Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 26

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 26
UM HALASTJORNUR ÞÓTT menn hafi ekki séð þær sjálfir, munu flestir kannast við halastjörnur af afspurn, svo frægar sem þær eru í sögum og þjóðtrú allt aftan úr forneskju sem hin geigvæn- legustu tákn og fyrirboðar sem á himinhvolfinu birtust, og var þó af nógu að taka í þeim efnum, svo sem stjörnuhröp, hvers konar litbrigði tungls og sólar ásamt myrkvum þeirra, mismunandi afstöður plánetanna o. s. frv. Halastjörnur eru geisi fyrirferðarmikil himintungl, en efni þeirra er svo þunnt og gljúpt að fræðimaður einn komst svo að orði, að þær væru sá hlutur, sem kæmist næst því að vera ekki neitt en væri þó eitthvað. Nú er vitað að þær tilheyra sóikerfinu eins og pláneturnar og snúast kringum sólu eins og þær, en þær fara á miklu víðari brautum og ekki í sama fleti. Halastjarna greinist í þrjá aðalhluta: Höfuð (kóma) og í miðju þess er kjarninn, sem minnir mjög á stjörnu, og aftur úr höfðinu teygist svo halinn sem langt og breikkandi stél. Halastjörnur mega skoðast sem samsafn örsmárra agna og loítsameinda, nema kjarninn, sem hlýtur að vera úr þéttum og föstum efnum. Það er nokkuð á huldu, hver muni vera uppruni hala- Sstjarna — hvort þær hafi borizt inn í sólkerfið utan úr geimnum, eða hvort upphaf þeirra muni í sólkerfinu sjálfu. Margar halastjörnur hafa umferðartíma, sem verður að mæl- ast í hundruðum þúsunda ára. Þær birtast því óvænt og hverfa aftur, en seinna er hægt að reikna út umferðabrautina, sem | oft er svo langdreginn sporbaugur, að vafi má leika á því, hvort hún komi nokkru sinni aftur, heldur hverfi með öllu f út úr kraftsviði sólar. Fyrst birtist halastjarna sem lítill hnoðri, sem er þó auð- i þekkjanlegur af hreyfingu sinni. En því meir sem hún nálgast sólu fær hún hina gamalkunnu halastjörnumynd — höfuð með lýsandi kjarna í miðju, og hala, sem verður æ skýrari og stórfenglegri sem nær dregur sólu. Loks ber hana í sólnánd : og fer þá aftur að fjarlægjast sólu. En þá verður hin furðu- lega breyting á, að halinn, sem hún áður dró á eftir sér, ' sveiflast nú í átt frá sólu, þannig að svo virðist, sem sólin spyrni halanum frá sér. GEISI-AÞRÝSTIIMCLRIMM / VÍ er og þannig farið. Ljós veldur þrýstingi á alla hluti, sem það lendir á. Þegar hið ofurþunna efni halans kemur í nánd við sólu hitnar það gífurlega og það sem getur gufað upp gerir það, en allar agnir undir vissri stærð „blásast" burt frá sólu. f nánd við sólu er geislaþrýstinguxinn gifurlegur og því er það, að halinn virðist snúa öfugt er halastjarnan tekur að fjarlægjast sól. Þessi geislaþrýstingur hefur þó hverfandi áhrif á höfuðið, þar sem það er úr miklu þéttara efni og verður því aðdráttarkraftur sólar á hann geislaþrýstingnum langtum yfirsterkari. Á þessum ferðum sínum um sólu, verða halastjörnur fyrir Halastjarna á leið fram hjá jörðu var einu sinni álitin illur fyrirboði. Ein sást á lofti daginn, sem Normannar réðust inn í England árið 1066, og Bayeux-teppið frá miðöldum, sem lýsir hertökunni, sýnir mynd af Englendingum, sem benda á fyrirbærið með skelfingu. Halastjarnan var síðar kennd við enska stjarnfræðinginn Edmund Halley, sem gaf út bók um halastjörnurannsóknir árið 1705. ýmsu óhagræði — einnig þegar þær fara gegnum plánetu- kerfi hennar. Er þær lenda innan aðdráttarsviðs einhverra plánetanna breytast umferðarbrautir þeirra, og eru mörg djpmi þess. Það hefur komið fyrir, að halastjarna hefur farið svo nærri einhverri hinna meiri pláneta, að braut hennar hefur svignað svo mjög, að fjölmargra ára umferðartími henn- ar hefur lækkað niður í ein þrjú ár. Við ferð sína gegnum sólkerfið missir halastjarnan töluvert af efni sínu og fær ekki bætt sér það upp á ferð sinni um geimrúmið. Takmarkast ævi- skeið hennar því við efnismagnið. HALASTJARMA HALLEYS EIN sögufrægasta halastjarnan er sú sem kennd er við Edmund Halley, enskan stjörnufræðing (1656—1742). Hann var samstai-fsmaður Newtons, og safnaði þeim hala- stjörnuathugunum sem hann gat fundið. Af þeim voru þi'jár stjörnur, sem virtust fylgja nálega sömu braut - þær frá árun- um 1531, 1607 og 1682. Hann ályktaði Því, að þetta væri sama halastjarnan, sem birtist á um það bil 76 ára fresti og sagði fyrir um endurkomu hennar árið 1758. Það varð og, og er 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.