Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 13
R MANNA? — EFTIR JOHN KORD LAGEMANN - henni. Þegar hún hverfur úr sjónmáli virðist hún ekki lengur til í vitund þess. Barnið hefur tekið miklum andlegum framförum þegar það kallar eftir hringlu, sem dottið hefur út úr vöggunni. Þefta þýðir, að endurtekin handfjötlun hringlunnar hef- ur gefið því tiltölulega var- anlega hugmynd um hana. Nú man það eftir henni. Önnur mikil framför á sér stað kringum átján mánaða aldur, þegar barnið fer að nota töluð hljóð, sem líkjast orðum, um þessar innri hug- myndir. Talmálið hraðar mjög vinnslu þess úr upp- lýsingunum. Fjöldi hlut- anna, sem það getur haldið á í höndunum er takmai'k- aður, en fjöldi þess, sem það getur náð tökum á með orð- um, er nærri ótakmarkaður. Foreldrar geta ekki hjálp- að .barni sínu að læra að nota orð. Það verður barnið að lasra sjálft. En foreldrarnir geta gert því auðveldara fyrir með því að tala við það, lesa fyrir það, hugsa upphátt í nærveru þess, halda því sveipuðu í hljómi prða, gera því ljúft að hlusta á orð, jafnvel þótt það sé of ungt til að skilja merkingu þeirra. Fyrrum hlýddu börn á upplestur úr Biblíunni svo að segja frá fæðingu og þetta getur hafa átt sinn þátt í orðsnilld forfeðra okkar. Faðir velska ljóðskáldsins Dylan Thomas las oft úr verkum Shakespeares fyrir drenginn þegar hann var að- eins þriggja eða fjögurra ára. Ungi Dylan skildi ekki merkingu orðanna, en vel má vera að hljómur þeirra hafi orðið eftir í vitund hans. Agi verkar misjafnlega örvandi á greindina. Rann- sóknir prófessors Alfred L. Baldvin hjá New York há- skóla gefa í skyn að börn frá heimilum þar sem ákvarðanir og afleiðingar þeirra eru ræddar, sýni hækkun á greindarvísitölu á aldrinum fjögurra til sjö ára, þar sem börn foreldra sem annað hvort eru hirðu- leysislega eftirlát eða krefj- ast skilyrðislausrar hlýðni, sýna lækkun greindarvísi- tölunnar. Það sem mikilsverðast er um aga, er það hvort hann örvar eða dregur úr skiln- ingi barnsins á afleiðingum athafna. Agi sem bælir for- vitni barnsins og hindrar það í að nota hugann til þess að kynnast orsökum hlutanna, dregur úr and- legum þroska þess. Foreldri, sem refsar barninu fyrir sjálfstætt framtak þess eða segir: „Gerðu þetta vegna þess að ég segi það,“ er í raun og veru að segja: „Hugsaðu ekki.“ Jafnvel áður en barnið getur gengið ætti því að vera frjálst að reyna sig, að kasta hlut- um, að sjá afleiðingar til- rauna sinna á þá hluti sem það kastar. Barnið á að örva til skilnings á gerðum sín- um, til að greina orsök frá afleiðingu. Smábarninu ætti að vera það frjálst, innan takmarka öryggisins, að kanna hlutina, klifra í stig- um og nota einföld verkfæri. Glíma við einföld verk- efni snemma í lífinu mynd- ar hugmyndatengsl sem barnið getur síðarmeir mið- að flóknari verkefni við. Sérhvert nýtt verkefni er í „einhverju líkt“ því sem það hefur þegar leyst. Hæfileg verkefni hafa þannig örv- andi áhrif á greind barns- ins. En það er hægt að fara of geyst. Ef foreldrar setja það skilyrði fyrir ást sinni á barninu, að það geri það sem þau vilja að það geri, þá er raunveruleg hætta á ferðum. Sjái þau á hinn bóg- inn barninu einungis fyrir tækifærum til að leysa verk- efni af hendi og láti tilgang Framh. á bls. 38. LÍF OG HEILSA xmm BARIMA OG UiMGLINGA Eftir Ófeig J. Ófeigsson lœkni