Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 25

Fálkinn - 06.06.1966, Blaðsíða 25
UNDARLECIR HLUTIR DREYMDI FYRIR SLYSI OG BJARGADIST DR. WALTER BEDFORD reikaði um í rökkrinu meðfram járnbrautinni. Þetta var nokkrar mílur fyrir utan Chicagó. Hann virti fyrir sér brakið úr lestinni sem lá eins og hráviði utan við braut- ina. Fjórir vagnar lágu sundurtættir í slakkanum við hliðina á brautinni, og tveir eimvagnar, nú þöglir og kaldir, höfðu lagzt ofan á brotinn merkisstaur. Dr. Bedford nam staðar og starði lengi hugsi á brakið, svo vék hann yfir á grashallið meðfram teinunum um leið og farþegalest fór fram hjá. Hún dró úr ferðinni er hún fór þar yfir sem teinarnir höfðu verið endurnýjaðir. Og hann leit upp í gluggana á lest- inni og virti fyrir sér farþegana við gluggana sem lásu eða hvíldust meðan lestin þaut hjá. Svo hélt hann að bíln- um aftur og konunnar sem beið hans þar. Hann hafði ekið út að járnbrautinni til að skoða slysstaðinn. Níu manns höfðu beðið bana. Og áhugi hans var þeim mun meiri að hann hefði sjálfur átt að vera einn af farþegum slysalest- arinnar. Hann átti það að þakka viðvörun í draumi að hann varð ekki einn af þeim er týndi lífinu. Vegna draumsins sat hann kyrr heima. En maðurinn sem sat í klefanum þar sem Bedford hefði setið lét lífið. Þetta gerðist 15. ágúst 1951, og allt til dauðadags 1961 nagaði samvizkan dr. Bedford. Honum fannst hann bera ábyrgð á því að maðurinn fórst í stað- inn fyrir hann, af því að hann dreymdi drauminn og afsagði farmiðapöntunina, án þess að gera hreint fyrir sínum dyr- um og segja frá hættunni. Þannig hugs- aði hann. Tvisvar í viku var dr. Bedford vanur að fara frá Chicago til Detroit. Hann var efnafræðingur með málma sem sér- grein og gegndi ráðunautsstarfi í bif- reiðaverksmiðju. Hann var vanur að fara að heiman snemma að morgni með lest til Detroit, vera þar yfir nótt- ina og koma svo heim daginn eftir. Þetta brást varla. En aðfaranótt 14. ágúst hafði hann erfiðar draumfarir og ákvað að taka aðra lest. Það vai'ð honum til lífs. Getur mannshugurinn tekið stökk í rúmi og tíma og numið atburði sem enn hafa ekki átt sér stað? Sálkönnuð- ir eru þeirrar skoðunar. Og það er hægt að benda á það að Abraham Lincoln dreymdi fyrir sínu eigin morði og Charles Lindberg dreymdi fyrir ráninu á syni sínum og dauða hans. En sú viðvörun sem dr. Bedford fékk um örlög sín er ef til vill enn merki- legri og miklu betur staðfest. Kvöldið 13. ágúst gekk dr. Bedford til hvílu á vanalegum tíma kl. hálf- ellefu og sofnaði strax. Hann fór þegar að dreyma, og draumurinn var fremur martröð en draumur. Lestin til Detroit var ekki komin langt út fyrir Chicago er hún rakst á eimvagn er numið hafði staðar við mei'kisstaur. Hann horfði á vagnana leggjast saman og velta út af uppfyllingunni, heyrði skelfingaróp fólksins, sá björgunarmennina koma á vettvang og reyna að draga limlesta búkana út úr lestarflakinu, og síðan gaus upp reykur og gufa og fleiri sárs- aukaóp stigu upp frá rústunum. Svo fannst honum athyglin beinast að vagninum sem hann var sjálfur í. Hann var sjálfur við gluggann, en við hlið hans sat kona með barn, en gegnt honum maður, hvítur fyrir hærum, sem las í tímariti. Allt í einu slengdist vagninn til hægri, hann þeyttist út af sporinu og koll- veltist niður grashallið. Hann sá skelf- inguna uppmálaða í andliti hinna far- þeganna sem fálmuðu í allar áttir eftir einhverju traustu til að halda í. Hann fann að hann hentist út um gluggann og hvernig glerbrotin dönsuðu utan á honum, og hann sökk niður í einhvern hljóðan dökkva . .. Þá hrökk hann upp, og var á samri stundu glaðvakandi. Konan hans vakn- aði líka af því að hann hafði rekið upp hljóð, og þegar hún heyrði hvað hann hefði dreymt, fannst henni að hann gæti alveg eins tekið einhverja aðra lest en einmitt þessa. Framh. á bls. 42. FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.