Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 39

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 39
EFNI í TERTUNA: 140 gr. smjörlíki 220 gr. sykur 2 egg 250 gr. hveiti 3 tsk. (sléttfullar) Royal lyftiduft ya tsk. salt S matsk. mjólk 1 tsk. Vanilludropar Notið tvö mismunandi stór tertumót, •myrjiO þau. HitiÖ ofninn áOur en kakan er látin inn. BlandiO saman lyftidufti, hveiti og salti. HræriO saman sykurinn og smjörlíkiO í annarri skál. LátiO eggin saman viO smjörlíkiO, eitt í einu og hrær- iO vel á milli. Hellið mjólkinni i bolla og vanilludrop- unum út í. Hrærifl mjölið saman viO smjörlíkiO, lítið í einu, þynnið meÖ mjólkinni. Látið deigifl í mótin. Bakið minni kökuna í nálægt 25 mín., en þá stærri í 35 mínútur. Látið kökurnar kólna, hvolfið saman og hafið sultu á milli. SkreytiÖ með kremi, t. d. hvítu á efri hlutann og bleiku á þann neöri. R 0 Y A L auga íyrir fegurð, fyrir fagur- fræðilegri fullkomnun. Og trú- ið, mér, „strip-tease“ hefur æs- andi áhrif á konur. Ekki samt kynferðislega, nema því aðeins að þær séu „lesbískar“. En það... raskar ró þeirra, getum við sagt. Sérhver kona verður gripin vissri óró, þegar hún sér fallegan líkama annarrar konu. Karlmannslíkami aftur á móti veldur henni ekki slíkri óró, nema um nautabana sé að ræða, því hef ég tekið eftir. Rödd karlmannsins getur ha-ft æsandi áhrif á hana, vilja- styrkur hans eða tilfinninga- hiti, aldrei líkamsstyrkur hans, Karlmanna„strip-tease“ væri alveg út í hött. Áhugi kvenna á þessu gæti líka að einhverju leyti byggzt á forvitni um tæknileg atriði, varðandi það að sýna líkama sinn, þannig að hann nyti sín sem bezt. Konan hugsar þá: Ef mannin- um mínum eða vini mínum félli þetta í geð, vildi ég gera þetta sjálf. — Monsieur Bernadin, ég er hræddur um að við séum að komast heldur langt út í „fíló- » sófíuna“. Segið mér heldur: Eru nektarsýningar í París háðar eftirliti? Þrjár reglur gilda hér sem óskráð lög: Engir karlmenn á sviðinu samtímis dansmeyjun- um. Viðfangsefni sýningarinn- ar má aldrei vera gróft. Og aldrei algjör nekt, eins og tiðk- 1 ast t. d. á Reeperbahn í Ham- borg. Annars er allt leyfilegt, .sem ekki veldur hneyksli. — En álítið þér ekki, að mörk hins hneykslanlega séu breytileg? Að hægt sé í dag að sýna hluti, sem hefðu verið í1 óleyfilegir fyrir einum áratug. — Þvert á móti. Þróunin • • hjá okkur er sú, að sífellt er lögð meiri áherzla á fínleikann, hið fagurfræðilega. — Er það skoðun yðar, að þér leggið af mörkum mikil- vægan skerf til listarinnar. — Til þeirrar listar að njóta á réttan hátt, já, því ekki það? ■—■ Og þér álítið ekki, að list yðar sé óheilbrigður næturgróð- ur, sem eigi lítt skylt við ánægjuna af því að virða fyrir sér fallegan líkama? — Nei, það veit trúa mín, að mér finnst ekki. — Virðist yður samband manns og konu í vestrænni menningu vera eðlilegt og eins og það á að vera? Karlniennirnir kunna ekki að njóta lífsins. — Nei, það finnst mér ekki Karlmennirnir á Vesturlönd- um hafa gefið yfirráð sín yfir konum upp á bátinn, og kon- urnar eru nú hið sterkara kyn, kynið sem á fx-amtíðina. Og höfuðorsök þess er, að karl- mennirnir