Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 48

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 48
Heklubuxur Heklupeysur Heklusokkar í SVEITINA merkid tryggir vandada vöru á hagstædu verdi sögðu haldið fram, að þér séuð ekki sá, sem þér þykizt vera og það verðið þér að geta sannað.“ Liðþjálfinn stóð á fætur og hellti meira víni í glösin. George hélt áfram: „En þetta ætti ekki að valda neinum erfiðleikum, sé það tekið réttum tökum. Það eru allir hugsanlegir möguleikar fyrir hendi til dæmis ef þér haf- íð af einhverjum ástæðum látið taka fingraför yðar meðan þér voruð i þýzka hernum ...“ „Biðið hægir!“ Liðþjálfinn bandaði frá sér með hendinni. „Herra Carey — ég verð að hugsa mig um.“ „Já vitanlega — það var heimskulegt af mér. Það hlýtur að vera talsvert áfall, að vera allt í einu orðinn auðugur mað- ur. Það tekur sinn tíma ... Aftur varð þögn. Liðþjálfinn leit á Arthur og þeir litu báðir á ungfrú Kolin, sem sat hreyf- ingarlaus með skrifblokk sína. Þeir gátu ekki rætt málið sín á milli, meðan hún var viðstSdd, hvorki á grísku né þýzku. Art- hur yppti öxlum. Liðþjálfinn andvarpaði og settist aftur. „Herra Carey, ég get ekki tekið neina ákvörðun umsvifa- laust. Ég verð að fá frest. Það er svo margt...“ George kinkaði kolli af skiln- ingi, eins og hann hefði nú allt í einu komið auga á hið rétta eðli í kröggum liðþjálfans. „Ó — já ég hefði átt að skilja að ástandið myndi hafa í för með sér margvísleg vandamál fyrir heiður yðar sem byltingar-:, manns." „Hvað eigið þér við?“ Ungfrú Kolin þýddi hraðmælt og með hálfgerðu urri, sem George féll hreint ekki við. En liðþjálfinn virtist ekki taka eftir þvi. Hann kinkaði kolli annars hugar. „Já, já — það gefur auga leið. Ég verð að hafa frest til að hugleiða ýmsa hluti.“ George. fannst kominn tími til að ganga“ hreinna til verks. „Það er eitt atriði, sem ég vildi gjarna vita með vissu — það er að segja ef yður er sama þótt þér trúið mér fyrir því.“ „Og það er?“ „Þekkja grisk yfirvöld yður með yðar rétta nafni?“ „Gættu þin nú, góðurinn,“ byrjaði Arthur í viðvörunarrómi. En George tók fram í fyrir hon- um. „Engan æsing, Arthur. Lið- þjáifinn neyðist hvort sem er tií að segja mér það fyrr eða síðar, ef ég á að geta orðið honum að liði. Það skiljið þér vel, er það ekki, liðþjálfi?" Lið- þjálfinn hugsaði sig um andar- tak og kinkaði kolli. „Jú — spurningin á rétt á sér. Herra Carey, lögreglan þekk- ir mig undir öðru nafni.“ „Ágætt. Ég hef engan áhuga á að aðstoða grísku lögregluna. Ég er aðeins ráðinn varðandi erfðamálið. Ef við nú gætum haldið þessu dulnefni utan við' — og það ætti ekki að vera óger- legt — myndi það þá gera yður léttara um að taka ákvörðun?“ Hvöss augu liðþjálfans hvikuðu ekki frá honum. „Verða ekki myndir í blöðun- um af svo heppnum mannþ Carey?“ „Ég er nú hræddur um það —I á forsiðu! Ó — nú skil ég! Þér eigið við að tengsli erfingjans við Grikkland hljóti að vekja: athygli hér og að myndirnar muni verða til þess að þér þekk-! izt samt sem áður?“ „Það eru svo margir, sem þekkja mig i sjón,“ sagði lið- þjálfinn eins og hann harmaði það mjög. „Þér sjáið því, að ég‘ verð að hugleiða þetta gaum- gæfilega." „Já — það skii ég vel.“ George vissi nú að liðþjálfinn gerði sér jafnvel grein fyrir aðstöðu sinni og hann sjálfur. Ef taka yrði: tiilit til ránsins eða ránanna við ákvörðunina um framsal, myndi hvers konar opinbert umtal verða honum háskalegt. En lið- þjálfanúm var ekki ijóst að George vissi öll deili á honum og það gat varla verið skyn-: samlegt að gera uppskátt um þá þekkingu enn sem komið var „Hve lengi ætlið þér að hugsa málið, liðþjálfi?" „Þangað til á morgun. Ef þér viljið koma aftur á morgun, get- um við haldið samræðunum áfram.“ „Gott og vel.“ Framh. í næsta blaði. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.