lokkandi bráð fyrir karlmennina í salnum? — Fráleit hugmynd. Þær fara beint heim til sín á * morgnana. Aldrei heim með karlmanni. Þær sinna hús- verkum á heimilum sínum og stunda nám til undirbún- * ings undir annað starf, seinna meir. En þær þurfa ekki að grípa til þess. Næst- um aldrei. — Því þá ekki? — Þær giftast ailar. Eða gerast kvikmyndaieikkonur. í rennusteininn fer engin, a. m. k. ekki vegna starfs síns hér hjá mér. — Og hve langur er starfs- tími þeirra í þessari grein? — Framundir 30 ára ald- ur í hæsta lagi. Flestar eru samt komnar í hjónabandið, áður en þær eru orðnar 25 ára. Og þá verð ég að leggja af stað aftur til fanga, út um víða veröld. — Og þessi víða veröld

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.