Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 29

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 29
IÐ höfum margt rætt um áriS 1926. En því fer fjarri, að getið hafi verið alls þess, sem ekki má undan fella. Við höfum til dæmis ekki vikið einu orði að þeim þremur persón- um, sem hvað mest var rætt um. Það voru þeir Kristján X, Friðrik huldulæknir og Grett- ir Algarsson. Tveir hinir síðarnefndu voru báðir harla dulai’fullir og áttu það sammerkt, að viðlíka erfitt var að grynna í því, hverjir þeir voru í raun og veru. Kristján X hafði aftur á móti aldrei verið íslendingum jafnáþreifanlegur veru- leiki, því að hann gerði okkur heimsókn þetta ár, höfði hærri öðrum mönnum og öllum auðkenndur. V Um þetta leyti gusu enn uþp í landinu sjúkdómar, sem nú virðist hafa verið útrýmt, og aðrir, sem lítið ber á, voru hinir mestu ógnvaldar. Ungu fólki stóð ekki jafnmikill stugg- ur af neinu og berklaveikinni, sem gerði mörgum þungar búsifjar, lungnabólga =var harla geigvænlegur sjúkdómur enda talin hin mesta prýði héraðslækna, ef þeir töldust góðir lungnabólgulæknar, óg taugaveiki kom upp annað veifið og sýkti hvern af öðrum, unz tekizt hafði að komast fyrir upp- runa hennar. Þetta ár kom hún upp á Eyrarbakka á heimili sjálfs læknisins og litlu síðar veiktist fólk á heimili því, þar sem læknisfjölskyldan keypti mjólk handa sér. Við rannsókn uppgötvaðist, að konan, sem mjólkaði kýrnar hafði fengið taugaveiki nokkrum árum áður. Þá var sýnt, hvert var að rekja upprunann. Hastarlegri var þó faraldurinn. sem kom upp á ísafirði, og hann barst einnig út með mjólk frá bæ í grennd við kaupstaðinn. f heimavist gagnfræðaskólans á Akur- eyri herjuðu mislingar, og í Reykjavík lagði barnaveiki ung- viðið í rúmið. Þessar sóttir sem hér var drepið á verða að vísu blessunar- lega fáum að aldurtila. En þó að læknarnir væru árvakrir og kynnu sitt hvað fyrir sér, voru þeir ekki almáttugir, enda margt, sem nú er tiltækt til lækninga, óþekkt þá. Þess vegna var Friðriki huldulækni ekki ofaukið. Hann varð meira að segja á skömmum tíma frægari flestum læknum, sem mann- leg augu fengju litið. Hann var reyndar útskrifaður _fyrir nokkru, er árið 1926 gekk í garð, og hafði getið sér orðstír, en nú varð hann fyrst nafntogaður. Og það var ekki einungis á íslandi, að hans var getið, heldur kunnu blöð í útlöndum frá því að segja, að hann hefði þangað komið og læknað þá, sem dauðvona voru. Það var til dæmis maður einn í Færeyj- um, sem átti fársjúkan, tíu mánaða gamlan son, sem ekki var hugað líf. Faðirinn hefur sennilega verið skútukarl og kunnugur nokkuð á fslandi. f neyð sinni skrifaði hann til íslands og bað þess, að Friðrik sæi aumur á sér. Síðan gerðist nótt eina, að foreldrar barnsins þóttust verða þess áskynja, að ósýnilegur gestur væri kominn í hús þeirra. Segir sagan, að daginn eftir bærist símskeyti frá íslandi þess efnis, að Friðrik væri farinn af stað í sjúkravitjunina, og að kvöldi þess dat,s væri drengurinn albata. Það er annars um Friðrik huldulækni að segja, að heima- hagar hans voru í Eyjafirði. Ung stúlka þar í héraði, Margrét í Öxnafelli, hafði meðalgöngu um ferðalög hans innan lands og utan, eftir því sem um var beðið, og varð fólki margrætt um huldulækninn. Vottorð voru birt um lækningar hans, til dæmis frá Hvammstanga og úr Vestmannaeyjum, og margir voru þess fullvissir að Friðrik væri andi látins manns og miklu máttugri þeim læknum öllum, sem enn voru ofar jörðu. Aðrir töluðu með hneykslun og vandlætingu um Friðrik þennan og höfðu hann að spotti. En enginn, sem þekkti Margréti í Öxnafelli, mun þó hafa brugðið henni um vísvit- andi svik, hvernig sem farið var trú þeirra á ágæti huldu- læknisins. Þeir atburðir, sem ollu því að hvessa tók í kringum Friðrik huldulækni, gerðust í Vestmannaeyjum. Þar var kona sú, sem hét Guðrún Guðmundsdóttir, kennd við Berjanes, og var hún ein þeirra, sem hafði meira traust á huldulækninum en læknum þeim, sem hún fékk séð og snert. Og þó að ekki skorti bætiefnaríka þorskalifrina i Eyjum, var heilsa sumra svo lök, að ekkert annað en kraftaverk gat ráðið þar bót á. Óg kraftaverkanna var þar helzt að vænta, er Friðrik huldu- læknir