Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 12
AUKA GÁFU LLT frá síðustu heims- styrjöld hafa þekktir sálfrœðingar fengizt við rannsóknir á sam- bandi milli frum- reynslu og þess hvern- ig við öðlumst, skipu- leggjum, geymum, notum og miðlum þekkingu — í stuttu máli hvernig við hugsum. Rannsóknir þeirra hafa leitt í ljós möguleika sem eru jafnbyltingarkenndir og beizlun atomorkunnar: að leysa úr viðjum meira af hæfileikum mannsheilans. Einn af frumkvöðlum þess- ara rannsókna er dr. Joseph MeVicker Hunt, prófessor í sálfræði við háskólann í Illi- nois og höfundur bókarinn- ar „Greind og reynsla“. í samtali við blaðamanninn John Kord Lagemann um breytingar á hugtakinu greind og möguleikana sem þær opna til þess að ala upp gáfaðri börn, lagði prófessor Hunt fram álit sitt og niður- stöður af athugunum, sem hér fara á eftir. Að áliti prófessors Hunt og samstarfsmanna hans mun mögulegt að auka með- aitalsgáfur jarðarbúa um 30 greindarvísitölustig næstu eina til tvær kynslóðir, — svo framarlega sem hægt yrði að fá börnin nógu snemma til meðhöndlunar. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að það er á fyrstu fjórum eða fimm ævi- árum barnsins, sem þroskinn er örastur og næmastur fyr- ir áhrifum. Á þessu tímabili mótast þeir. haefileikar hjá barnipu,. sem síðari hæfni þess byggist á. Um 20% af þessum grundvallarhæfi- leikum myndast þegar á fyrsta aldursári, um það bil helmingúr þeirra áðúr en barnið nær fjögurra ára aldri. Áður en lengra er farið út í það hvernig auka megi greindina, er ef til vil) rétt- ara að skilgreina hugtakið greind. Greind er hæfileiki til að leysa vandamál, en hún er ekki óbrotinn, sjálfstæður eiginleiki. Hún er samveldi hæfileika, sem menn til- einka sér einn af öðrum, þar sem hinir síðfengnari sam- lagast þeim sem áður eru fengnir. Hægt er að ímynda sér heilann sem voldugaupp- lýsingaþjónustu, óendanlega miklu flóknari en nokkurn rafeindaheila. Upplýsingar flæða inn í hann um skiln- ingarvitin fimm. Heilinn virðist þjappa þessum gífur- lega sæg, sem hann veitir viðtöku, saman í flokkuð tákn, sem hægt er að beita rökrétt til lausnar verkefn- um, ná settum takmörkum og finna lífinu tilgang. . Það er því hægt að skil- greina greind þannig að hún sé sú tækni sem barnið öðl- ast til að vinna úr upplýs- ingum' þeim sem skilningar- vitin færa því. Þessi skilgreining er ný að því leyti að hún er í mótsögn við fyrri hugmyndir um að greind sé eitthvað sem ákveðist strax við getnað eins og kynferði. Barninu er ekki gefin tilbúin greind heldur aðeins hæfileikinn til að öðlast greind. Það verð- ur bókstaflega að læra að læra, og hversu vel því tekst til, byggist á hæfileikum þeim til úrvinnslu upplýs- inganna, sem það öðlast með reynslu frumbernskunnar. Þess vegna eru fyrstu bernskuárin mikilvægust. Við vitum að dýr, alin sem heimilisvinir, eru yfir- leitt færari um að leysa verkefni en dýr sem alin eru í búrum. Á líkan hátt ná börn, alin upp á heimilum þar sem leikið er við þau og þeim gefinn kostur á fjöl- breyttum sjónar- og heyrn- arskynjunum, betri þroska en hin sem alin eru upp í stofnunum þar sem þau fara á mis við þessi réttindi. Til dæmis geta allflest fjöl- skyldualin börn setið upp- rétt tíu mánaða gömul og gengið tveggja ára. En ný- legar athuganir sem Dr. Wayne Dennis gerði á mun- aðarleysingjaheimili einu í Teheran, þar sem starfslið- ið var ónóg, leiddu í ljós að 60% barnanna gátu ekki setið upprétt á öðru ári og 84% voru ekki farin að ganga þriggja ára gömul. Ekki er ólíklegt að aðstæð- urnar hafi haft álíka lam- andi áhrif á almenna greind. Víða hefur það komið í ljós að börn sem alin eru upp á munaðarleysingjaheimil- um hafa yfirleitt lægri greindarvísitölu en þau mun- aðarlaus börn sem eignazt hafa fósturheimili. Jafnvel eftir að komið er fram á unglingsaldur, dragast slík börn aftur úr um eftirtekt, þrautseigju við úrlausnir og við að tileinka sér nýjar hugmyndir. Megnið af millistéttarfor- eldrum gerir sér nú þegar mikið far um að hjálpa börn- um sinum á veg að læra, en þeir geta gert meira. Ein grundvallarstefnan, sem þeir geta tekið, er að gefa ungbörnum sínum kost á fjölbreyttu (en ekki ofboðs- legu) úrvali hluta til að hlusta á, horfa á og hand- fjatia. Það þurfa ekki að vera dýr leikföng. Kassar, pottar, pappírsarkir og ein- föld heimilisáhöld í ýmsum litum, stærðum af mismun- andi lögun og efni — allt mun það verka á skilningar- vit barnsins og hjálpa því að gera sér hugmyndir um styrk, lögun, vídd og fjölda. Auk tækifæra til að nota skilpingarvit sín, er aðallega tvennt, sem barninu er nauð- synlegt til að ná andlegum þroska. í fyrsta lagi þarf það að hafa frelsi til þess að reyna sjálft sig gegn um- heiminum, að ganga, klifra, stökkva, stjórna og fleygja -hlutum. í öðru lagi þarfn- ast það ástúðlegrar nær- • veru fullorðinna, sem eru því áhugasamir áheyrend- ur, svara endalausum spurn- ingum þess, eru því fyrir- myndir til eftiröpunar og spyrja það spurninga, sem það verður að nota tungu- mál til að svara. Barnið byrjar að Jæra strax og það fæðist. Það sem það sér, er í fyrstu ekki í neinu skyldleikasambandi við það sem það heyrir og finnur. Það verður að læra að samhæfa skilningarvit sín og binda þau eigin lík- amshreyfingum. Foreldrarn- ir geta hjálpað með því að veita barninu nóg tækifæri til að líta eftir hlutum sem það heyrir í — hringlu til dæmis — reyna að ná í hluti sem það sér og til að sjúga hluti sem það nær í. Tökum til dæmis samhæfingu auga og handar. í fyrstu slær barnið til hlutarins með krepptum hnefa. Smám saman nær augað stjórn á hendinni, barnið teygir sig eftir hinum þráða hlut og grípur föstu taki um hann. MEÐ því að koma fyr- ir litskærum hlut- um í sjónmáli við vöggur barnanna í Tewksbury State Hospital, í Massa- chusetts, tókst Dr. Burton White að lækká meðalaldur barnanna er þau reyndu fyrst að slá eftir hlutum, úr 65 dögum niður í 55 og aldur þeirra er þeim tókst að grípa hlutinn, úr 145 dögum niður í 85. Með því að ná valdi á hinum einfaldari aðferðum til upplýsingaöflunar opnast barninu leið til að læra ná- kvæmari og flóknari aðferð- ir. Samhæfing handar og auga gerir því kleift að læra meira um hlutina með því að gera eitthvað við þá. í fyrstu er hringlan því að- eins raunveruleg meðan það horfir á hana eða heldur á Í2 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.