Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 34

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 34
með eldingarhraða. Liðþjálfan- um hafði ekki beint litizt á það í fyrstu, og hann hafði rætt um það við hann einslega. „Mér var ekki ljóst,“ sagði hann á hinum einkennilega blendingi af grisku, ensku og þýzku, sem þeir notuðu sín á milli, „að þú værir kommi!" Art- hur hafði rekið upp hrossahlát- ur. „Ekki það? Ég, sem er traust- asti flokksmaðurinn i öllum búð- unum!“ „Svo já?“ „Svo já! Er það ekki augljóst mál? Ég kann það allt saman utanbókar!" „Nú svoleiðis." „Ég veit að sjálfsögðu ekki, hvað þessi bannsetta rökfræði- lega efnishyggja er, en ég skildi heldur aldrei um hvað biblian fjallaði. 1 skóianum áttum við að hafa yfir kafla úr bibliunni. Ég fékk alltaf beztu einkunnirn- ar í því. Hér er ég „traustur flokksmaður." „Þú trúir þá ekki á þennan málstað, sem við berjumst fyr- ir?“ „Ekki frekar en þú, liðþjálfi. Það læt ég græningjunum eftir. Hermennskan er mitt fag. Hvað hef ég að gera með háleit mark- mið?“ Liðþjálfinn kinkaði kolli hugsandi og virti fyrir sér heið- ursmerkin á skyrtu Arthurs." „Segðu mér, undirliðþjálfi, heldur þú að fyrirætlun hers- höfðingjans okkar hafi nokkra möguleika?" „Tja — það byggist auðvitað að miklu leyti á því, hversu margar vitleysur hinir gera — þannig er það alltaf. Hvers vegna spyrðu? Eftir hverju ertu að slægjast, liðþjálfi? Hækkun?" Liðþjálfinn kinkaði kolli. „Já, hækkun. Gangi þessi bylt- ing að ó^kum, verður margan feitan gölt að flá fyrir þá, sem reiðubúnir eru að grípa þá. Ég held ég verði að flýta mér að verða traustur flokksmaður!" Viðleitni hans bar skjótan árangur og stjórnarhæfileikum hans var athygli veitt. Ái'ið 1947 hafði hann yfirstjórn herfylkis, og gekk Arthur honum næst að tign. Þegar herir Markos fóru að láta undan síga 1949, var fylki þeirra eitt af þeim, sem lengst þraukuðu í Grommoshér- aði. Þegar hér var komið sáu þeir, að uppreisninni var lokið og þeir voru beizkir í bragði. Hvorug- 34 FÁLKINN ur þeirra hafði nokkru sinni trúað á þann málstað, sem þeir höfðu barizt svo vel og lengi fyrir. En þeir litu á svik Titos og Moskvu sem viðbjóðslegra óþokkp.bragð en nokkru tali tæki. „Settu cldrei traust þitt á höfðingjana," vitnaði Arthur á þungur á brún. „Hver sagði það?“ „Biblian. Þetta eru bara ekki höfðingjar heldur stjórnmála- menn!“ • „Það er sama.“ Augnaráð lið- þjálfans var orðið fjarrænt. „Undirliðþjálfi — ég held, að héðan í frá ættum við eingöngu að treysta á okkur sjálfa.“ YFIR LANDAMÆRIN. Það var skömmu eftir sólar- upprás, sem gamli Renault bíll- inn skilaði George og ungfrú Kolin til kvikmyndahússins, þar sem hann hafði tekið þau upp í tíu klukkustundum áður. Ung- frú Kolin borgaði bílstjóranum og samdi við hann um að sækja þau aftur um kvöldið. Siðan fóru þau til gistihússins. Þegar George var kominn upp á herbergi sitt, reif hann sundur bréfið, sem hann hafði skilið eftir og settist við að semja sim- skeyti til herra Sistrom. ERFINGINN FUNDINN UNDIR SÉRKENNILEGUM KRINGUMSTÆÐUM STOP ÖRUGGLEGA RÉTTI MAÐURINN STOP ERFIÐ- AR AÐSTÆÐUR HINDRA EÐLILEGT ATFERLI STOP FULL SKÝRING 1 BRÉFI 1 DAG STO? SlMSENDIÐ STRAX ÁKVARÐANIR VARÐANDI FAN G ASKIPTI MILLI USA OG GRIKK- LANDS MEÐ SÉRSTÖKU TILLITI TIL VOPNAÐS BANKARÁNS CAREY. Þetta ætti að gefa herra Sistrom eitthvað að moða úr, hugsaði hann og brosti út i ann- að munnvikið. Hann las það yfir, strikaði út smáorðin, sem var ofaukið og byrjaði síðan að um- skrifa það eftir umsömdum dul- málslykli fyrir trúnaðarmál. Þegar hann var búinn, leit hann á úrið. Pósthúsið yrði ekki opn- að fyrr en eftir klukkustund. Hann gæti skrifað bréfið strax og sent það um leið og sím- skeytið. Hann andvarpaði. Þetta hafði verið þreytandi nótt. Hann bað um að sér yrði fært morgunkaffi frá kaffistofunni og tók til við samningu skýrsl- unnar. „Herra Sistrom. í síðustu skýrslu minni sagði ég yður frá sönnunargögnum þeim, sem ég hefði fengið hjá madame Vassiotis og ákvörðun minni um að halda heim hið bráðasta. Síðan hefur málið