Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 24

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 24
BRENNIMERK3? BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT yíirleitt ekki samkvæmishæft en þrátt fyrir þaö glumdu orð Hoff- manns á fiísaveggjunum eins og rammfalskur tónn. Litla mannveran lá þarna með samanherpt augu og siímklistr- aðar varir og nefstúfurinn virt- 5st klesstur, litlir fingurnir fálm- uðu eftir einhverju til að halda í. Með aliri verund sinni and- mælti hann þvi að vera kallað- úr kvikindi. Niðurbælt hatur lá eins og grjóthnuilungur í brjósti Sten- feldts þegar hann bar blásturs- pípuna að vörúm sér. Hann opn- aði samhmdan barnsmúnninn, þurrkaði dálítið slím úr munn- holinu, renndi sógslöngunni niður I hálsinn á barninu og saug. Hann náði upp talsverðu slími, tók nýja og hreina pípu óg renndi henni lengra niður. Nú snöriaði ekki lengur í slöngunni- Lars Stenfeldt blés variega munnfylli af lofti í barnið, hélt andanum niðri eina sekúndu og sogaði síðan loftið til baka. Fyllti munninn af nýju lofti, þrýsti því niður gegnum slöng- una, sogaði það upp aftur. Eftir þriðja blásturinn gerði hann hlé. Hann var alvanur aðferð- inni og hafði framkvæmt þetta hundrað sinnum en honum var ávallt skemmt við að finna að á þessu augnabliki ríkti dauða- kyrrð í skurðstofunni, allar hendur voru kyrrar, ailra augu beindust að barninu. Vart heyranlegt hóstakjöltur heyrðist frá barnsmunninum, síðan kröftugri hósti. Þá nokkur snögg andköf, því næst önnur rólegri. Loks heyrðist soghijóð, sem með tiliiti til stærðar barns- ins var mjög kröftugt og síðan örg sem virtist bergmála um skurðstofuna enda þótt það væri aðeins hvellt hljóð. Augu systur Gundu voru tár- vot ofan við andlitsgrímuna, en hún var nú líka þekkt fyrir við- kvæmni. Svæfingalæknirinn leit upp ánægður á svip. Systir Anná og Hoffmann stóðu aðgerðarlaus og biðu. Að nokkrum tíma iiðnum hafði bióðrás þarnsins íundið sína nýju leið gegnum eigin lungu. Naflastrengurinn var byrjaður að skreppa saman. Hoífmann kiippti hann og systir Anna batt fyrir. Á þessu stigi málsins var Hoffmann van- ur að þakka fyrir sig og fára. Én í þetta skipti varð hann kyrr. ■ Svæfingalæknirinn jók súr- efnisgjöfina og kæidum grisjum 'var þrýst að gagnaugum sjúkl- ingsins. Hún raknaði við lítið citt, en nóg til þess að fá með- vitund augnablik. Stenfeldt hélt barninu upp fyrir henni. — Hérna er hann. Þetta er barnið yðar. Konan leit á barnið og ein-. beitti sér að því að fá skýra meðvitund. Svo brosti hún dauf- lega. Hoffmann kinkaði kolli til svæfingalæknisins og tíu sek- úndum síðar var konan svæfð djúpum svefni. Systir Anna þvoði barninu og lagði það í súrefnistjald. Hoff- mann tók að losa fylgjuna. Það blæddi töluvert og Stenfeldt hafði ekki alls kostar við að stöðva biæðinguna. Hoffmann urraði óánægður en í stað þess að vinna hægar, jók hann hrað- ann. — Ekki svona hratt, sagði Stenfeidt. Hún missir bióð alveg að nauðsynjalaúsu. — Hraðann ákveð ég sjálfur, sagði Hoffmann hryssingsléga. Tuttugu mínútum síðar 'var öllu lokið. Sjúklingurinn lá fast reifaður um kviðinn, og þegar öll verksummerki um fæðing- una höfðu verið flutt burt og hreint undirlag sett á borðið, kom beinasérfræðingurinn og lagði umbúðir á brákuð rifbein- in, en hann hafði þær einfaldar og lét brjóstið vera frjálst. Þar sem ekki var hægt að merkja neina útferð úr fótbrotinu, var . hún látin hafa spelkurnar áfram en spurningin um gifsumbúðir látin bíða næsta dags. Hoffmann hafði sig á brott og það var líklega einnig það bezta, hugsaði Stenfeldt. Hann fann, að eins og á stóð var honum hættulega uppsigað við yfir- mann sinn. Svo hirðuleysisiega úthreinsaðri fylgju og saumuð- um skurði gat hann ekki verið vitni að án þess að hitna í hamsi af gremju. Hann fyrirskipaði aukaskammt af fúkkaJyfjum fyrir sjúkiing- inn og reyndi að vona hið bezta. Síðan fór hann á síðdegisstofú- gang einsamall og fann allt með kyrrum kjörum. Undarleg þreyta lá eins og farg á honum. Allt í einu höfðu þau undur gerzt að næstu klukkustundirnar hafði hann ekkert sérstakt fyrir stafni óg hafði enga löngun til að byrja á neinu, sem ekki var beinlínis aðkallandi. Hann iokaði að sér og hringdi til ferðaskrifstofunnar og spurði eftir Grete Rosenberg. Honum var sagt að hún væri í fríi. Hann hringdi heim til hennar og hún svaraði. Það gat verið ósk- byggja, en honum fannst sem hún yrði glöð er hún heyrði að þetta var hann. — Hefur nokkuð gerzt? spurði hann. Hefur Hoffmann látið frá sér heyra aftur? — Nei, ég hef ekkert heyrt frá honum. En þú virðist niður- dreginn. Hefurðu orðið íyrir óþægindum mín vegna? Röntgenmyndirnar, hugsaði hann í örvæntingu. H-ún býst við upplýsingum. Verð ég ney’ddur til- áð brjótast inn hjá Hoff- mann til þess að ná þessum plötum? — Allt gengur sjnn vana gang,. sagði hánn og reyndi að látast vera rplegur. 