Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 23

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 23
FRAMHALDSSAGA • « • héðan með báða fætur jafn- íallega, —Já takk, sagði konan hug- rökk. En barnið... Holmberg kinkaði kolli til Hoffmanns, sem sagði hressi- Íega: — Ég skal spyrja þann litla, hvað honum finnist sjálfum. Beynið að slappa af. Hann renndi hlustunartækinu yfir hvelfdan kvið konunnar og taut- iaði við sjálfan sig. Það var þvl Ííkast sem hann ætti samtal við barnið fyrir innan, á máli sem enginn utanaðkomandi skildi. Það hljómaði vinsamlega, eins Og þeir væru gamlir kunningj- ar. Konan varð róleg og lokaði augunum. Hvað er það, sem ég hef tekið mér fyrir hendur? hugsaði Sten- feldt. Hvers vegna er ég að þrá- ast við að ögra manni, sem hef- ur slíka hæfileika til að róa hina órólegu? Konan kveinkaði sér ofurlítið og rauf með því hugsanaferil hans. Hoffmann tók hlustunar- pípurnar úr eyrunum og klapp- aði konunni á kinnina. — Hann eða hún, hvort sem það er nú heldur, biður að heilsa og segist vera fær i flestan sjó og tilbúinn að hefja líf sitt strax. Svo hann spyr hvort hann megi ekki koma núna. Hvað segir mamma? — Er alveg víst að hann sé búinn? hvíslaði hún og augu hennar voru stór og óróleg. — Já það er öldungis vist, sagði Hoffmann uppörvandi. Konan horfði upp í loftið og brosti með sjálfri sér. — Það hefur verið svo ein- kennilegt, sagði hún lágt. Á hverjum morgni þegar hann hef- ur vakið mig með spörkum, hef ég hugsað mér að í nótt hafi honum bætzt tá eða fingur eða eyrnasnepill eða nefið lagazt til. En það áttu enn að vera eftir sex vikur. Ég er svo hrædd um að hann sé ekki enn búinn. — Jú, því get ég lofað yður, sagði Hoffmann. En ég get ekki lofað því að það verði drengur. — Það gerir ekkert til, sagði konan og kyngdi. Það er bara ég, sem tala alltaf um dreng. Maður- inn minn hefur alltaf sagt hún. Hoffmann sneri sér að Holm- berg. — Getið þér lagt spelkur um fótinn þangað til? Við gerum keisaraskurð síðdegis í dag. Hún getur legið uppi hjá okkur strax. Við höfum nokkur auð rúm. Stenfeldt og Hoffmann fóru aftur upp tii deildar sinnar í lyftunni. Stenfeldt gaf fyrirmæli eftir ERIISXMÖRLAEDER um að sjúkravagn yrði sendur niður til slysadeildarinnar. Hoff- mann var horfinn, sennilega inn á lækningastofuna. En þegar Stenfeldt kom inn á skrifstofu sína tíu mínútum seinna, sat Hoffmann þar. Hann stóð þreytulega á fætur. — Vildir þú vera svo góður að sjá um sjúkl- ingana á biðstofunni, sagði hann og leit dauflega á Stenfeldt. Ég held ég þurfi að hvíla mig stundarkorn. Mér finnst ég vera hálf slappur. Þú getur búizt við mér aftur um þrjúleytið ... Svo fór hann út. Lars Sten- feldt lét fallast niður í stól sinn og hallaði sér afturábak... Sá Hoffmann, sem var nýfarinn út úr dyrunum var allt annar mað- ur en hinn glaðlegi Hoffmann niðri á siysastofunni fyrir stund- arfjórðungi. Hvað hafði komið fyrir? Myndin hékk enn á minnistöfl- unni. Stenfeldt var farinn að hafa ógeð á sjálfum sér. Hann tók myndina niður, reif hana í smásnepla og fleygði þeim í pappírskörfuna. Honum fannst hann vera óhreinn á sálinni. Hvers vegna var hann að róta í fortið Hoff- manns? Jafnvel þótt hann hefði einhverjar grunsemdir þá var það ekki hans að leika sporhund — að dæma og kref jast hefndar. Hann stóð upp og gekk fram á lækningastofuna. En áður en hann hleypti fyrsta sjúklingnum inn, skaut nýrri hugsun upp hjá honum. Hugarfarsbreyting Hoff- manns á svo stuttum tíma — ef bílslysið á konunni þarna niðri hafði nú haft skaðleg áhrif á barnið? Setjum svo að Hoffmann hefði lofað konunni barni, sem hann vissi þegar að var dáið? Það gæti verið skýringin á hinni skyndilegu geðsveiflu. Það gæti verið skýringin á því, hvers vegna hann dró sig í hlé nokkr- ar klukkustundir — og ef hann kæmi ekki aftur, myndi koma í hlut Stenfeldts að skera konuna upp. Og síðar, undir kvöldið, eða snemma næsta morgun, að standa hjá henni og tilkynna henni að barn hennar væri látið. Hann andvarpaði, stóð á fætur og þvoði sér um hendurnar. Síðan bað hann systur Maj að kalla á fyrsta sjúklinginn. Það var kona, frú Erikson að nafni, og þetta var þriðja heim- sókn hennar. Stenfeldt leit yfir spjald hennar og langaði til að hlæja, þótt honum væri varla hlátur í hug. Eins dauði er ann- ars brauð, svo mikið var víst í þessu jarðlífi. Ef hann óttaðist um líf ófædds barns nokkrum hæðum