Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 33

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 33
„Bölvaðir óþokkarnir! En ég er tiineyddur að vera kyrr, ástin mín.“ „Þú verður að gefa þig fram. Þú verður striðsfangi...“ „Þú ieggur þó ekki trúnað á það? Þeir skera mig á háls.“ „Nei, hér eru margir þýzkir hermenn. Liðhlaupar. Þeim er ekkert gert ef þeir segjast vera hlynntir ELAS.“ „Ef þeir segjast vera kommún- istar, áttu við?“ „Hvað þýðir það?“ „Ætiarðu að líkja mér við þessi liðhlaupasvin?" „Auðvitað ekki, hjartað mitt.. Ég á þá ósk eina að bjarga þér.“ „Gott — ég þarf mat. Og því nœst rúm. Ég get sofið í her- bergi Nikis í nótt. Ég er til eins- kis nýtur annars en að sofa.“ „En þú getur ekki verið hér, Franz. Þú getur það ekki!“ Hún var farin að gráta. Hann greip um handleggi hennar. „Nú, engan harmagrát, eiskan mín, og ekkert bull! Skilurðu mig? Það er ég, sem tek ákvarð- anirnar. Þegar ég hef borðað og hvilt mig, getum við rætt um hlutina. Sýndu mér nú, hvað þú átt að borða!" Hann hafði kreist handlegg hennar svo fingur hans grófust djúpt inn í vöðvana, og þegar hún hætti að gráta vissi hann, að hann hafði gert hana smeyka jafnframt því, sem hún hafði íundið til. Það var eins og það átti að vera. Um frekari r óhlýðni yrði ekki að ræða að sinni. þess konar lýð í landinu núna. Og síðan yrði' hann að ákveða hvert halda skyldi. Það yrði varla neitt áhlaupaverk. Þau lönd voru ekki mörg eftir, sem myndu bjóða Þjóðverja velkom- inn og rétta honum hjálparhönd. Spánn kannski... eða Tyrk- land... En höfuð hans seig niður á bringu og augun vildu ekki hald- ast opin. Hann hristi sig og gekk inn í svefnherbergið. Við rúmið sneri hann sér við og leit á Kyru. Hún brosti sefandi. Hann hneig niður í rúmið og sofnaði sam- stundis. Það var enn dimmt og hann gat ekki hafa sofið lengur en fáeina tíma, þegar hann vakn- aði við að handleggur hans var hristur óþyrmilega og hann fékk högg í síðuna. Hann þaut upp. Tveir menn með byssu á lofti stóðu og horfðu á hann. Þeir voru með byssubelti og ská- reim eins og hinir glaðbeittu andartes, sem hann hafði séð á götunum. En þeir höfðu allir verið vel við skál. Þessir tveir voru mjög allsgáðir og einbeitn- islegir... „?tandið á fætur!“ sagði annar þeirra hvellt á þýzku. Hann hlýddi seinlega og reyndi um leið að vinna bug á svefnþörf sinni, sem var sterkari en nokk- ur ótti. Hann vonaði aðeins að þeir flýttu sér að drepa hann svo hann gæti fengið að hvíla sig. „Nafn yðar?" „Sehirmer." Staða?“ ’,’,Liðþjálfi. Hver eruð þér?“ „Það fáið þér að vita nógu snemma. Hún segir, að þér hafið verið fallhlífarhermaður og lið- þjálfi í meðferð vopna. Er það rétt?" „Já." „Hvar unnuð þér til járn- krossins?" Nú var liðþjálfinn nógu vel vaknaður til þess að sjá nauðsyn þess að ljúga. „1 Belgíu." „Óskið þér að halda lííi?" „Hver myndi ekki géra það?“ „Fasistarnir gera það ekki. Þeir elska dauðann svo þá drep- um við. Sannir lýðræðissinnar vilja lifa. Þeir sanna þá ósk sina með þvi að leggja stéttar- bræðrum sinum lið á móti fas- istunum og hinum kapitalistisku- heimsvaldásinnuðu yfirgangs- seggjum." „Hverjir eru þeir yfirgangs- seggir?" „Afturhaldsmennirnir og hin- ir ensk-amerisku yfirboðarar þeirra." „Ég þekki ekkert til stjórn- mála." „Vitanlega ekki. Þér hafið ekk- ert tækiíæri haft til að læra um þau. En það er nú ósköp einfalt. Fasistarnir deyja, sannir lýðræð- issinnar lifa. Þér hafi* að sjálf- sögðu frjálst val, en tíminn er naumur og margt þarf að gera, svo þér fáið tuttugu sekúndur til umhugsunar. Venjulega eru það þó aðeins tíu sekúndur, en þér eruð yfirmaður, þjálfaður hermaður og reyndur kennari. Auk þess eruð þér ekki liðhlaupi. Þér eigið rétt á að hugsa yður rækilega um, áður en þér takið hinni miklu ábyrgð, sem yður er boðin." „Ef ég krefst réttar míns sem stríðsfangi?" „Þér eruð ekki fangi, Schir- mer. Þér hafið ekki gefið yður fram. Þér standið enn i orra- hríðinni. í augnablikinu eruð þér fjandmaður Grikklands og —“ hann lyfti byssunni — „við eigum mikils að hefna ...