Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 37

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 37
STIJTT 0« LACCOTT í iúlímánuði kemilr út ný L.P. plata með Matt Monro. Hann hefur undirritað 7 ára samning við amerísku hljóm- plötuútgáfuna, CAPITOL, og að launum fær hann eina milljón dollara. 'Það eru ekki allir, sem vita það, að þegar Searchers voru hér á ferð, heyrðu þeir lagið hans Gunnars Þói'ðar- sonar, Bláu augun þín og urðu svo hrifnir af því, að þeir vildu kaupa það og buðu álitlega peningaupphæð, en samn- ingar tókust ekki með þeim og hljómplötuútgefandanum. Dátaplatan seldist mjög vel, þótt misjöfn væru lögin að gæðum. T. d. er textinn við Leyndarmál illa úr garði gerðúr. Það háfa spunnizt um það sögur, að Þórir BaldurSson hefði aðstoðað þá við sönginn í einu laginu —• og það er rétt hermt. Að a'uki leikur hann á orgel. Nú eru Dátar lagðir af stað í skipulagða herferð um landið. Þar af leiðandi, mun flestum aðdáendum þeirra um land allt, gefast kostúr á að heyra og sjá þessa vinsælu hljómsvéit. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. PANTIÐ STIMPLANA HJA FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHE SPlTALASTlG 10 v.ÖÐINSTORG SIMI 11640 Ungt fólk í útvarpinu heitir nýr þáttur, sem hóf göngu sína þann 12. maí. Stjórnandi þáttarins er 19 ára mennta- skólapiltur, Baldur Guðlaugsson að nafni. Þáttur þessi var alls ekki gallalaus, en þó furðu góður, miðað við það, að þetta er í fyrsta sinn, sem Baldur fæst við stjórn útvarps- þáttar. Sérstaka athýgli vakti skörulega flutt ádeiluerindi af ungum verzlunarskólapilti, Þorsteini Pálssyni. Víbrar og Haflíði eru líka á Húsavík Þegar þættinum barst mynd af ,,beat“-hljómsveit frá Húsavík, Haukum að nafni, bjóst ég hreint ekki við að fá fleiri myndir þaðan, én raunin varð önnur. Hér er komin mynd af Víbrum og Hafliða frá Húsavík. Þetta eru allt ósköp elskulegir og prúðir piltar, en þeir heita Bragi Ingólfsson, trommur; Björn G. Jónsson, sólógítar; Þór- hallur Aðalsteinsson, orgel; Leifur V. Baldursson, bassagítar og Hafliði Jósteinsson. Hljómsveitin hefur starfað í rúmt ár og leikið mest í Hlöðufelli, einnig víða á Norðurlandi. Með tilliti til fólksfjölda, þá virðist „beat“-líf þar í bæn- um vera í miklum blóma Enn vill þátturinn hvetja ykkur, sem eigið myndir af íslenzkum hljómsveitum að senda þær til Fálkans merkt í sviðsljósinu. Box 1411. KORKIÐJAN H.F. Skúlagötu 57 — Sími 23200. ia ^/^[T^r^n SKARTGRIPIR trúlolunarhringap HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER oulum LÆKJARGÖTU 2 2. HftÐ HAZE AIR F RE SHENER Hreinsar loftiö á svipstundu Heildsölubirgðir Kristján Ó. Skagf jörft Sími 24120 FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.