tek- ið gagngjörum breytingum, eins og yður mun ljóst af símskeyti mínu. Ég vissi auðvitað, að rann- sóknir madame Vassiotis myndu berast til eyrna öllu mögulegu fólk, sem lögreglan teldi til af- brotamanna af margvíslegum ástæðum. Ég gerði mér þó engar vonir um, að þær myndu ná til þess manns, sem við höfum leit- að. En þetta gerðist engu að sið- ur. Fyrir sólarhring kom til mín maður, sem hélt því fram, að hann ætti vini, er gætu gefið upplýsingar um Schirmer. Þar af leiðandi lögðum við ungfrú Kolin upp í fremur óþægilegt ferðalag til leynilegs ákvörðun- arstaðar uppi í fjöllunum við júgóslavnesku landamærin. Þar vorum við leidd í hús nokkurt og beið okkar þar maður, er kynnti sig sem Franz Schirmer. Þegar ég hafði skýrt fyrir hon- um tilefnið til heimsóknar okk- ar, lagði ég fyrir hann nokkrar spurningar og svaraði hann þeim öllum hárétt. Ég innti hann síðan eftir árásinni við Vodena og ferli hans síðan. Hann sagði okkur ævintýralega sögu.“ George hikaði. Svo strikaði hann yfir orðið „ævintýralega" — herra Sistrom kærði sig ekki um þess háttar málskrúð — og skrifaði „athyglisverða" í stað- inn. Og þó hafði það verið ævin- týralegt að sitja þarna ! bjarm- anum frá olíulampanum og hlusta á afkomanda hetjunnar frá Eylau segja á sinni bjöguðu ensku, frá öllu, sem fyrir hann hafði borið í Grikklandi. Hann hafði talað hægt, stundum með dauft bros á vörum og horft í sífelluiá gesti sína árvökru, met- andi augnaráði. Riddaraliðsfor- inginn frá Ansbach hlaut að hafa verið gerður af líkum efni- við, hugsaði George. Þar sem aðrir menn myndu láta bug- ast af líkamlegum þjáningum, mundu menn sem þessir tveir Schirmer ættingjar alltaf þrauka og lifa af. Sá fyrri hafði særzt, gerzt liðhlaupi og að lokum orð- ið efnaður kaupmaður. Hinn sið- ari hafði verið skilinn eftir og álitinn dauður, hafði bjargað sér úr klipunni og kunnað lag á að flevta sér áfram í lífsbaráttunni. En hvað orðið hafði úr síð- ari Schirmer liðþjálfanum, var spurning, sem liðþjálfinn sjálf- ur hafði ekki gert tilraun til að svara. Frásögn hans endaði á þeim tímamótum, er Tito lokaði júgó- slavnesku landamærunum með biturlegum ákærum á hendur hinna kommúnistisku stjórn- málamanna og aðgerða þeirra, sem orðið höfðu Markos og herj- um hans að falli. En George var ekki i miklum vafa um starfs- feril liðþjálfans eftir það. Hann fór eftir aldagamalli forskrift. Þegar sigraðir uppreisnarherir leystust upp, sneru þeir her- menn, sem af stjórnmálaástæð- um þorðu ekki að halda heim og hinir, sem ekkert heimili áttu lengur, sér einfaldlega að rán- um ... Þetta var vandræðauppá- koma. Hann yrði nauðbeygður til að biðja þá að skýra núver- andi aðstöðu sína, ef hann ekki vildi sýnast grunsamlega lítið forvitinn! Það var Arthur, sem reið & vaðið. „Sagði ég þér ekki, að þaö myndi verða ómaksins vert, herra Carey?“ sagði hann sigri hrósandi, þegar liðþjálfinn hafði lokið máli sínu. „Jú, það gerðirðu, Arthur og ég er þér mjög þakklátur. Og nú er mér auðvitað ljós ástæðan fyrir öllu þessu leynimakki!“ Hann leit brosandi á liðþjálfann. Ég hafði enga hugmynd um, að enn væri barizt á þessum slóð- um.“ „Ekki það?“ Liðþjálfinn skellti glasi sínu á borðið. „Það gerir ritskoðunin! Stjórnin leynir sann- leikanum fyrir umheiminum." Arthur kinkaði kolli alvarlegur í bragði. „Bölvuð fasista auðvaldsþý!’* „En við ætluðum ekki að ræða um pólitík, var það?“ Liðþjálf- inn brosti á meðan hann hellti í glas ungfrú Kolin. „Fögur kona getur varla haft áhuga á þess háttar." Hún svaraði honum kuldalega á þýzku og bros hans hvarf. Andartak horfði hann íhugandi á hana, og svo sneri hann sér glaðlega að George. „Við skulum öll fylla giösin og snúa okkur að viðskiptunum.“ „Já, það skulum við gera,“ sagði George. Hann hafði róað þá með þvi að láta þá halda að hann væri ánægður með hug- mynd sina af þeim sem heiðar-' legum uppreisnarmönnum, sem enn berðust fyrir glötuðum mál- stað. Það var nóg. „Ég geri ráð fyrir að þér viljið vita ofurlítið Framh. á bls. 44.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.