Fréttablaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 2
2 9. október 2009 FÖSTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Handrukkarar eru
farnir að banka upp á hjá fólki
til að rukka það um skuldir sem
stofnað er til með lögmætum
hætti. Lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu hefur tvö slík mál til
rannsóknar.
„Innheimta“ af þessu tagi
hefur hingað til að mestu verið
bundin við fíkniefnaskuldir eða
skuldir sem eru tilkomnar með
ólögmætum hætti og þá tengd-
ar viðskiptum í fíkniefnaheimin-
um, en nú eru almennir borgar-
ar farnir að verða fyrir barðinu
á henni. Lögregla telur að svona
málum eigi eftir að fjölga. Skuld-
ir af þessu tagi eru til að mynda
í formi vangoldinnar húsaleigu
eða skulda vegna bílakaupa, svo
dæmi séu nefnd,
„Fyrirliggjandi eru upplýs-
ingar hjá embættinu þess efnis
að þessi þróun sé orðin að veru-
leika,“ segir Haraldur Johanness-
en ríkislögreglustjóri, spurður
hvort vitneskja um handrukkan-
ir vegna lögmætra skulda liggi
fyrir hjá embættinu. Spurður
hvort þessa iðju stundi einstakl-
ingar eða hópar segir ríkislög-
reglustjóri embættið hafa upp-
lýsingar um að þar sé bæði um
að ræða einstaklinga og hópa sem
þekktir séu úr undirheimunum.
Ríkislögreglustjóri telur að í
því erfiða efnahagsástandi sem
nú ríki sé sú hætta fyrir hendi
að svokölluðum handrukkunum,
það sé innheimtu skulda með
hótun eða beitingu ofbeldis, muni
fjölga.
„Fram til þessa hefur þess
háttar innheimtustarfsemi aðal-
lega tengst fíkniefnaskuldum, en
nú eru vísbendingar um að slík-
um aðferðum sé einnig beitt við
innheimtu annarra og hefðbundn-
ari skulda þegar viðtekin úrræði
hafa ekki skilað árangri,“ segir
ríkislögreglustjóri. Hann bendir
jafnframt á að greiningardeild
embættisins hafi strax í febrúar
varað við þessari þróun samfara
efnahagsástandinu sem nú ríkir
í landinu.
Haraldur hvetur fólk sem verð-
ur fyrir slíkri refsiverðri hátt-
semi eindregið til að leita til
lögreglu.
Venjulegar skuldir í
hendur handrukkara
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö mál þar sem almennir
borgarar hafa kært handrukkara fyrir innheimtu lögmætra skulda. Ríkis-
lögreglustjóri segir menn að verki sem þekktir séu úr undirheimunum.
HARALDUR JOHANNESSEN Ríkis-
lögreglustjóri segir handrukkun á
almenna borgara orðna að veruleika.
HANDRUKKARAR Hafa fært út kvíarnar
og ógna nú fólki til að innheimta
lögmætar skuldir, svo sem vangoldna
húsaleigu eða bílaskuldir, svo dæmi
séu nefnd. Myndin er sviðsett.
SPARAÐU!
SÖLU LEIKHÚSKORTA LÝKUR 9. OKTÓBER
Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is
Fjögurra sýninga kort fyrir 25 ára og yngri
kostar aðeins 5.900 kr.
Þriggja forsýninga Forskotskort í Kassann
kostar aðeins 3.000 kr.
Fjögurra sýninga leikhúskort
kostar aðeins kr.9.900
DANMÖRK Danski bankinn Amager-
banken hefur frest til þriðja næsta
mánaðar til að auka lausafé sitt og
uppfylla þar með kröfur danska
fjármálaeftirlitsins um 13,6
prósenta lausafjárhlutfall.
Bankinn er ósáttur við kröfur
eftirlitsins, að því er Berlingske
Tidende greindi frá í gær, og telur
að tæplega 9,5 prósenta lausafjár-
hlutfall ætti að nægja. Þá vildi
bankinn leyna lausafjárvandanum,
en verð á hlutabréfum bankans
hrundi í gær eftir að upplýst var
um málið.
Uppfylli bankinn ekki kröfur
fjármálaeftirlitsins fær hann ekki
heldur aðgang að neyðaraðstoðar-
pakka danskra stjórnvalda til
þarlendra banka. - óká
Lausafjárvandi Amagerbanken:
Danskur banki
fær gálgafrest
VIÐ NÝHÖFN Í KAUPMANNAHÖFN
Amagerbanki berst þessa dagana við að
uppfylla lausafjárkröfur fjármálaeftirlits-
ins þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Valli, var Stebbi farinn að láta
eins og fíbbbl?
„Neinei.“
Stefán Karl Guðjónsson trymbill hefur
sagt skilið við Fræbbblana vegna langvar-
andi ósættis við Valgarð Guðjónsson
söngvara.
ALÞINGI „Það er svo ljómandi gott
þegar maður er að hlusta,“ segir
Margrét Tryggvadóttir, alþing-
ismaður Hreyfingarinnar, sem
í gær sat í þingsal og réði jap-
anskar Sudoku-talnaþrautir
þegar umræður fóru fram um
fjárlagafrumvarpið.
Margrét segir frábært að hafa
eitthvað eins og Sudoku fyrir fram-
an sig á meðan hún er að hlusta.
„Annars dett ég bara út,“ útskýrir
hún.
