Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 5
22 daga skemmtiferö Italla- Frá Feneyjum. Kaupmannahöfn GAUTABORG - FENEYJAR - VERONA - BOLOGNA - FLÓRENS - PÍSA - RÓM - NAPOLI - SORRENTO - ASSISI - SAN. MARINO - RIMINI - KAUPMANNAHÖFN Þessi ferð hefur verið nær því óbreytt í sumaráætlun' okkar ár frá ári. Hún hefur ávallt verið vel sótt og hefur líkað sérstak- lega vel. Kemur margt til — bæði að Ítalíu- ferðir- sem þessar • eru alltaf vinsælar og einnig að skrifstofan hefur fengið góða reynslu í því að skipuleggja þessar fei;ðir sem bezt má vera. Við sjáum flestar merk-É ustu borgir Ítalíu auk margra fallegustu héraða landsins. Auk þessa alls höfum við góðan tíma bæði í Kaupmannahöfn og Gautaborg. 5. ágúst: Flogið til Svíþjóðar um miðjan dag og lent í Gautaborg seint um kvöldið. 6. ágúst: Dvalið í Gautaborg. Má eyða hluta dagsins til að skoða Volvoverksmiðjurnar. 7. ágúst: Dagsferð um nágrenni Gautaborg- ar. Þetta er sunnudagur og tilvalið að áka. um héruðin norður af Gáutaborg, en þar er m.a. vatnið Vánern, Tröllháttan og margir aðrir rómaðir staðir. 8. ágúst: Flogið snemma morguns frá Gauta- borg til Feneyja. Þar er lent skömmu eftir hádegið. Á flugvellinum bíður okkar lang- ferðabíll og hefst nú sjálf Ítalíuferðin. Að sjálfsögðu er fyrsta dagleiðin stutt, en farið er um Verona til Flórens. 9. —10. ágúst: Tveir dagar í Flórens Bæði' skoðum við sjálfa borgina og nágrennið. Toscana-héraðið er bæði frægt fyrir Chianti- vínin og fegurð Appeninafjallanna. Borgin, sem kennd er við þá Dante og Boccacio, geymir mörg ódauðleg listaverk. 11. ágúst: Ekið er um hinn frjósama Arno- dal og eftir tvo tíma.komið.til Pisa. Eftir að hafa skoðað borgina er haldið áfram með ströndinni allt til Rómar. 12., 13., 14. ágúst: Þrír dagar í Róm. Að vísu mundi ekki veita af lengri tíma til að skoða þennan stað, en við gerum okkar. bezta. Við notum bílinn til að skoða allt það helzta, þ. á m. Páfaríkið. 15. ágúst: Fyrir hádegi er ekið til Napoli, þar sem við' stönzum og borðum hádegis- mat. Síðan er haldið út með Napoliflóanum þar sem við höfum útsýn bæði til Capri og Ischia- og komum að síðustu til Sorrento, sem er einn frægasti baðstaður Ítalíu. 16. —17. ágúst: Um kyrrt á ströndinni. Geta nú. sóldýrkendur notið sín. 18. ágúst: Um Napoli til Assisi. 19. ágúst: Stutt dagleið en skemmtileg til smáríkisins San Marino. 20. ágúst: Til Feneyja. Ekið eftir austur- strönd Ítalíu um Rimini og Ravenna. 21. —22. ágúst: Um kyrrt í Feneyjum Seinni hluta dags þ. 22. er flogið til Gautaborgar, þar sem skipt er um flugvél, sem lendir í Kaupmannahöfn um kl. 8 e.h. 23., 24., 25. ágúst: Um kyrrt í Kaupmannah. 26. ágúst: Flogið um Gautaborg til íslands. Brottför: Frá Beykjavík 5. ágúst. Heildarverð: kr. 21.900. INNIFALIÐ í VERÐI: Flugferðir og ferðalag um Ítalíu í lang- ferðabíl, allar gistingar, fullt fæði alla Ítalíuferðina, en morgunverður i Kaup- mannahöfn og Gautaborg, fararstjórn og söluskattur. SÉRSTAKAR GREIÐSLUR: Eins manns herb. alla Ieiðina kr. 500,00. Flugvallarskattur í Gautaborg SKR kr. 15.00. Flugvallarskattur i Khöfn DKR 20,00. EKKI INNIFALIÐ I VERÐI: Drykkir með mat og önnur persónuleg útgjöld. GISTISTAÐIR: Gautaborg: Hotell Volrat Tham. Flórens: Hótel Milano Terminus. Róm: Hótel Columbus. Sorrento: Grand Hotel Flora. Assisi: Hotel Umbra. San Marino: Hotel Titano. Feneyjar: Hotel Cavaletto. Kaupmannahöfn: Saxohus Hotel. Fararstjóri: Helgi Skúlason, leikari. LÖIMD & LEIÐIR Aðalstræti 8, símar 20800 - 24313 Kortið sýnir leiðina, sem farin er í ÍTALÍU. ÍP“Pel.._ 'Pnmrv»niu FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.