Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 21

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 21
Um tíu ára skeið bjó hún með Picássö. Hún ól horiúm tvö börn, og hún lœrði að þekkja manninn Picasso með öllum hans göllum. Þegar hún skrifaði bók um líf sitt með hon- um varð hann óður og uppvcegur og leitaði til dómstólanna. Betri auglýsingu hefði bókin náttúr- lega ekki getað fengið. Hún var rifin út um leið og hún kom á markaðinn, tvö hundruð þúsund eintök seldust i Bandaríkjunum, þrjátíu þúsund í Frakk- landi, tuttugu þúsund í Englandi og annað eins í Þýzkalandi og Ítalíu. Sænsk og japönsk útgáfa er í undirbúningi. Og Frangoise Gilot fær ekki stundlegan frið fyrir fréttariturum blaða, útvarps og sjónvarps hvar sem hún fer. ,,Já, kannski hatar hann mig. Þó er ég ekki viss,“ segir hún. „Ég hef ekki séð hann síðan ég fór frá honum. Börn- in okkar hafa heimsótt hann. En ég er ekki lengur til í hans augum.“ ÞAÐ er erfitt að skilja hvers vegna málarinn móðgaðist svona af bók- inni. Honum er ekki lýst þar af neinni illgirni. Hann kemur fram sem maður með stórbrotna skapgerð, lifandi per- sónu en ekki neinn safngripur, mann- legur, í hæsta máta mannlegur. Eigin- gjarn, skapstór, ágjarn en líka blíðlynd- ur, ástríkur faðir, fullur af andstæðum, óútreiknanlegur. „Hann kom mér stöðugt á óvart,“ segir Frangoise. „Og ég honum. Ég er gáfaðasta konan sem hann hefur elsk- að.“ „Hvað voruð þér honum?“ „Gyðja. Hann skipti öllum konum í tvo hópa. Annars vegar voru gyðjurnar, hins vegar gólfmotturnar. Ég var gyðj- an hans.“ „Og hvað var hann yður?“ „Ég var unglingstelpa þegar ég kynnt- ist honum. Hann gerði mig að konu.“ „Gerði hann yður líka að listmálara?" „Nei, það var ég áður. Annað hvort er maður fæddur málari eða ekki. Aðr- ir geta ekki gert mann það.“ „Hvers vegna fóruð þér frá honum?“ „Vegna þess að við höfðum ekkert um að tala lengur. Ég hafði haft unun af því árum saman að ræða við hann um list. En smám saman var það orðin martröð. Það er löng og flókin saga.“ „í bókinni segizt þér hafa elskað hann heitar með hverju árinu sem leið, ekki svo mjög í byrjun. Samt fóruð þér frá honum. Hvernig stendur á því?“ „Upphaflega var ég aðeins forvitin að kynnast honum, en tilfinningalega séð var ég enn óþroskuð. Ég var tuttugu og tveggja ára og reynslulaus eins og skólatelpa. Seinna vaknaði ástríðan En Frangoise Gilot með bók sína, LÍE MITT MEÐ PICASSO, sem hefur orSið metsölubók í mörgum löndum og vakið athygli um allan heim. Myndirnar á veggjunum eru eftir hana sjálfa, en hún er þekktur listmálari 5 eigin rétti. þegar ég fullorðnaðist varð ég ólíkari og ólíkari honum. Hann sagði það oft sjálfur: ,Þú hefur breytzt á þessum árum, Frangoise, þú ert gerbreytt', sagði hann við mig.“ „Aldursmunurinn hefur haft sitt að segja. Hugsaði hann ekkert um þá hlið málsins?“ „Ég skal segja yður, að Picasso var merkilega ungur í anda þegar ég kynnt- ist honum, yngri en ég og meira lifandi að mörgu leyti. Venjulegir menn eld- ast smám saman, dag frá degi, en ekki hann. Það var ekki fyrr en hann var kominn yfir sjötugt sem hann varð gamall, og þá gerðist það í einu vet- fangi. Allt í einu varð mér Ijóst, að við áttum ekkert sameiginlegt lengur. Þá fyrst fann ég, að hann var fjörutíu árum eldri en ég.“ „Þið eigið tvö börn saman. Þau ættu að vera tengiliður á milli ykkar.“ „Það er satt. En hann kann heldur ekki lengur að tala við börnin sín. Hann umgengst þau enn eins og smákrakka, þó að Claude sé kominn i háskóla og Paloma í menntaskóla." Nú er Frangoise gift lítt kunnum list- málara að nafni Luc Simon. En hún gerir sér ljóst, að nafn hennar verður ætíð tengt nafni Picassos. Framh. á bls. 42. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.