var. Nú hefði þetta allt getað orðið stórárekstralaust, þótt á Frið- rik væri treyst, ef ekki' hefði verið hafnað eftiriiti héraðs- læknisins með fólki, sem haldið var naémum ög háskalégum sjúkdómum. Mælirinn var fullur, þegar harin fékk ekki leng- ur að sjá til með berklaveikum manni á barnaheimili, þar sem öll fjölskjddan, þar á meðal sjö börn, hafðist við í einu og sama herberginu, og engu skeytt um þær varúðarreglur, er hann hafði fyrirskipað. Héraðslæknirinn var Páll Kolka, þá ungur að árum og ekki líklegur til þess að láta það viðgang- ast möglunarlaust, að banvænn berklasjúklingur væri látinn stofna lífi og heilsu margra barna í voða með' þessum hætti. Þetta var hörð senna, borgarafundir í Eyjum og deilur í blöðum, forystumenn Sálarrannsóknarfélagsins ,á ferð og flugi að kynna sér fyrirbærið og langar og miklar greinargerðir í Morgni, tímariti þeirra. Þar er fjöldi vottorða frá þeim, s.em töldu sig hafa hlotið meinabót eða jafnvel fulla lækningu fyrir tilkomu Friðriks huldulæfenis. Andstæðingarnir íétu aftur á móti í það skína. að það hefði markverðast gerzt i Eyjum, að drengur hætti að pissa undir.og gömul kona náði að festa blund um nætur, án þess að fá í skéiðárblaði af viskíi áður en hún lagðist út af. Það var allmikið, sefn bar á milli, enda ekki utan af neinu skafið í hita bardagaris. Um Gretti Algarsson er það að segja, að hann var sannar- lega af holdi og blóði. Þetta var garpur mikill, sem hafði ekki hug á öðru en landkönnun á norðurvegum og hugðist jafnvel etja kappi við Hróald Ámundason hinn norska og verða á undan honum á norðurheimskautið. Það þóttust menn vita með vissu, að hann væri ekki nema rúmlega tvítugur að aldri, og stýrimannsprófi hafði hann lokið og verið eitthvað í sigl- ingum. En árið 1924 tók hann saman pjönkur sínar og gekk á land og birtist skömmu síðar í Englandi, þar sem hann keypti skútu, sem hann ætlaði að sigla á norður í höf. Hann korrist þó aldrei á henni í norðurhöf, því siglingunni lauk á Norður- sjó. Þar rakst skútan á skipsflak 1 náttmyrkri og laskaðist stórlega, en menn björguðust nauðulega. RETTIR ALGARSSON var þó ekki af baki dott- inn. Hann vildi óðar fá sér nýtt farartæki — skip, flugvél eða loftfar. Þá komst hann i kynni við Englending, sem áður hafði tekið þátt í landkönnunarferðum, og keyptu þeir skip, sem nefnt var ísland. Grettir hafði einn- ið hug á að kaupa flugvél en þá kom til sög- unnar annar dularfullur íslendingur, sem fús var til þess að leggja fram tvö þúsund sterl- ingspunda ábyrgð ef horfið yrði að því að festa frekar kaup á loftfari en flugvél. Þetta vai’ð til þess, að Grettir samdi um smíði á loftfari handa sér. En eitt- hvað hefur sennilega verfð að þeim samningum flanað. Þegar til átti að taka, kom á daginn, að loftfarið myndi geta farið nema hálfa þá leið, sem það átti að komast í einum áfanga, en auk þess miðaði smíðinni svo seint, að engar líkur voru til þess, að það yrði notað sumarið 1925 Þeir félagar afréðu því að sigla skipi sínu til rannsókna norður- í höf. Sá hængur var þó á, að farareyririnn var allur eyddur, og tóku þeir þá það ráð að ganga á milli verzlana og annarra fyrir- tækja í enskum borgum og beiðast gjafa. Með þeim hsétti tókst loks að koma skipinu úr höfn, og gátu þeir þó hvorki kevpt neinn fatnað, sem hæfði á norðurslóðum, né nægar vistir. Eigi að síður fengu þeir fimmtán manna áhöfn, þar á meðal nokkra vísindamenn. sigldu fyrir Svalbarða og komust heim heilu og höldnu um haustið. Jafnskjótt og til Englands kom hófu þeir rið undirbua flug á norðurheimskautið. En sitthvað varð til tafar eins og fyrr, og loks skall á allsherjar verkfall. Og meðan Grettir okkar Algarsson sat í Englandi og komst hvergi vegna tafanna, sem hlutust af verkfallinu, flugu bæði Byrd og Hróaldur hinn norski yfir norðurlieimskautið. Það var í maímánuði 192P Það er ekki furða, þótt margt væri um Gretti talað A rtí ekki minnstan þátt í því sú hula, sem hvíldi yfir því h' °r hann var í raun og veru. Um skeið skaut því upp. að h- "n væri náungi sá er, stundum hafði nefnt sig Gaut Skefl’ n, en upphaflega var talinn hafa heitið Guðmundur Ám- n. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.