neðar, þá hafði hann hér andstæðuna. Hann hafði haft sínar hugmyndir við fyrstu heimsókn frú Erikson, nú ætti hann að fá vissu sína. — Góðan dag, læknir, sagði hún íljótmælt. En það hunda- veður úti. Og nú nálgast jólin með ofsahraða ... Tíu mínútum síðar var rann- sókninni lokið. Frú Erikson pírði á hann augun: — Við erum búin að veðja, Harry og ég. Um tíu krónur. — Og hvað haldið þér að það verði? — Eitt! — Þér getið látið mann yðar hafa tíkallinn. Það verða tvibur- ar. — Að hugsa sér að Harry skuli alltaf hafa rétt fyrir sér, sagði hún. Jæja þá, það verður þá lítið gagn í gamla barnavagninum i þetta sinn. Henni voru gefin ýmis fyrir- mæli og nýr heimsóknartími. Svo sigldi hún út, smánöldrandi yfir þeim erfiðleikum, sem hún ætti I vændum en með hreyknisljóma móðureðlisins í augum. Systir Maj kallaði á þann næsta. Skurðstofan tilkynnti að tími væri laus klukkan hálf- fjögur. Deildarhjúkrunarkonan hringdi heim til Hoffmanns og endurtók skilaboðin. Hoffmann kom tímanlega aftur. Hann og Stenfeldt fóru saman niður í lyftunni. Hoffmann var enn fá- talaður og virtist undarlega f jar- huga. Stenfeldt spurði: — Var barnið í raun og veru heilbrigt? Hoffmann hrökk við. — Vita- skuld, sagði hann stuttaralega. Heldurðu að ég hafi verið að ljúga að vesalings konunni? Stenfeldt svaraði ekki. En Hoffmann starði á aðstoðarlækni sinn og endurtók spurninguna: — Heldurðu að ég Ijúgi? Það var kominn nýr undir- tónn í rödd hans. Spurningin hékk í lausu lofti eins og leiðin- legt bergmál í nöktum lyftu- klefandm. Stenfeldt hugsaði: Ég veit hvað þú átt við og ég held að þú ljúgir. En ég vona að ég háfi rangt fyrir mér. Svo voru þeir komnir niður. Dyrnar opnuðust og þeir gengu inn í skurðlækningadeildina og fóru að dauðhreinsa sig. Svæf- ingalæknirinn og hjúkrunarkon- urnar voru þegar komin á sinn stað. Konan lá enn á sjúkra- vagni. Róandi sprauta hafði gert hana ofurlítið syfjaða. — Er allt í lagi? spurði Sten- feldt. — Já takk, svaraði hún. Ég finn ekki einu sinni til sam- vizkubits enda þótt skrifað standi að konan eigi að fæða barn sitt í þjáningu ... — Þau verða hvorki fallegri né duglegri fyrir það þótt móðir- in þjáist, sagði Stenfeldt. — Farið með hana inn, sagði Hoffmann stuttur i spuna. Byrj- ið svæfinguna. Ég á annríkt. Hann var alklæddur þegar Stenfeldt var færður í græna sloppinn og grímuna. Hann leit sem snöggvast á efnarannsóknar- kortið. Blóðið gott, eggjahvíta sama sem engin, engin vanda- mál af neinu tagi. Hann gekk inn i skurðstofuna og tók sér stöðu andspænis Hoffmann, sem brá oddi skurðhnifsins upp að birtunni og skoðaði hann áður en hann gerði skinnsprettuna. Sjúklingurinn var mjög létt svæfður en staðdeyfður á skurð- arsvæðinu. Við fyrsta lagið kippt- ist hún örlítið til, en hún var svo fast reyrð niður á borðið, að það hafði engin áhrif á skurð- inn. Skurðlæknarnir héldu áfram að nálgast barnið. Einmitt þegaf fyrstu blóðdroparnir spruttu upp eins og perlur meðfram skurðin- um heyrðist rödd Hoffmanns eins og lágt muldur gegnum grímuna: — Ég vil fá svar frá þér! Heldurðu að ég Ijúgi? Stenfeldt leit í skyndingu í kringum sig. Svæfingalæknirinn virtist vera upptekinn af sínu. En augu skurðstofusystranna báru þess vitni að þær hefðu veður af einhverju spennandi. — Ég vildi helzt losna við að hugsa um annað en sjúklinginn sem stendur, sagði hann lágt.( Þeir héldu áfram með skurðinn. Þetta var vanastarf, og meðan Stenfeldt undirbatt og klemmdi saman æðar, virti hann fyrir sér hendur Hoffmanns og honum sýndist yfirlæknirinn óstyrkur. Ekki skjálfhentur en fjarhuga. Þeir opnuðu kviðvöðvana og lífhimnuna án nokkurra vand- kvæða. Eftir nokkrar mínútur var legið opið. Legvatninu var dælt út og barnið tekið upp. Lítill bláleitur drengur, mjög fullburða fyrir svo ungan aldur, vel skapaður í alla staði. Hann spriklaði fjörlega þar sem hann lá á borðbrúninni við hliðina á sofandi móður sinni, og lifði gegnum naflastrenginn, — Blásið lífi í kvikindið! skip- aði Hoffmann. Málfarið i skurðstofunum var Allt í einu var sem einhver dulin spenna læsti sig um alít í móttökustofu yfirlæknisins. Læknirinn starði eins og steingervingur á nokkra stafi sem voru tattóveraðir á handlegg hinnar meðvitundarlausu stúlku. Hann hafði komið frá Þý^kalandi rétt eftir strið'ð og hann þekkti siúkllnginn. Hún hafði verfð í fangahúðunum . . . FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.