1 augnablik- inu hef ég ekkert að gera. Þess vegna hringdi ég. Það var ekki fyrr en orðin voru sögð, sem hann heyrði hve heimskuleg þau voru. Nú gaf hann henni aftur í skyn, að hann hugsaði því aðeins til hennar að hann hefði ekkert annað að hugsa um. — Mér heyrist þú vera í leiðu skapi, sagði hún. Borðarðu reglú- lega? - «■ .-• — Ég reyni það. — Ágætt. Komdu þá heim til mín klukkan sex og borðaðu með mér litinn en góðan kvöld- verð. Ég skal flýta mér að lesa matreiðslubókina. Kemurðu? — Já, þakka þér fyrir, sagði hann. — Þú kemur fyrr ef þú getur. Það er ekki laust við að ég sé hálf niðurdregin líka. Honum var hlýtt og létt innan- brjósts þegar hann lagði frá sér heyrnartólið. Hann flýtti sér að ljúka við nokkrar dagbókarfærsl- ur og bjóst til að fara. Einhver uggur kom honum til að skilja eftir símanúmer Grete. Síðan hringdi hann á leigubil. Hún hafði búið til gómsætt skelfiskasalat og hraðsteikt tvær meýrustu nautasteikur í heimin- um. Nálægð hennar hafði róandi áhrif á hann. Þau minntust ekki á Hoffmann og töluðu ekki um neitt sem gæti leitt til óþægi- legra spurninga. Þau sátu hvort andspænis öðru við borðið og kertislogarnir tveir syntu eins og litlir eldfuglar á bráðnu vax- inu. Á einhvern óskýranlegan legan hátt virtúst öll vandamál hafa þurrkazt burt af yfirborði jarðar. En klukkan hálfníu hringdi síminn. Það var sjúkrahúsið ... Vökukonunni var órótt vegna sjúklingsins, sem nýlega hafði verið skorinn upp. Hitinn var að nálgast fjörutíu stig. Stenfeldt kvaddi í skyndi. Truflunin á samverunni við Grete var eins og skurðaðgerð án deyfingar. Hún fylgdi hon- um fram í anddyrið. Andartak stóð hann með frakkann á hand- leggnum og horfði á hana. Svo sleppti hann frakkanum og hann féll niður á gólfið. Hann kyssti hana eins eðlilega og þau hefðu margra ára æfingu í að kyssast. En kossinn var ástríðulaus. Hann var eins og þungbúin kveðja. Á sjúkrahúsinu hringdi hann til Hoffmanns og sagði honum frá hinu slæma ástandi sjúklings- ins'. Hún hafði óeðíilegar blæð- ingar og sennilega væri um smitun að ræða. Hann baðst leyfis að mega opna hana og hreinsa út. Hoffmann svaraði: — Fyrst þú skilur allt svo miklu betur en ég, þá gerðu eins og þér sýnist. Konunni var ekið aftúr niður til skurðstofunnar. Hún var magnlaus og spurði óróleg eftir barninu. Stenfeldt fullvissaði hana um að barnið hefði fæðzt heilbrigt og velskapað en áð hún gæti ekki fengið að sjá það fyrr en daginn eftir. Hann bætti við örlítilli hvitri lygi: Nú ætl- uðu skurðlæknarnir að lita á beinbrotið hennar. - Tveir slysaskurðlæknanna að- stoðuðu hann. Það tók þá fjörU- tíu mínútur að opna skurðinh, loka nokkrum æðum, sem blæddi úr, hreinsa legið vandlega, sauma skurðinn saman og aka sjúklingnum upp aftur. Allt var það lífsnauðsyn og allt hefði mátt forðast hefði sam- vinnan milli Hoffmanns og Sten- feldts verið betri við keisará- skurðinn fyrr um daginn. Stenfeldt bjó sig til að sofa á sjúkrahúsinu það sem eftir vár nætur. Hann sat lengi í herbergi sínu og reyndi að beina hugari- um að amerísku læknatímariti. Þá voru dyrnar að herbergi hans opnaðar fyrirvaralaust, og Hoff- mann kom inn frakkaklæddur; — Viltu koma inn til mín augnablik! Það var skipun. Stenfelðt fylgdi honum eftir. Þegar þeir voru komnir inn, var Hoffmann lengi að loka dyrunum. Hann fleygði frakkanum frá sér í hrúgu á sófann. Fyrst nú gát Stenfeldt séð svo ekki varð um villzt, að Hoffmann var drukk- inn. Hoffmann gekk að skriíborði sínu og lét fallast niður í leðui’- stólinn. Stenfeldt stóð þögull dg beið eftir sprengingunni. Hoíf- mann sagði: — Jæja, vinur sæll, nú skul- um við tala út. Og rödd hans hækkaði og vaijð að taumlausu öskri: — Og nú enga útúrsnúningiá, Stenfeldt. Þú hefur þegar geitg- ið of langt. Lars Stenfeldt leit á yfirmahn sinn. Hoffmann hlaut að hafa drukkið allfast um kvöldið því hvítan í augum hans var blóð- hlaupin. Hann opnaði skrifborðs- skúffu, tók upp vindil og kveikti í honum með mikilli viðhöfn eins og hann biði eftir skýringu frá Stenfeldt en vildi ekki reka á eftir honum. Framh. f næsta blaði. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.