Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 17

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 17
— dáir það sem franskt er. Frönsku konuna. Hvernig má það vefa, að þér finnið ekki hér það sem þér leitið að? — Ég veit ekki hvernig á því stendur, en allar fagrar konur eru þjóðablend- ingar. Næstum allar. , Og helmingurinn af þeim frá Póllandi. Rússnesk-pólskar, þýzk-pólskar, pólskar París- arstúlkur. Þetta er gegnum- gangandi það sama. Tek ofan fyrir þýzku stúlkunum. — Þér hafið einnig til- töiulega margar þýzkar stúlkur. — Já, allt frá því Dodo d’Hamborg var hér. Þýzku stúlkurnar í dag — ég tek ofan fyrir þeim. Fyrir stríð var það „Kinder, Kuche, Kirche“ (börn, búverk bæn- ir), flesk og kartöflur. í dag hafa þær þau persónuein- kenni, sem við sækjumst eftir, sem við verðum að hafa á dagskrá. Giftast þá líka í Frakklandi. Eignast fallegustu börn í heimi. Ég er hlynntur blöndun þjóð- anna. Kynstofn 'sem ekki blandast er dauðadæmdur. -— Hafið þér ákveðna hug- mynd um fullkomna kven- fegurð? — Að sjálfsögðu. Hver tími hefur sínar fegurðar- hugmyndir. Mínar eru hug- myndir míns tíma. — Getið þér orðað þetta eitthvað nákvæmar? — Ekki of lítil — 1,65 m til 1,72 m á hæð. Eftirsókn- arverðasta þyngdin er 50 kg. Löng hrygglína, langt bak. Síðan bossinn, lítill og þétt- ur. Tvöföld boglína. (Hann teiknar útlínur, hratt og ör- uggt. Það er auðséð, að við- fangsefnið er honum hug- leikið.) — Svo er það bilið hérna milli brjósta og nafla, sú lína verður líka að vera löng. Það er mikilvægast af öllu. Ef hún er í lagi, skiptir hitt minna máli. Brjóstin stinn, en ekki mjög hástæð. Nei, ekki of hátt. Én milli nafla og læra, helzt stutt. Löng í mittið, mjaðmalínan stutt. Því styttri, þeim mun fallegra. Fótleggirnir langir — en slíkt má alltaf laga í hendi sér. Háir hælar lengja leggina. Og hálsinn verður líka að vera langur og sveigj- anlegur. Þétta er kvehleg fegurðar- ímynd dágsins í dag. — Látið þér stúlkurnar yðar stunda æfingar til þess að fá fram þá eiginleika, sem þér æskið? Víst væri það hægt. En tæki of langan tíma fyrir mig. Það verður að fá þessi atriði fram með klæðnaðin- um. —• Með klæðnaðinum? Ekki hélt ég, að hann gæfi mikla möguleika, þegar um þessa grein er að ræða. — Því ekki það? Skór, hálsfestar, hanzkar, hár- greiðsla, förðun — allt er þetta klæðnaður í vissum skilningi, allt viðbót víð náttúrlegt' útlit. Með þessu öllu má ná athyglisverðum árangri. Og lýsingin. Það er lýsingin sem ræður úrslit- um. Sjáið þér til, ég hafði einu sinni þýzka hnátu hérna. Vel vaxin var hún, en of þybbin. Og henni gekk ekkert að megra sig. Hún var sólgin í rjómakök- ur og alls konar sætindi. Ég Uppnefndi hana og kallaði hana Bertu bollu. Það dugði ekki heldur. Þetta var rétt eftir að ég opnaði „Crazy Horse“, og ég átti ekki svo margra kosta völ á þeim tíma, ég varð að notast við hana. A æfingunum deyfð- um við ljósin, fyrst dálítið, síðan meira, svo að eins lítið sæist og mögulegt væri. Á endanum sást varla glóra á sviðinu. Gott. Síðan kom fyrsta sýning. Við bjugg- umst við hlátrasköllum úr salnum. Og hvað gerðist? Þessi stúlka varð fádæma vinsæl. Af því að fólk sá næstum ekkert, gat það beitt