Margrét bendir á að á þingi
sitji ekki allir í salnum allan tím-
ann heldur séu að fást við ýmis-
legt annað líka. „Fólk er til dæmis
að fara í gegnum póstinn sinn og
skoða gemsana.“ - gar
Þingmaður Hreyfingarinnar skerpir á einbeitingunni með talnaþraut á Alþingi:
Ræður Sudoku undir fjárlögunum
ÞRAUTIN ÞYNGRI Margrét Tryggvadóttir,
alþingismaður úr Hreyfingunni, fékkst
við Sudoku-talnaþrautir þegar fjárlaga-
frumvarpið var rætt í þingsalnum í gær.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
KJARAMÁL „Ef þið viljið stríð, þá
munuð þið fá stríð,“ sagði Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á þingi
Starfsgreinasambandsins í gær.
Hann sagði
Stöðugleika-
sáttmálann í
uppnámi og
augljóst að
þolinmæði
atvinnurek-
enda gagnvart
úrræðaleysi
stjórnvalda
væri á þrot-
um. Hins vegar
myndi verka-
lýðshreyfingin ekki taka því
þegjandi ef atvinnurekendur létu
það bitna á launafólki.
„Ef þið segið upp kjarasamn-
ingi og hafið af láglaunafólki
réttmætar launahækkanir mun
verkalýðshreyfingin beita afli
sínu til þess að tryggja að til
þeirra hækkana muni koma. Allt
annað verður lagt til hliðar á
meðan.“ - gb
Gylfi Arnbjörnsson:
Býr sig undir
launastríð
LÖGREGLUMÁL Konan sem varð
fyrir alvarlegri líkamsárás af
hendi fyrrverandi eiginmanns síns
í Hörðalandi í fyrradag er á bata-
vegi. Hún er nú komin úr öndunar-
vél, en liggur þó enn á gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi.
Fyrrverandi eiginmaður kon-
unnar veitti henni alvarlega höfuð-
áverka, áður en hann hringdi í lög-
regluna og tilkynnti að hún væri
við dauðans dyr. Því næst drakk
hann ætandi efni, líklega stíflu-
eyði, sem dró hann til dauða. - sh
Harmleikurinn í Hörðalandi:
Fórnarlambið
er á batavegi
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
BRETLAND, AP David Cameron,
leiðtogi breskra íhaldsmanna,
segist þurfa að beita þjóðina
hörðum efnahagsaðgerðum til
þess að koma þjóðinni út úr
efnahagsþrengingum.
Eftir erfiðleikatíma muni hins
vegar birta til, sagði Cameron
í ræðu sinni á ársþingi breska
Íhaldsflokksins í gær. Skoðana-
kannanir benda til þess að hann
muni vinna yfirburðasigur í þing-
kosningum, sem efna þarf til ekki
síðar en næsta sumar.
„Það er á brattann að sækja,
en ég segi ykkur þetta: útsýnið á
toppnum verður þess virði,“ sagði
hann. - gb
Flokksþing íhaldsmanna:
Cameron boðar
erfiða tíma
EFNAHAGSMÁL Evran hefur sjald-
an verið dýrari en í gær, þegar
gengi krónunnar náði lægðum
sem varla hafa sést síðan í byrjun
desember á síðasta ári.
Miðgengi evrunnar í gær var
184,35 krónur samkvæmt viðmið-
unargengi Seðlabankans.
Bandaríkjadalur kostaði 124,82
krónur og danska krónan stóð í
24,764.
Samkvæmt Morgunkornum
Íslandsbanka í gær hafði Seðla-
bankinn ekkert gripið inn í gjald-
eyrismarkaðinn í þessum mán-
uði, og aðeins tvisvar sinnum í
síðasta mánuði. - gb
Gengi krónu í lágmarki:
Evran sjaldan
verið dýrari
FJÁRMÁL Már Guðmundsson seðla-
bankastjóri vildi lækka stýrivexti
úr 12,0 prósentum í 11,5 prósent
þegar peningastefnunefnd bankans
ræddi síðast um vextina á fundi 24.
september.
Í fundargerð nefndarinnar segir
að Már hafi lagt lækkunina til í ljósi
umræðunnar í þjóðfélaginu. Sam-
fara breytingum á öðrum vöxtum
yrði heildaraðhald peningastefn-
unnar óbreytt. Þrír af fimm nefnd-
armönnum greiddu hins vegar
atkvæði gegn tillögunni og stýri-
vextir héldust óbreyttir. „Þeir vildu
fara varlega og töldu nauðsynlegt
að fleiri úrlausnarefni yrðu leidd
til lykta áður en þessir vextir yrðu
lækkaðir,“ segir í fundargerðinni.
Næsti vaxtaákvörðunardagur er 5.
nóvember.
Peningastefnunefndin telur
Seðlabankann þegar uppfylla skil-
mála stöðuleikasáttmála hins opin-
bera og aðila vinnumarkaðarins um
að stýrivextir færi niður í eins stafs
tölu fyrir 1. nóvember 2009. Það sé
vegna þess að innlánsvextir Seðla-
bankans séu um þessar mundir
hinn rétti mælikvarði á aðhaldsstig
peningastefnunnar. Innlánsvextirn-
ir eru 9,5 prósent. „Flestir markaðs-
aðilar vita að innlánsvextir bank-
ans eru um þessar mundir eðlilegri
mælikvarði á aðhaldsstigið,“ segir í
fundargerðinni. - gar
Seðlabankastjóri vildi lækka stýrivextina en varð undir í peningastefnunefnd:
Telja stöðugleikasáttmála uppfylltan
STÝRVEXTIR KYNNTIR Seðlabankastjóri
og peningastefnunefnd kynntu síðustu
vaxtaákvörðun 25. september.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SPURNING DAGSINS