Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 20

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 20
Fran^oise og Pablo Picasso meðan allt lék í iyndi. Þau bjuggu saman í tíu ár. og þá var Framjoise „gyðjan hans“ Paloma og Claude, börn Fran^oise og Picassos. Þessi mynd er tekin fyrir fimm árum, en nú er Claude kominn í háskóla og Paloma í menntaskóla. Hvorugt þeirra hefur áhuga á að leggja fyrír sig myndlist. FRANCOISE GILOT er grannvaxin kona og gengur oftast svartklædd frá hvirfli til ilja. Hún er listmálari og dreymir um frægð á þeim vettvangi. En nafn hennar er á allra vörum af öðrum orsökum. Fyrsta bók hennar, LÍF MITT MEÐ PICASSO, hefur vakið heimsathygli, og almenningur hefur meiri áhuga á skrifum hennar um einka- líf hins nafntogaða málara en mynd- unum sem hún heldur sýningar á víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin. Hún er fædd árið 1921 en bókin fjallar um þau tíu ár — 1943—1953 — sem hún bjó með Picasso. Á því tíma- bili ól hún honum tvö börn, Claude og Palomu, og minningar hennar eru bæði bjartar og beiskar.. Hún lærði að þekkja manninn Picasso, veikleika han og galla ekki síður en kostina, og loks komst hún að þeirri niðurstöðu, að fjörutiu ára aldursmunur þeirra væri óbrúan- legt bil. Bókina skrifaði hún með aðstoð bandaríska listgagnrýnandans Carlton Lake. Þegar vikublaðið Paris Match birti nokkra kafla úr henni í franskri þýðingu ætlaði allt af göflunum að ganga. Pablo Picasso fylltist skelfingu og reyndi að hindra útkomu bókarinn- ar. Hann stefndi vikublaðinu, en tapaði því máli, og þegar hann leitaði aftur til dómstólanna í því skyni að fá franska útgáfu bókarinnar bannaða fór á sömu leið. Hann áfrýjaði til hæstaréttar ár- angurslaust. Aðdáendur hans skrifuðu undir mótmælaskjal, en því var ekki sinnt. 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.