vinna of mikið, en eyða of litlum tíma í að njóta lífsins. Mennirnir kæra sig ekkert um konurnar, og þá á ég við á tilfinningasviðinu. Kax-lmennirnir elska konurnar ekki lengur. — Heldur? — Peningana. Metorðin. Bíl- inn sinn. Áður fann kai'lmað- urinn fyrst og fremst sína full- nægingu hjá konunni. Nú er þetta allt orðið öðruvísi. Hald- ið þér að þessi breyting hafi oi'ðið til að skapa meii'i ham- ingju? Ég tala bara af hrein- skilni og sleppi allri tæpitungu. — Fi'elsi æskunnar verður stöðugt meira nú á tímum. Kannski of mikið, mætti mað- ur álíta? — Frelsið verður aldi'ei of mikið. Æskan flytur með sér fei'skan andblæ. Hún lætur ekki lengur hneppa sig í viðjar, því hún er nú stærri hluti af hverri þjóð en áður vai'. Nýr tími er uppi’unninn, hvarvetna. Þér eigið eftir að undrast. Líkaminn verður ekki lengur feimnismál og viðhorfin í kyn- ferðismálum eiga eftir að gjör- breytast í átt til frjálsræðis. — Og þér eruð hlynntur þessari þróun? — Svo sannarlega. — Þér haldið ekki, að þetta geti orðið þróun til spillingar? — Þvert á móti. Spillingin er hjá þeim eldri með allar sínar hömlur og siðgæðisviðjar. — Og það er náttúrlega skoð- un yðar, að þér stuðlið að þess- ari þróun með klúbbi yðar? — Stiaumarnir koma víða að og liggja allir í þessa átt. Ég fylgi þessum straumum. — Haldið þér að konurnar séu ánægðar með þessa þróun, horfurnar á fullkomnu frelsi? — Vitaskuld. Hæstánægðar. Konurnar öðlast sjálfar frelsi. — En fullkomið frelsi í kyn- ferðismálum hlýtur þó fyrst og fremst að koma kai'lmanninum til góða, þar sem ekki yrði um neina sambúð að ræða. Grund- völlur þjóðfélags okkar er hjónabandið. Og þér grafið undan hjónabandinu með því að sýna mönnum dásemdir þess, sem þeir geta fengið utan hjónabandsins, beinlínis otið því að þeim. Sama konan í tuttugu ár. — Já, en er það ekki hræsni að segja að sama konan geti haft aðdráttarafl fyrir karl- mann í 20—30 ár? Eða sami karlmaðurinn fyrir konu? Þetta vita allir og viðurkenna með sjálfum sér. En enginn vill taka afleiðingunum af því að viður- kenna það í verki. — Margir menn sækja þó á önnur mið. — Þá hefur konan rétt til þess að gera slíkt hið sama. — Og yður finnst nútíma- æskan vera á sömu bylgju- lengd og þér? — Já. Æskan er hrein og bein. Hún er ekki með nein látalæti. Ungir menn skjóta sig ekki vegna spilaskulda. Ungar stúlkur fleygja sér ekki í Signu, vegna einhverra heimskulegra siðgæðisboðorða. Allt er miklu náttúrlegra og frjálsara. Og á hverju byggist þetta? Menn- irnir hafa leyst sig úr viðjum og geta litið líkama sinn eðli- legum augum. Og ég legg fram minn skerf til þess að mennirn- ir geti öðlazt þetta frelsi. — Monsieur Bernadin, hvað eruð þér gamall? — Fjörutíu og átta. — Þér eruð kvæntur? — Ég hef verið kvæntur i fjórtán ár. — Börn? — Þrjú. — Eruð þér hamingjusamur faðir? — Mjög hamingjusamur. — Og góður eiginmaður? — Á minn hátt, mjög góður. — Konan yðar er ekki af- brýðisöm? — Því fer fjarri. Hún hefur gaman af þessu öllu saman, hlær að því. Framh. á bls. 41 PRENTMYN-DAGERÐIN MYNOAMOT H.F. MOHGUNBLAÐSHÚSINU - SfMI 171B2 FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.