ímyndunaraflinu í þeim mun ríkara mæli. Þarna fann ég vizkusteininn. Þetta kvöld öðlaðist ég skiln- ing á faginu. —Listgrein yðar? — List, því ekki það? List er blekking og lista- maðurinn loddari lífsins. Ég hef sett upp um fimmtíu sýningar tií þessa, allar með mismunandi sniði. Aðferðin er þó alltaf sú sama að því leyti, að ég tek unga, fallega stúlku og geri úr henni persónuleika. Nei, ég upp- götva hennar eigin persónu- leika og dreg hann fram í sviðsljósið. Hver þátttak- andi í sýningum mínum hef- ur sitt hlutverk, ein's ög í leikhúsi. Ein er sveitasak- leysið uppmálað, önnur minnir á egypzkt meyljón, þarna er eggjandi daður- drós og önnur sem býr yfir suðrænu seiðmagni, hver og ein hefur sín sérkenni. Þetta eru eins og persónur í leik- riti. Helzt vildi ég hafa leik- konur frá Comédie Franca- ise. Sú kona sem hæfir sínu hlutverki og veldur því — aðeins hún nær áhrifum. Hún verður minnisstæð, gleymist ekki. — Svo að yður er þá sál- in ekki minna virði en lík- aminn? — Það eru áhorfendurnir, sem vilja finna sálina. Þeir sjá ekki bara þetta og þetta magn af holdi. Þeir velta því fyrir sér, hver hún sé í raun og veru, konan sem þeir sjá á sviðinu. Þess vegna eru augun svo þýð- ingarmikið atriði. — Já, ég hef þegar tekið eftir því. Stúlkurnar yðar stara allar út í bláinn, fjar- rænum augum. — Það er hið dularfulla. Það sem ekki er vitað, að- eins hægt að láta sig óra fyrir. Hinn mikli leyndar- dómur. Þær horfa ekki á neinn. Ég læt líka ljóskast- arana beinast þannig að þeim, að þær hafa aðeins hvítan vegg af ljósi fyrir augunum, enga áhorfendur. Við leitum hins fjarræna og einangraða, hins framandi. Framandi, er það ekki upp- hafsorðið í allri list? Þær mega ekki hugsa um karlmenn. — Og fyrir utan þetta tómlega augnaráð, í hverju fleiru er list yðar fólgin? — Það er músíkin Lýs- Meistarinn að störíum. Hann lítur á striplið sem list. ingin, litirnir, baksviðið. Hlutverkið sem þær leika. Hinar hægu eða óeðlilegu hreyfingar. Hinn draum- kenndi blær yfir sýningunni allri. Hver dansmær leikur hlutverk sitt sjálfstætt, flyt- ur eins konar eintal. Hún hugsar ekki um áhorfend- urna, ekki um æsandi áhrif þess sem hún gerir. Hún hugsar yfirleitt ekkert, nema um sjálfa sig. Karlmennirn- ir frammi í salnum eru ekki til fyrir henni. Ekkert er til, utan hennar eigin líkami. Stúlkan klæðir sig úr, af því að hún er falleg, af því að hún hefur dálæti á feg- urð líkama síns. Þær lyfta huliðshjálmi af álfakropp- um, sem birtast eins og þegar tunglið birtist milli skýja. Þannig eru sýning- arnar okkar. — Monsieur Bernadin. Monsieur Bernadin. Þér er- uð rómantískur draumóra- maður, en sýslið þó við sprengiífni. — Það eru aðeins draum- óramenn sem sýsla við sprengjur, vissuð þér það ekki? Ég leitast við að sýna draumadísir — gyðjur — þær sem enginn fær öðlazt. Ég geri þær að gyðjum. Engin hefur áður verið eins fögur og hún verður, þegar hún birtist á sviðinu í „Crazy Horse“ að næturlagi. — Þér eruð þá eins kon- ar töframaður, sem fremur töfrabrögð sín með aðstoð perlufesta, hárra skóhæla, svartra hanzka og töfrandi undirfata. Er þetta ekki Framh. á bls. 38. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.