“ „Og ef ég tek boðinu?" „Þá munuð þér innan tíðar fá tækifæri til að sanna stjórn- málaleg heilindi yðar, hollustu yðar og þekkingu, Tuttugu sek- úndurnar eru liðnar fyrir löngu. Hverju svarið þér?“ Liðþjálfinn yppti öxlum. „Ég tek boðinu." „Heilsið þá með hermanna- kveðju!" sagði hinn hvasst. Brot úr augnabliki fór. hægri hand- leggur liðþjálfans að hreyfast, og hann sá fingur skæruliðans beygjast um gikkinn. Hann kreppti vinstri hönd og lyfti henni yfir höfuðið. Skæruliðinn brosti biturlega. „Prýðilegt. Þér komið með okk- ur eftir andartak." Hann gekk að dyrunum og opnaði þær. „En það var annað, sem við þurfum að huga að fyrst." Hann gaf Kyru bendingu að koma inn. Hún gekk með stirð- legum skrefum inn í herbergið. Andlit hennar var tárvott með angistarsvip. Hún leit ekki á lið- þjálfann. „Þessi kona,“ sagði skærulið- inn og brosti, „var svo vinsam- leg að tilkynna okkur að þú vær- ir hérna, félagi. Bróðir hennar var fasistanjósnari. Tilgangur hennar með því að svikja þig var að sannfæra okkur um hve há-lýðræðissinnuð hún væri. Hvernig lízt þér á það, félagi Schirmer?" „Mér lízt þannig á, að hún sé bölvuð fasistatik," sagði Schir- mer liðþjálfi stuttur í spuna. „Fyrirtak. Mér fannst ná- kvæmlega það sama. Þú lærir fljótt." Hann kinkaði koili til hins. Fylgdarmaður hans lyfti byss- unni í einu vetfangi. Áður eh Kyra gæti æpt, eða liðþjálfinn svo mikið sem hugsað til þess að andmæia, kváðu við þrjú skot. Drunan reif smá kalkstykki nið- ur úr loftinu. Liðþjálfinn fann það lenda á öxlinni á sér um leið og hann sá stúlkuna skelia í vegginn við höggið frá hinum; stóru byssukúlum. Með opinn munninn hneig hún niður á gólf- ið og lá þar kyrr. Andartes mennirnir tveir horfðu hvasst á hana andartak, svo snerust þeir á hæli og fóru. Liðþjá'ifinn fylgdi á eftir þeim. Hann vissi, að þegar þreytan og ringlunin hefðu yfirgefið hann, myndi hann finna skelfing- una yfir þvi, sem gerzt hafði. Honum hafði þótt vænt um Kyru... Schirmer liðþjálfi gegntíi störf- um í lýðveldisher Markos hers- höfðingja í rúm þrjú ár, og þar hitti hann Arthur. Arthur hafði verið í brezkri liðssveit, sem ráð- izt hafði á þýzka aðalbækistöð í Norður-Afríku. Hann hafði særzt og verið tekinn til fanga. Þýzki liðsforinginn á staðnum hafði látið hjá líða að skjóta fangana úr árásarsveitinni ogí kom Aithur fyrir I hópi annarra brezkra fanga, sem sendir voru til Þýzkalands gegnum Grikk- land og Júgoslaviu. 1 Júgoslavíu hafði Arthur flúið og barizt það sem eftir var styrrjaldarinnar með fylgismönnum Titos. Hann hafði ekki gert sér það ómak að snúa aftur til Englands í stríðs- lok, heldur var hann i hópi þeirra þjálfara, sem Tito fékk Markos til umráða. 1 Arthur fann liðþjálfinn sann- an félaga. Þeir voru báðir at- vinnuhermenn og höfðu báðir starfað í úrvalssveitum sem yíirmenr.. Hvorugur þeirra var bundinn íöðurlandinu neinum til- finningalegum böndum. Bá'um féll hermannslífið vel í sjálfu sér. En öllu öðru fremur höf5u þeir sömu skoðanir á stjc-rn- málum. I dvöl sinni með íiokksmönn- unum hafði Arthur hlustað á svo mikið Marxista-tal, að hann kunni orðið heilmikið af þvi utan að. Þegar honum leiddist, romsaði hann það oft upp úr sér í löngum bunum og Þau gengu upp í íbúðina. Þegar hún sá hann I Ijósinu, rak hún upp örvæntingaróp, en hann þaggaði óþolinmóður niður í' henni. „Ég er svangur," sagði hann með þjósti. : Hún framreiddi máltíð og horfði á meðan hanri snæddi. Nú var hún þögul og hugsi en hann veitti henni ekki frekari athygli. Harin gerði áætlanir. Fyrst ætl- aði hann að sofa en siðan ætlaði hann að reyna að komast yfir íatriað. Vandræði að bróðir henn- ar skyldi vera svo litill. Hún yrði að kaupk handa honum notuð föt einhvers staðar. Þvi næst gæti hún komizt að því hváða skilríki hann þyrfti að hafa til þess að geta farið frjáls ferða sinna. Það var auðvitað þetta með málið, en það vanda- mál gæti hann leyst með þvi að látast vera Búlgari eða Albani. Vafalaust væri fiöldinn ailur af FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.