Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 32
Ferðin tók hann átta daga. Honum hafði reynzt of erfitt að ganga um nætur — án þess að hafa áttavita eða landabréf til að visa sér leið. Hann hafði villzt hvað eftir annað. Eftir þriðju nóttina hafði hann ákveð- ið að taka áhættuna og ganga á daginn. Fæðuöflun gekk nokk- urn veginn. Hann stal ögn af mjólk og fáeinum eggjum hér og þar, en ávextir og grænmeti af ökrunum nægðu honum að mestu. Það var ekki fyrr en síð- asta daginn sem honum fannst nauðsyn bera til að fórna súkku- laðiplötunni. Klukkan var tiu að morgni, þegar hann þrammaði inn í út- hverfi Saloniki. Hann gekk í námunda við járnbrautina. Hann var nokkurn veginn öruggur um, að ekki yrði uppvíst um hann. Hann ákvað að leynast þarna og bíða næturinnar, áður en hann færi inn í borgina. Nú þegar ferð hans var nærri á enda varð honum meira um- hugað um útlit sitt. Sárið í hár- sverðinum hafðist vel við og myndi varla vekja athygli. Verst- ur var einkennisbúningurinn. Hann hafði hugboð um, að ef hann gengi nú um götur Saloniki í þýzkum einkennisbúningi, yrði fljótlega úti um hann. Hann fór í rannsóknarferð nær járnbrautinni. Innan skamms fann hann það sem hann leitaði að: vinnuskúr. Dyrnar voru lok- aðar með hengilás, en á jörðinni fann hann svera járnbolta, sem hann notaði til að brjóta læsing- arjárnið með. Hann hafði vonað að finna vinnugalla eða eitthvað, en þar voru engin föt af neinu tagi. Hins vegar lá þarna matarbögg- ull og hálfflaska af víni. Þetta hafði hann með sér í fylgsni sitt og hámaði það í sig. Vínið sveif á hann, og hann sofnaði stundarkorn á eftir. Þegar hann vaknaði fannst honum hann hresstur og endurnærður, og hann byrjaði aftur að velta fyrir sér vandamálinu með einkennis- búninginn. Undir búningnum var hann i gráum prjónanærfötum. Ef hann færi úr jakkanum, væri vel hægt að taka hann fyrir hafnarverka- mann, ef ekki yrði of bjart. Stig- vélin faldi hann með þvi að draga buxnaskálmarnar utan yfir þau. Árangurinn var ekki vel góður, en við því var ekkert að gera. Áhættan sem fylgdi þvi að brjótast inn og stela fötum var sennilega meiri en á þvi að stígvélin sæjust í myrkrinu. Um átta leytið var orðið al- dimmt, og hann lagði af stað inn í borgina. Þar brá honum illa í brún: götur þær, sem hann þurfti að fara eftir, voru uppljómaðar. / FÁLKINN fbúar Saloniki fögnuðu frelsinu og komu ELAS. Það var kostuleg sjón. Með- fram allri strandlengjunni döns- uðu langar raðir af hrópandi, syngjandi fólki eftir hvellri músík frá kaffihúsum og vín- stofum. Veitingasalir voru troð- fullir. Æpandi fólksþyrpingin dansaði á borðum og bekkjum. Hvarvetna voru hópar drukk- inna andartes, sem skjögruðu um hrópandi og skjótandi upp í loftið, drógu konur með sér út úr vændishúsunum til þess að dansa við þær á götunni. Fyrir liðþjálfanum, sem hraðaði sér óséður gegnum allan skarkalann, var borgin einna líkust stóru markaðstorgi. Verzlun Kyru var í þröngri hliðargötu nálægt Eski Juma. Það voru engar krár í hverfinu svo að þar var tiltöiulega rólegt. Hlerar voru fyrir flestum glugg- unum, einnig hjá henni, en á annarri hæðinni var ljós. Hann litaðist um með varfærni, en enginn hafði tekið eftir honum. Hann hringdi dyrabjöllunni. Litlu seinna heyrði hann hana koma niður stigann og að hurð- inni. „Hver er þetta?“ sagði hún á grísku. „Franz.“ „Guð minn almáttugur!" „Hleyptu mér inn.“ „Hann heyrði hana fálma við slagbrandinn og síðan opnuðust dyrnar. Hann gekk inn fyrir, lokaði í skyndi dyrunum að baki sér og tók hana í faðminn. Hann fann hvernig hún skalf meðan hann kyssti hana og síðan hratt hún honum frá sér með skeíf- ingarandköfum. „Hvað ert þú að gera hérna?" Hann sagði henni, hvað hefði gerzt og hvað hann hefði í hyggju. „En þú getur ekki verið hér.. „Ég er tilneyddur." „En þú getur það ekki.“ „Hvers vegna ekki, ástin mín? Það er engin hætta því samfara." „Ég er þegar undir grun,, vegna þess að ég hafði samneyti við Þjóðverja." , „Hvað geta þeir gert þér?“ , „Ég verð ef til vill tekin föst.“ , „Þvættingur! Ef þeir ætluðu að taka höndum hverja einustu konu, sem haft hefur samneyti við Þjóðverja, þá þyrfti heilan her til að gæta þeirra!“ „Það gegnir öðru máli um mig. Þeir hafa tekið Niki fast- an.“ „Fyrir hvað? “Niki var bróð- ir hennar. „Þeir saka hann um að hafa njósnað fyrir Þjóðverjana. Þegar hann hefur meðgengið og ljóstr- að upp um aðra, skjóta þeir hann.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.