Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 42

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 42
íslandi og vildi því fjölhæfa sig sem mest. En hér var við ramman reip að draga. Til þess að skipta um vinnustað, varð að fá leyfi verkalýðsfélags auk samþykkis vinnuveitanda og þau leyfi og samþykki fengust ekki. Undir stjórn nazista hét svo, að verkalýðsfélögin vernd- uðu bæði vinnuþiggjandann og vinnuveitandann. Ef fyrirtæki, sem hafði mann í vinnu gat sýnt fram á og sannað, að það hefði mikil og góð not af ein- hverjum starfsmanni, nægði það til þess að neita honum um að skipta um vinnustað. Ottó leitaði til dómstólanna og lenti i löngum og alvarlegum mála- 42 ' ferlum vegna þessa. Málaferlin stóðu árum saman og máls- skjölin fylltu tvær þykkar möppur. Hann reyndi líka að segja upp starfinu á löglegan hátt, en allt kom fyrir ekki. Þegar útséð var um að Ottó kæmist ekki til þess fyrirtækis, sem hann hafði hug á, ákvað hann að fara í sumarfrí til Danmerkur og gleyma svo að koma aftur. Þetta tókst. Hann var í Kaupmannahöfn í nokkra daga, en fór síðan til Bornholm og bjó á farfuglaheimilum. Hann hafði hægt um sig, gaf sig ekki að fólki og forðaðist að vekja á sér eftirtekt. Á meðan leitaði Gestapo hans £ Kaupmannahöfti og hjá því fyrirtæki í Þýzkalandi, sem þeir héldu að hann hefði leitað til. Eftir nokkra mánuði á Born- holm, fór Ottó til Kaupmanna- hafnar og reyndi að fá vinnu. Um þessar mundir stóð lýð- veldisstofnun fyrir dyrum á ís- landi. Það var því ekki sérlega gott að vera íslendingur í Dan- mörku eins og á stóð, sérstak- lega ef sá hinn sami hafði dval- ið langdvölum í Þýzkalandi. Hann fékk um síðir vinnu sem framhaldsnemi og varð að sætta sig við léleg laun og að- búnað og varð að taka próf að nýju. í febrúar 1946 yfirgaf Ottó Danmörku og tók sér far til íslands. Stuttu eftir heimkomuna stofnsetti hann ásamt Jens Sig- urðssyni fyrirtækið Skrifstofu- vélar, sem var til húsa í Mjó- stræti. Þetta fyrirtæki þeirra gekk ekki sem skyldi, svo þeim kom saman um að slíta félags- skapnum. Ottó keypti af félaga sínum, lokaði verkstæðinu og sigldi til Stokkhólms til frek- ara náms í skóla hins heims- þekkta fyrirtækis IBM. Hann var þar í eitt ár. Þegar leið á námstímann, var honum boð- ið umboð IBM á íslandi. Þessu kostaboði hefðu eflaust margir tekið fegins hendi, en Ottó sagði „nei takk!“ Hann hafði frá barnæsku rótgróinn ímugust á sölumennsku, og þótti kann- ski í fullmikið ráðizt. Eftir heimkomuna opnaði Ottó verk- stæðið á ný, vann þar einn í byrjun, en síðar réð hann sér aðstoðarmenn, eftir því sem verkefni uxu. Þar sem hann var skólaður hjá IBM, sneri fyrirtækið sér seint og snemma til hans, og svo fór að hann tók að sér umboðið. Gata- spjaldavélar voru þá þegar í notkun hjá Hagstofu íslands, notaðar til þess að fylgjast með greiðslujöfnuði við útlönd og fleira. Þetta voru heldur frum- stæðar vélar og þegar ein deild Sameinuðu þjóðanna, World Health Organization valdi ís- land til þess að framkvæma þar berklarannsóknir, bauðst stofn- unin jafnframt til að greiða helming leigu eftir fullkominn rafreikni ef íslendingar vildu taka slíkt tæki á leigu. Þegar það hins vegar kom í Ijós, að íslendingar höfðu næstum sigr- azt á berklaveikinni, var land- ið ekki lengur heppilegt til rannsókna. Rafreiknarnir voru þá komnir, og í fullri notkun og hafa verið hér síðan. Sam- tals eru nú þrjú slík tæki hér á landi, en auk þess fjölmarg- ar gatspjaldavélar til vélabók- halds. Lengra verður saga Ottós A. Michelsens ekki rakin að sinni. Hann er fyrir löngu kunnur maður fyrir þátt sinn í vísinda- legri uppbyggingu sem umboðs- maður hinna flóknustu tækja, rafreikna og bókhaldsvéla. Hann rekur þrjú fyrirtæki, Viðgerðaþjónustu IBM og ann- arra skrifstofutækja, Skýrslu- vinnslu, þar sem vinna 15 manns við rafreikni, sem fram- kvæmir ýmis verkefni hag- fræðilegs- og vísindalegs eðlis og loks umfangsmikla verzlun með skrifstofutæki. Alls vinna hátt í fimmtíu manns við þessi fyrirtæki. Og það skrýtnasta við leið Ottós A. Michelsen til fjár og frama, er að hann tregð- aðist við að taka að sér umboð hins heimsþekkta fyrirtækis IBM þangað til honum var boðið það í þriðja sinn, og hann hefur aldrei, þrátt fyr- ir umfangsmikil verzlunarvið- skipti litið á sig sem sölumann, heldur þann, sem hefði unun af því að finna út hvers viðskipta- maðurinn þarfnast til þess að bæta aðstöðu sína og starfs- skilyrði. • Picasso Framh. af bls. 21. „Já, ég veit að fólk hefur áhuga á mér vegna hans. En ég er sjálfstæður persónuleiki og hef alltaf verið. Annars hefði hann gert mig að engu eins og allar hinar konurnar sem hann hefur elskað. Ég var sú eina sem sleit mig lausa áður en það var orðið um sein- an. Ef til vill leggur hann hat- ur á mig þess vegna. En ég er hólpin.“ HÚN er reynslunni ríkari. Nokkrar af myndum Pi- cassos hefur hún hjá sér. Og börnin þeirra tvö sem hvorugt kærir sig um að verða list- málari. ★ ★ • Undarlegir hlutir Framh. af bls. 25. Síðdegisblöðin komu með fréttina daginn eftir. Slysið hafði borið að nákvæmlega eins og í draumnum! Og nokkrir menn létu þannig lífið að sjóð- andi vatn helltist yfir þá úr Framh. á bls. 34. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.