Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 10

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 10
HVERIMIG KVIK IHYNDIR VILTIJ? SÚ SPURNING, sem einna heitast brennur í hjörtum reykvískra bíóstjóra er eflaust þessi: „Hvað er það eigin- lega, sem fólkið vill?“ Og því er þessi spurning svo brennandi, að yfirleitt fá þeir skammir úr öllum áttum. Okkur hjá Fálkanum datt í hug að gaman vœri að kanna afstöðu hins almenna bíógests til kvikmynda yfirleitt og því fórum við á stúfana eitt kvöldið og vorum komnir inn að Tónabíói rétt um hlé á níu sýningu, en þar var verið að endursýna Gullæði Chaplins. Spurningalistinn, sem við höfðum út- búið er á þessa leið: 1. Hvernig kvikmyndum gezt yður bezt að? 2. Hvert er álit yðar á kvikmynda- valinu í Reykjavík og Kópavogi annars vegar og í Hafnarfirði hins vegar? 3. Hver er uppáhaldsleikarinn yðar. Karl — kona? 4. Hver er uppáhaldsleikstjórinn? 5. Hvort geðjast yður betur að evrópskum myndum eða banda- rískum yfirleitt? 6. Hvert er álit yðar á hinum svo- kölluðu „djörfu atriðum“ í kvik- myndum? 7. Hvaða þjóð stendur fremst í kvikmyndagerð í dag að yðar áliti? 8. Finnst yður nóg gert að því að endursýna gamlar myndir eins og t. d. GuIIæðið? 9. Finnst yður nýjar myndir berast hingað til lands með eðlilegum hætti og á eðlilegum tíma? 10. Finnst yður að kvikmyndahúsin hér séu nógu vel á verði í vali barnamynda og finnst yður fjöl- breytni þeirra fullnægjandi? Lesendum er bent á að hafa spurn- ingalistann til hliðsjónar, þegar þeir lesa svörin. því þau eru í nákvæmlega sömu röð og töluselt eins og spurning- arnar 10 FÁLKINN AÐALSTEIN DAVÍÐSSON stud. mag. hittum við á stéttinni fyrir utan Tónabíó. Hann var hýr á svip, enda er Chaplin lagið að koma mönn- um í gott skap. Hann leit á spurn- ingalistann og svaraði viiðstöðulaust: 1. Myndum, sem eru nógu fjarri raunveruleikanum, ef þær eru ekki væmnar og ekki striðs- myndir. 2. Mér finnst nýjasta Bergman myndin í Hafnarfirði hrakleg. 3. Jean Gabin (franskur (Chap- lin er út af fyrir sig). 4. Ég er of heimskur til að taka eftir hver er leikstjóri. 5. Evrópskar. 6. Þau eru fyrir neðan allar hell- ur. 7. Á það er ég ekki dómbær. 8. Allt of Htið, yfirieitt fer kvik- myndagerð versnandi eins og annað í heiminum. 9. Bezt er að fá myndirnar milli- liðalaust og með islenzkum texta. 10. Alls ekki. Þær eru forheimsk- andi. HVAÐ VILL FÓLKIÐ SJÁ? GUÐMUNDUR GlSLASON garð- yrkjunemi renndi augunum yfir plaggið rétt áður en hann fór inn úr hléinu. Svör hans eru svohljóð- andi: 1. Gamanmyndum. 2. Ekki nógu gott í Reykjavík og Kópavogi. 3. Chaplin. 4. Ingmar Bergman. 5. Evrópskum. 6. Tek enga afstöðu til þess máls. 7. Italir. 8. Nei. 9. Allt of seint. 10. Nei. KVAÐ VILL FÓLKIÐ SJÁ?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.