Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 49

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 49
FRJALST ER í FJALLASAL EFTIR ÓLÖFIi JÓIMSDÓTTUR I. HLUTI ÁSGRIMUR litli var sendur í sveit, eins og svo mörg önnur kaupstaðarbörn. Það var svo langt í burtu, að fara varð með flugvél, annars befði ferðin tekið marga daga. Fjarska var spennandi að fljúga yfir landið og sjá fjöllin og jöklana og árnar, sem liðuðust ems og silf- urbönd um svarta sandana. I sveitinni var svo margt nýtt og framandi. Það voru kýr og kálf- ar, hundar og hestar, að ógleymd- um heimaalningunum tveimur, sem alltaf komu á sama tíma og heimtuðu pelana sína. Þeir höfðu einhvern veginn tapað af mömmu sinni, veshngarnir, svo ekki var um annað að ræða en hafa þá heima. Já, honum þótti vænt um öll dýrin, en mesta virðingu bar hann þó fyrir hestunum, enda tókst smám saman með þeim og honum hin bezta vinátta. Og nú fóru vorrúningarnar í hönd. Menn fóru ríðandi alla leið inn að jökli og smöluðu saman öllum kindum, sem þeir sáu. Ásgrímur fékk að fara með, þó að hann væri ekki nema 10 ára gamall. Lagt var af stað um sólarupprás. Það var um kj. 3 um nótt. Hestarnir höfðu verið sóttir daginn áður, bæði til þess að hafa þá til taks og eins til þess, að þeir væru ekki of útbelgd- ir af grasi, þegar lagt yrði af stað. Það glamraði í reiðtygjunum og ekki var alveg laust við að svolít- mn geig setti að Ásgrími. Það var ekki nema von, því að hann hafði aldrei fyrr stigið á hestbak. En einu sinni verður allt fyrst. Allir voru í himnaskapi, og fag- urt var veðrið. Þetta var svo snemma vors, að túnin voru öll hrímuð; roða sló á fjöllin og bráð- um myndi sólin gægjast upp fyrir fjallstoppana og hrímið breytast í dalalæðu, um leið og hersingin legði af stað. Rjúpa flaug upp einhvers staðar nálægt og ropaði. öll hljóð mögn- uðust í kyrrð morgunsins, þetta var áður en fuglarnir fóru á fætur. Riðið var í einfaldri röð eftir þröngum götutroðningum, sem kynslóðir höfðu troðið djúpt gegn- um svörðinn. ■ Framh. í næsta blaði. BANGSI OG LISTA- VERKIÐ Þorparinn Marío stóð uppi á þaki á Bangsahúsi og kippti öðru hverju í kaðalinn sem hékk niður að eldstæð* inu í stofunni. En það hékk ekki kústur i hinum endanum, heldur... Dódó! „Veiðin góð!“ sagði þorparinn, og það hlakkaði í honum. ,,Nú er bezt að húkka hinr> fiskinn, signorino Bangsa!“ Hann batt lykkju á hinn enda kaðals- ins og lét hann síga niður um skor- steininn. í stofunni sat Bangsi bund- inn og tilbúinn að vera halaður upp. En þá kom Tonío auga á listaverkið sem hann bafði verið að leita að. t>að var alveg óþarfi að fiska m»if< .. FÁLKINN 49

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.