FY RIK hinn lögskipaða barnaskólaaldur það er fyrstu 7 ár ævi sinnar hefur barnið orðið að læra allar þær lireyfingar, sem þarf til þess að geta matast, skriðið, haldið jafnvægi, gengið, lilaup- ið, leikið sér o. s. frv. Auk þess hefur það þurft að læra lieilt tungumál (móðurmálið) til slíkrar hlítar að það skilji allt daglegt tal, geti gert sig vel skiljanlegt öðrum og tali málið án annarlegs lireims. Þetta eitt eru meiri afköst en margur fullorðinn hefur getað framkvæmt á jafn- sköninmm tíma í skóla eða við dvöl erlendis. Allt þetta liefur kostað barnið mikla vinnu, margendurteknar til- raunir og mikla einbeitingu hugans. Ungt barn er því önnum kafið við störf sín frá því það vaknar og þar til það sofnar. Eftir því sem barnið eldist fer það að reyna að bjarga sér sjálft: matast án hjálpar, klæða og hátta sig o. s. frv. Þaö þarf að virða fyrir sér störf þeirra, sem eldri eru, margstæla þau og læra smám saman. Við allt þetta bætir svo fullorðna fólk- ið ýmsum snúningum og oft nokkru námi. hér á íslandi aðallega lestri og að draga til stafs, og upp á síðkastið, með komu dagskólanna kennslu í leikjum, samleik við önnur börn, háttvísi og reglu- semi. Ef til vill er rétt að láta barnið læra eitthvað í lestri og skrift áður en það kemiir í barnaskólann, en alveg sjálfsagt að því sé leið- beint í leik þess og bjástri, sé vanið á regluseini og góða siði. Ég tel óheppilegt að börn séu látin vinna nokkuð sem lieitið getur fram að harna- skóiaaldri, nema léttustu snúninga. Vetrarnám barna og ungl- inga er yfirlei'-t svo þreytandi og erfitt flestum að það ætti að reiknast nóg vinna að vetr- inurn. Þó ættu öll börn á þessum aldri að létta svolítið undir heimilisstörfin og þau kennd þeim, jafnt piltum sem stúlkum. Þar sem þessi börn eru tiltölulega fáar klukku- stundir af daglegum vöku- tiina siniun í skólanum og mörg þeirra hafa að litlu að hverfa utan skólans væri á- kjósanlegast að þau dveldu áfram í hontim verulegan hluta dagsins í umsjá, eða öllu heldur, í félagi við full- orðið fólk, sein leiðlæindi þeim í Ieikjum, kenndi dans, tómstundaiðju, leiklist, fram- sögu, upplestur o. þ. h., leið- beindi um félagsmál og sam- starf, rökræddi við nemend- ur um liugðarefni þeirra o. s. frv. Eflaust færi best á því að öll „lieimavinna“ og „heimanáin", sem, eins og nú er ástatt, er oft óliæfilega mikið og skiptist mjög mis- jafnlega niður á námsgrein- ar allt eftir geðþótta hvers kennara, færi fram í skólun- um þannig að börnimuni yrði úthlutaður viss tími af þess- um aukatíina fyrir livert fag. Þessi aukavist í skólunum gæti verið svo vel skipulögð og framkvæmd að bæði börn- in og þjóðfélagið græddu á því. Nú lianga stórir hópar unglinga reykjandi og drekk- andi á „sjoppum“ og veit- _ ingastöðum. Þetta fyrirkomu- lag, sem hér hefur verið stungið upp á myndi án efa vera farsælla en þó komið sé upp skemmtistöðum fyrir börn og unglinga eins og nú er gert og stefnt er að sem einu lausn ungiingavanda- málsins. Hvað eiga þessi ung- inenni að gera með að lianga á einhverjum skemmtistaðn- uin langt fram á nótt á hverju kvölili? Þeir eiga blátt áfram að vera heinia á kvöldin og hátta nógu snemma til að geta fengið nógan svefn undir næsta dag. (Eftirprentun bönnuð) Næsta grein: Sumarstörf barna og ungiinga. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.