Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 44

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 44
ALLT A SAMA STAÐ Helztu nýjungar TUXEDO PARK JEEP Nýr „lúxus" jeppi frá hinum heimsþekktu Kaiser-Jeep bifreiða- verksmiijum ryrsta sendiitg seldist upp strax Onnur væntanleg Pantið tímanlega 1. NÆLONBLÆJUR EÐA MEYERHÚS. 2. KRÓMAÐIR STUÐARAR, LAMIR HÚDDKRÆKJUR OG HJÓLKOPPAR. 3. GÍRSKIPTING í STÝRI. 4. EIN SKIPTISTÖNG FYRIR FRAM- HJÓLADRIF. 5. SÉRSTAKLEGA VÖNDUÐ SÆTI. (SVAMPUR). 6. NÝJAR FJAÐRIR. MÝKRI AKSTUR. 7. „ALTERNATOR“ (RAFALL) 8. ÖFLUGRI HEMLAR. Landskúnn varahlutaþjónusta er yðar trygging. Leitið upplýsinga um veið og skilmála. EGILL VILHJALIHSSOIM HF. LAUGAVEG 118, SÍMI 22240 • Undarlegir hlutir Framh. af bls. 42. gufukötlunum, en þeir voru fastir undir sundurtættum far- þegavögnunum. Dr. Bedford var ekki rótt. Kona hans og vinir hans reyndu að koma honum í skiln- ing um að hann hefði ekkert getað gert til að afstýra slys- inu, hann bæri enga ábyrgð á því. En dr. Bedford varð ekki haggað. Hann fór að kanna hvaða maður hefði setið í sæti hans. Hjá járnbrautarfélaginu fékk hann að vita að margir miðar hefðu verið fyrirfram pantaðir, m. a. gluggasætið í hinum vagninum. Síðan tókst honum að hafa það upp úr járnbrautarskrifstofunni hvaða maður hefði setið í sætinu sem hann hafði afsagt um morgun- inn. Það var ungur arkitekt, Ronald M. Goldsboroug að nafni. Hann lét eftir sig konu og tvö börn. Og nú tók dr. Bedford til sinna ráða. Konu hans og vin- um þýddi ekki að vera með neinar mótbárur. Hann seldi bílinn sinn og losaði aðrar eign- ir sínar og sendi svo ekkju arkitektsins peningana. „Maðurinn yðar lét lífið fyrir mig. Hvað sem ég geri verður það aldrei nóg.“ Frásögnin af þessum atburð- um varð ekki kunn fyrr en eftir dauða dr. Bedfords, en hann andaðist tíu árum seinna, 1961, sextugur að aldri. Hún var í bréfi sem fannst í bankahólfi hans. • Sendibréf Framh. af bls. 31. við kaupstaðina.. Þá var það, að skyggnasti listamaður lands- ins, Jóhannes Kjarval, fékk ekki orða bundizt: „Það mun þykja ókarimann- legt að líta við lambablómi, þegar um stóriðnað er að tefla. En þó skal nú beina eftirtekt íslenzkra nýyrkjumanna að þessu.“ • Hann horfði á náttúruna öðr- um augum en bóndinn, sem mat mest af öllu að stækka túnið. Það hafði borizt út fyrir landsteinana, að landbúnaður á íslandi væri með blóma, og þess vegna kom Sjúrður Paturs- son frá Kirkjubæ í Færeyjum hingað þeirra erinda að læra fjárrækt norður í Þingeyjar- sýslu. Þangað var líka kom- andi á þeim árum — hrútarn- ir orðnir svo þungir á sér af holdum, að það varð að grafa ær niður, ef þeir áttu að geta lyft sér í þá stöðu, sem nátt- úran heimtaði til viðhalds hinum góða þingeyska fjár- stofni. Mikið hlýtur Sjúrður að hafa orðið forviða, þegar kom frám um jól og han'n sá þéssar aðfarir. Þetta varð honum líka lærdómsrík ferð, því að hann varð seinna seyðaráðgevari I Færeyjum, og veit ég ekki bet- ur en hann sé það enn. Já — Þingeyjarsýslan á þeim árum — það varð ekki ofsög- um sagt af henni. Þá var Guð- mundur Friðjónsson enn á bezta aldri og orti betur en páfinn, þegar vorið fór sunnan með allan sinn unað: Bjarmaland vorsins blikar mér við sjónum, bláfjallaland með öllum hlíðum grónum, sæblámaland með svalhöfgum döggvum, sólgeislaland með af tanb j armaröggvum. Þannig birtist vorgleðin þing- eyska í fögru ljóði. En þegar dagarnir styttast og haustið fer að aukast oft áhyggjur. Svo var líka árið 1926. Með skugg- um haustsins tók að brydda á viðsjárverðum fyrirbærum, og loks var það, að heiðurskona ein í höfuðborginni, sem nefndi sig Sis, fékk ekki orða bund- izt yfir því, sem hún hafði orðið vitni að. Hún hóf upp sína viðvörunarraust og birti svolátandi áminningu í einu bæjarblaðinu — mig minnir Morgunblaðinu: „Vangadansinn er ógeðsleg- astur af öllu ... Mér blöskrar að sjá fólk með rauðan kjamm- ann eftir mjakið i dansinum. Slíkt getur líka verið hættulegt. Margir ungir menn eru með sjúkdóm í hárinu. Vil ég mæl- ast til þess við danskennarana, að þeir afnemi vangadans. Þarf ég þess þó ekki míh vegna, því ég dansa aldrei við þá, sem bjóða vangann". Með þessari ádrepu dyggða- konunnar, sem vonandi hefur varðveitt svo vel heilsu sína, að henni endist lífið enn, Ijúk- um við þessum frásögnum af árinu 1926. • Arfur án erfiitgja Framh. af bls. 34. meira um allt þetta mál, lið- þjálfi," bætti hann við. „Já, það vil ég gjarnan." George gerði grein fyrir fram- gangi erfðamálsiris frá byrjun. Um stund hlustaði liðþjálfinn kurteislega og tók aðeins fram í einstöku sinnum til þess að fá skýringu á einhverju orði, sem hann ekki skildi. Þegar ungfrú Kolin þýddi það yfir á þýzku þakkaði hann fyrir í hvert skipti með höfuðhneigingu. Hann virt- ist nærri skeytingarlaus, eins og hann væri að hlusta á eitthvað, sem eiginlega kæmi honum ekk- ert við. Það var fyrst þegar George kom að atburðunum, sem hinn upprunalegi Schirmer lið- þjálfi hafði orðið fyrir við Eylau, sem breyting varð á. viðhorfi hans. Allt í éinu hailaði hann Framh. á bls. 46. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.